Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 7
sem þurfa á þjónustu spítalans að halda, eða hvernig bæta eigi upp þau verðmætu störf sem flytjast í burtu með niðurlagningu spítal - ans. Svo virðist sem megin til gangur breytinganna felist í því að þvinga núverandi starfsfólk til þátttöku í einkarekstri sem ákveð ið hefur verið að skuli verða staðsettur í Reykjanesbæ og fellur vel að hug myndum ráð herrans um einka væðingu í heilbrigðis kerf - inu. Slíkan gjörn ing getur Samfylkingin í Hafnar firði ekki stutt, enda í algjörri andstöðu við þær hugmyndir sem flokkurinn hefur lagt fram um gagnsæa og vandaða stjórn sýslu, þar sem almanna hags munir eru settir ofar þröngum eigin hagsmunum einstakra stjórn málaflokka eða fjármagns eigenda. Ungir jafnaðarmenn Ungir jafnaðarmenn í Hafnar - firði ítreka ályktun Sam fylk - ingar innar í Hafnarfirði vegna niðurlagningu St. Jóseps spítala í núverandi mynd og lýsa yfir þung um áhyggjum sínum ef hugmyndir eru upp um að einka - væða grunnþjónustu heil brigðis - kerfisins. Þá er bent á að land - lækn ir hafi upplýst að hann sjái ekki þann sparnað sem eigi að felast í aðgerðunum. Landsmálafélagið Fram (D) Félagið harmar og undrast þá ákvörðun um lokun St. Jósefs - spítala í nú verandi mynd. Í stað lokunar væri eðlilegt að gefa þeim sem standa að rekstri spítal ans í samráði við bæjar - yfirvöld í Hafnarfirði, tækifæri til að koma með tillögur um hvern ig ná megi markmiðum ráðuneytisins um sparnað. Í ljósi þess alvarlega ástands sem nú ríkir í Hafnarfirði bæði fjárhagslega og í atvinnumálum, þá er þetta á engan hátt bæjar - félaginu til framdráttar. Það er ábyrgðarhluti að umturna að - stæðum allra þeirra sem að stofn uninni standa á þessum óvissu tímum. Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði Fundur framsóknarfélaganna í Hafnarfirði mótmælir harðlega vinnubrögðum og ákvörðun heil brigðisráðherra, Guðlaugs Þór Þórðarsonar, gegn starfsemi jafn virtrar stofnunar og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Fund - urinn fer fram á að ákvörð unin verði endurskoðuð nú þeg ar. Laugardaginn 20. desember voru útskrifaður 53 nemendur út skrifaðir frá Flensborgar skól - anum, 51 stúdent og 3 nemendur af sérsviði fjölmiðlunar. 27 nemendur luku námi á þremur og hálfu ári. Bestum árangri í heild og nákvæmlega jafnar voru þær Hugrún Ösp Ingibjartsdóttir og Iðunn Arnardóttir stúdentar af náttúrufræðibraut sem báðar ljúka prófi á 7 önnum. Í ræðu Einars Birgis Stein - þórssonar, skólameistara kom m.a. fram að á síðasta sumri var mikil aðsókn að skólanum og eftir töflubreytingar í haust voru 900 nemendur við nám. Þurfti að vísa frá nokkrum hópi nemenda sem vildi dagskólanám s.l. haust. Skólabyggingin telst taka rétt rúm lega 800 nemendur í dag - skólanám. Flensborgarskólinn er 1000 manna vinnustaður þegar taldir eru nemendur og starfsfólk og því stærsti vinnustaðurinn í Hafnarfirði. Innra mat skólans er í föstum skoðum en á haustönn var mats - ferli skólans tekið út. Skólinn fékk fullt hús í þeirri úttekt eins og fyrir 5 árum og afar lofsamleg ummæli skoð unar manna. Í haust tóku gildi ný lög fyrir öll skólastigin upp að háskóla. Þessi nýju lög tákna breytingu fyrir framhaldsskólann, meira vald til skipulags námsins er fært heim í skólanna. Þungi innra starfs næstu misserin verður að vinna að þessum breyt ingum. Þetta er í senn krefj andi og spenn - andi verkefni að sögn skóla - meistara en mark mið skól ans verður á sama hátt og nú að geta þjónað breiðum hópi nem enda og skila nemendum vel und ir búnum undir frekara nám eða störf að loknu námi í skól anum. Við athöfnina var veittur styrk - ur úr Fræðslusjóði Jóns Þórar - inssonar, Lúðvík Geirsson bæj - ar stjóri, flutti ávarp 30 ára stú - denta og Hrefna Sigurðar dóttir flutti ávarp nýstúdents. Nýstú - dent ar færðu skólanum gjöf en tilkynntu einnig að þeir hefðu fært Fjölskylduhjálp Ís lands pen ingagjöf. Flensborgarskólinn stærsti vinnustaðurinn 53 nemendur voru útskrifaðir á haustönn - líklega þeirri fjölmennustu í sögu skólans Útskriftarnemendurinir ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. L j ó s m . : L á r u s K a r l I n g a s o n Einka- eða hópþjálfun Laust í þjálfun hjá mér kl. 8.15 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Einnig er eitt laust pláss í hópum kl. 17.30/18.30, 2x í viku og 9.15, 3x í viku. Tilvalið fyrir 2-3 saman. Allar upplýsingar í síma 899 9272 eða borghildur@xnet.is Borghildur Sverrisdóttir einkaþjálfari World Class, Hafnarfirði Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna nýsam - þykkta fjárhagsáæltun og segja hana ófullkomna og fulla af óvissuþáttum. Í bókun þeirra segir ma.: - Í útkomuspá fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir 6 milljarða króna söluhagnaði fyrir hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja en sú upphæð hefur ekki enn fengist greidd og mikil óvissa ríkir um lyktir málsins sem komið er fyrir dómstóla. - Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir 1 milljarði króna í vaxtatekjur af söluhagnaðinum. Hér er vís - vitandi villandi framsetning til að fegra reikninga bæjarins um 7 milljarða króna. - Frá árinu 2003, þegar Sam - fylkingin tók við stjórn bæjarins, hafa skuldir aukist um 22 milljarða króna eða tæplega þre - faldast. - Samkvæmt útkomuspá Hafn ar fjarðarbæjar fyrir árið 2008 hækkuðu skuldbindingar bæjarfélagsins um 50% milli ára eða um 13 milljarða króna, úr 21 í 34 milljarða. - Í stjórnartíð Samfylkingar - innar hafa tekjur bæjarfélagsins einungis dugað fyrir rekstri en framkvæmdir verið fjármagn - aðar einungis með lántöku. - Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 er ekki gert ráð fyrir nein - um niðurskurði í rekstri bæjarins þrátt fyrir lægri tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langan tíma lagt ríka áherslu á einföldun stjórnkerfis bæjarins, bæði til fjárhagslegrar hagræð - ingar og aukinnar skilvirkni. Fækka mætti sviðum bæjarins um amk eitt t.d. með sameiningu fræðslu- og fjölskyldusviða og skoða mætti sameiningu nefnda. Fastur í skuldafeni hefur bærinn enga burði til atvinnu - sköpunar einmitt á þeim tíma sem mest ríður á. Hafnarfjarðarbær stendur frammi fyrir mikilli tekju skerð - ingu en áætlun meirihlutans bygg ir á röngum forsendum hvað varðar spá um hækkun tekna um 2%, minni atvinnu þátt - töku um 3% og 6% atvinnuleysi á árinu 2009. Gera má fastlega ráð fyrir enn meiri tekju - skerðingu en áætlað er sem gerir það brýnt að setja enn frekari hagræðingarkröfu á rekstur Hafnarfjarðarbæjar. Það alvarlegasta í fjár hags - áætlun Samfylkingarinnar er hins vegar færsla söluhagnaðar og vaxta á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja til tekna í útkomuspá 2008. Þar sem algjör óvissa ríkir um niðurstöðu máls Hafnarfjarðar gegn Orkuveitu Reykjavíkur er færsla sölu - hagnaður einungis veik tilraun til að fegra útkomu ársins 2008 og áætlun 2009. Hið rétta er að útkomuspá 2008 fyrir A og B hluta bæjar - sjóðs er í raun neikvæð um rúman 6, 1 milljarð og á sama hátt er niðurstaða á fjár - hagsáætlun 2009 fyrir A og B hluta neikvæð um tæpar 800 milljónir króna. Þetta þýðir í reynd að gera verður aukna hag - ræðingarkröfu um amk. 800 milljónir króna á árinu 2009. Sjálfstæðismenn segja fjárhagsáætlun ófullkomna Söluhagnaður vegna sölu á HS tekinn með Óska eftir viðræðum Bæjarstjórn samþykkti sam - róma á fundi sínum sl. mið - viku dag að óska eftir við ræð - um við Heil brigðis ráðu neytið um framtíðarfyrir komu lag heil brigðismála í Hafnarfirði. Í viðræðunum verði lögð áhersla á þessi meginatriði: Framtíð heilsugæslunnar í bænum, einkum með það í huga að samþætta í enn ríkari mæli þjónustu heilsugæsl - unnar við aðra þjónustu í bæn - um. Að hægt verði að þróa fram - tíðarhlutverk Sólvangs í sam - ræmi við tillögur heilbrigðis - ráð herra frá 2006 um heild - ræna öldrunarþjónustu í Hafnar firði Í viðræðunum verði jafn - framt fjallað um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð hans. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur ríka áherslu á að allir þessir þættir séu hluti af sömu heildarmyndinni og því sé rétt að fjalla um þá í samhengi. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 15. janúar 2009

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.