Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 15. janúar 2009 Evrópufundir Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Taktu þátt í að móta framtíðina! í kvöld, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20 - Stutt og almenn söguleg yfirferð yfir þróun Evrópusambandsins. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur. - Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun fjalla um stöðu sveitarfélaganna og áhrif inngöngu Íslands í ESB á sveitarfélögin. Fimmtudaginn 22. janúar kl. 20 - Áhrif inngöngu Íslands í ESB á sjávarútveg - samningsmarkmið Íslands. Örvar Már Marteinsson, útgerðarmaður í Ólafsvík og miðstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fjallar um málið. - Áhrif inngöngu Íslands í ESB á landbúnaðargeirann - samningsmarkmið Íslands. Jón B. Lorange frá Bændasamtökunum fjallar um málið. Fundirnir eru haldnir í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Norðurbakka 1a og eru öllum opnir. Landsmálafélagið Fram, félag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. www.evropunefnd.is Nú er það komið fram sem ég óttaðist mest, það er ekki öllum gefið að virða niðurstöður lýð - ræðis legra kosninga. Stuðnings - menn stækkunar álvers ins í Straumsvík hafa lagt fram lista sem beiðni um nýjar kosn - ingar um stækkun ál - vers ins. Þetta er að mínu mati ekkert annað en virð ingarleysi við niður - stöðu fyrri kosningar. Sjálfur tók ég virkan þátt í því ferli sem varð til þess að kosið var um stækk un álversins. Var formaður samninga - nefndar bæjar ins við Alcan þar sem samið var um forsendur deili skipulagsins svo hægt væri að ná ,,sátt“ um niður - stöðu kosninganna sama hver hún yrði. Ég eins og aðrir Hafnfirðingar gerði og geri ráð fyrir að sætta mig við niður stöðu kosninganna. Fólk sem hefur skrifað undir list - ann núna verður að gera sér grein fyrir því að ef stækkunin hefði verið samþykkt hefði deili skipu lag - ið strax verið samþykkt af skipu - lags- og byggingarráði og bæjar - stjórn. Þá hefðu þeir sem voru á móti stækkuninni ekki haft neinn möguleika til að kjósa aftur. Bíðið nú aðeins við, er þá lýðræðislegt vald þeirra sem voru hlynntir stækk uninni meira heldur en hinna? Er bæjarstjórn ekki jafn bundin nú til að hlýta niðurstöðunni og þá? Á nú að notfæra sér það að hægt sé að fá mál í kosningu ef 25 % bæjarbúa vilja það? Það er góð regla til að tryggja aðkomu bæjarbúa að mál - um en meingallað að því leyti að ekkert er fjallað um hvað eigi að gera í þeim tilfellum þegar búið er að kjósa um ákveðin mál. En má fólk ekki skipta um skoðun? Jú vissu lega það er mikil - vægur réttur. En þá getum við kosið um þetta tiltekna mál til eilífðarnóns því hver segir að ef hugsanleg kosning færi ,,já" fólki í vil að „nei“ fólkið sætti sig við það. Það safnar þá bara undirskriftum og gerir það jafnvel á kosningadaginn sjálfan og heimtar svo nýja kosningu ef það tapar. Lýðræðið í þessu máli hlýtur að virka jafnt fyrir alla, það er ekki hægt að breyta reglunum í miðju hlaupi. Stækkun álversins er ekki á dagskrá. Það liggur ekki fyrir nein beiðni frá RioTinto-Alcan um stækkun. Um hvað á þá að kjósa? Ætlar bæjarstjórn sem skuldbatt sig til að hlýta niðurstöðu kosninganna að leggja fram sömu tillögu. Fyrir hönd hvers ? Ætlar RioTinto-Alcan að leggja fram sömu tillöguna? Það er búið að kjósa um tillöguna með skuldbindandi hætti. Vitinn er merki Hafnarfjarðar, látum hann loga að fullu frekar en að hálf kuln - uð birta hans lýsi aðeins upp mis - klíð. Sjaldan hafa Hafnfirðingar mátt vera jafn stoltir af sínu bæjarfélagi og þegar ákveðið var að kjósa um stækkun álversins. Já stoltir af því að þora að takast á með lýðræðis - legum hætti, fyrst bæjarfélaga, um stórt umhverfismál. Í mínum huga megum við líka vera jafn stolt af því að þora að ,,vinna“ og ,,tapa“. Verði það niðurstaðan að bera upp sömu eða svipaða tillögu aftur, í krafti undirskriftanna, þá verður lýðræðið dregið niður á lægra plan og stoltið hverfur. Það sem verra er að erfiðara verður að vinna þeirri hugmynd fylgi, sem ég styð eindreigið, að auka verulega þátt - töku almennings í ákvarðana tök - um. Við verðum að skilja takmörk lýðræðisins um að meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann og minnihlutinn þá ekki meirihlutann. Ef að kosningar hætta að hafa merk ingu og hinar og þessar valda - klíkur fá sitt fram sama hvað, þá fer fyrir okkur í Hafnarfirði eins og það fór fyrir okkar spillta Íslandi og ekki sér fyrir endan á. Erlendir og innlendir auðhringir hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að þeir eru ekki í góð gerða - starfsemi á Íslandi. Nú þegar góð - ærið er ekki lengur eru álver lögð niður í stórum stíl og fólk missir vinn una. Það er heimskulegt af okk ur Hafnfirðingum, við þær að - stæður sem nú ríkja, að fara að berjast innbyrðis og gefa auð - hringum innlendum sem erlendum tækifæri til að nota slæmt efna hags - ástand til að deila og drottna. Samningsstaða okkar er ekki upp á marga fiska eins og stendur. Við eigum að hugsa um að nota af - rakstur auðlinda okkar þ.m.t. orku - auðlinda til að gefa sem mestan arð innanlands. Auka ágóða hverrar orkueiningar sem við nýtum eins og hægt er með því að fullvinna vörur innanlands t.d. úr áli. Það samstarf sem ég hef átt við starfmenn álversins hef ég ekkert annað en gott um að segja og stjórn álversins og starfsmenn þess eiga heiður skilið fyrir margar umbætur í umhverfismálum undanfarin ár. Það breytir hins vegar engu um niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og engu um eðli starfseminnar og umfang, en um það verður ekki fjallað frekar hér. Í ljósi síðustu atburða í okkar þjóðfélagi væri ástæða til að fjalla ítarlega um hver áhrif stórfram - kvæmda hafa verið á verðbólgu þ.a.l. á verðtryggingu, á skuldir heim ila, á raforkuverð og á skuldir vegna virkjanaframkvæmda. Einn - ig er ástæða til að fjalla ítarlega um afstöðu stéttarfélaga til verð trygg - ingar og afskiptasemi verka lýð - hreyf ingarinnar af umdeildum verð bólgukvetjandi stórfram - kvæmd um, t.d. stuðning stjórnar ASÍ við Kárahnjúka. Stuðning sem félagsmenn hafa ekkert haft um að segja og án tillits til heildarafkomu félagsmanna. Nú er t.d. að koma í ljós að þessar framkvæmdir í góð - æri voru m.a. upphaf þeirrar vitleysu sem nú dynur yfir okkur. Þessi umræða verður því miður líka að bíða betri tíma en það má ekki horfa framhjá þessum þáttum í blindni eins og margir hafa gert. Ef Virðingarleysi við lýðræðið? Trausti Baldursson ekki verður tekið á stjórnarfarslegri og fjárhagslegri spillingu á næstur misserum, þ.m.t. nýtingu náttúru - auðlinda, mun íslenskt þjóðfélag skipt ast enn frekar í tvær fylkingar. En að lokum gleðilegt ár til okkar allra bæði jáara og neiara. Höfundur er varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnar fjarðar fyrir Sam - fylkinguna. Fram - kvæmdir stöðvaðar Framkvæmdaráð Hafnar - fjarðar bæjar samþykkti á fundi sínum á mánudag að opnun útboðs á leikskólanum Lilju - völlum verði frestað um óákveð inn tíma og að fram - kvæmdir við grunn- og leik - skólann Bjarkavöllum verði stöðvaðar. Á sama fundi var starfshópur boðaður til yfirferðar á tillög - um að grunn- og tónlistarskóla á Völlum en tilboð voru opnuð á þriðjudaginn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.