Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 15. janúar 2009 Fimleikar, klifur og taekwondo Erum að bæta við nemendum í grunnhópa í allar deildir. Fimleikar fyrir fullorðna Árangursrík og ekki síst skemmtileg líkams- rækt sem byggir á fimleikaæfingum, þreki og teygjum. Fjör og fimi Frábærir tímar fyrir krakka, 6-9 ára og 10-12 ára. Unnið er að því að bæta hreyfiþroska, samhæfingu, þol, styrk, jafnvægi og líkamsstöðu. Þrek og teygjur, heljarstökk og hopp Krökkum fæddum ’96 og ’97 gefst nú tækifæri til að koma sér í gott form hvort sem það er fyrir skíðin og snjóbrettin í vetur eða bara til að auka styrk, liðleika og almennt úthald. Leikskólafjör á sunnudögum Á sunnudagsmorgnum gefst litlum íþrótta- álfum og foreldrum þeirra kjörið tækifæri til að koma saman og hreyfa sig í um það bil klukkutíma. Hentar börnum fæddum ’04, ’05 og ‘06. Bjarkarhreysti! Krakkar, fæddir ’93, ’94 og ’95, komið og undirbúið ykkur fyrir skólahreysti! Frábær þjálfari með mikla reynslu í þrek- og úthalds- þjálfun. Parkour Spennandi og krafmikil íþrótt fyrir krakka, 12-16 ára, sem vilja prófa eitthvað nýtt. Íþrótt fyrir bæði líkama og sál. Nánari upplýsingar og skráning á fbjork@fbjork.is eða í síma 565 2311 Spennandi námskeið fyrir krakka á öllum aldri Gríðarleg samstaða var á borgarfundi um St. Jósefsspítala sem haldinn var í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Yfir 2 þúsund manns voru á fundinum og heyrð ust engar stuðningsraddir við ráðagerðir heil brigðis ráð - herra og púaði salurinn á hann eftir málflutning hans. Ráð - herrann fór yfir skipulags breyt - ingar í heilbrigðiskerfinu sem mest snúast um að sameina heils brigðisstofnanir og heilsu - gæslu stöðvar í heilbrigðis um - dæmi og einfalda stjórnsýslu stofnana. Þessar breytingar eru gerðar á grundvelli laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Eðlilega var þó áhuginn meiri á kynningu hans á flutningi skurð - stofu til Keflavíkur og flutningi melt inga sjúkdóma- og lyflækn - inga deildar til Land spítalans. Eftir framsögu ráðherra talaði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri og upp lýsti m.a. að Hafnar fjarðar - bær ætti 15% hlut í spítalanum á móti ríkinu án þess að hafa aðkomu að stjórnun hans. Hann sagði að þegar heilbrgiðs ráð - herra kynnti, í síðustu viku, breyt ingar og uppstokkun á starf semi St. Jósepsspítala, hafi hann skýrt frá ákvörðun sinni og sinna ráðgjafa. Það hafi ekki verið lagðar fram tillögur til umræðu og yfirferðar þeirra sem málið snertir, heldur skýrar ákvarð anir sem þó virðist eiga eftir að skýra út að stærstum hluta. Lúðvík sagði að endur - skoðun og breyting á starfsemi St. Jósepsspítala ættu að snúast um eftirfarandi: - um almenn heilbrigðismál. - um þjónustu við íbúa hér á stór Hafnarfjarðarsvæðinu - um atvinnumál - um að tryggja ábyrgan og hagkvæman rekstur - um að tryggja samráð og samstarf. Skoraði hann á ráðherra heil - brigðismála að færa þessa vinnu á upphafsreit og taka tilboði bæjarstjórnar um samtöl, sam - vinnu og samráð. Voru ræðumenn allir á einu máli um að taka ætti þessa ákvörð un til endurskoðunar og það má segja að mennta mála - ráðherra, flokksfélagi Guðlaugs, hafi sett í hlutalausa gírinn og taldi rétt að skoða málin betur og hlýtur mönnum að hafa brugðið við þessi hörðu viðbrögð svo breiðs hóps gegn áætlunum heilbrigðisráðherra að sundra starfseminni sem nú er á St. Jósefsspítala. Valkostir ráðherra Í lokaorðum sínum á fundi með starfsmönnum St. Jósefs - spítala Sólvangs sagði heil - brigðis ráðherra: „Það er ein - lægur vilji okkar, nákvæmlega að nýta þennan kraft sem hér er og þá samstöðu sem hér er og eins og ég nefndi og bara svo menn átti sig á því að fáum við ekki þessar leiðir þá mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar, það eru valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, ég stend frammi fyrir þessum einfalda valkosti að hækka þjónustu - gjöldin verulega – Ég get gert það!“ .. „Ég enn og aftur býð fram það að þið getið komið að því að nýta þau tækifæri sem framundan eru, það hef ég lagt fram í kynningu á þessu máli frá fyrsta degi. Við erum að setja af stað þessa hópa með fólki sem eru í forystu hjá ykkur til að geta náð fram þeim árangri sem við viljum og sannarlega nýta þann kraft sem býr í ykkur, það er mín einlæga von að við getum unnið vel saman að því.“ Blaðamaður Fjarðarpóstsins, sem laumaði sér á fundinn, getur upplýst að hann hefur aldrei fyrr upplifað þvílíka samstöðu og metnað fyrir faglegu starfi í samstarfi allra hjúkrunarstétta og meðal starfsmenna á St. Jósefs - spítala. Kom fram hjá starfsfólki að það væri tilbúið til samstarfs með ráðuneytinu um skoðun á því á hvern hátt mætti hagræða í rekstri spítalans. Starfsfólkið hafi gert það áður og geti gert það aftur. Fjölmennasti borgarafundur í Hafnarfirði Bæjarbúar púuðu á Guðlaug heilbrigðisráðherra L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virtust áhyggjufullir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.