Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009
Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is
Demparar
FRÁ TÓNLISTARSKÓLA
HAFNNARFJARÐAR
Innritun í Forskóla – Börn fædd 2002
Innritun í Forskóla Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
fer fram dagana 27.-30. apríl frá kl. 9-12 og 13-
17 á skrifstofu skólans eða í síma 555 2704.
Einnig er hægt að innrita í gegnum Íbúagáttina
á www.hafnarfjordur.is.
Einungis verða teknir inn 50 nemendur í
Forskólann að þessu sinni.
Skólastjóri
Fyrir nokkrum mánuðum
síðan ætlaði þáverandi heil -
brigðisráðherra að gerbreyta
allri starfsemi á St. Jósefs -
spítala í Hafnarfirði. Eftir
breytingarnar hefði stofnunin
varla verið nema svipur hjá
sjón. Bæjarbúar risu
upp gegn þessum
áform um – allir sem
einn. Eftir að ný rík is -
stjórn tók við völd um,
var horfið frá upp -
runalegum áform um,
þótt enn sé ekki ljóst
hver end anleg niður -
staða verður í mál efn -
um spítal ans.
Ákveðnir þættir í
starf semi spítalans gegna mik il -
vægu hlut verki í almennri heil -
brigð isþjónustu við bæjar búa í
Hafn arfirði. Þannig styðja þeir
við bakið á þeirri almennu
heilsu gæslu sem veitt er á heilsu -
gæslustöðvunum í bæn um.
Heilsugæslan til bæjarins
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
hefur marglýst þeirri skoðun
sinni að heilsugæslan sé mikil -
vægur þáttur í nærþjónustu við
bæjar búa, ásamt með mál -
efnum aldraðra og málefnum
fatlaðra. Bæjar stjórn in hefur
litið svo á, að þessi verk efni
eigi betur heima á forræði
bæjarins en ríkisins.
Það var skref í þver -
öfuga átt þegar
heilsu gæslu stöðv -
arnar í Hafnar firði
voru sam einað ar
heilsu gæslu höf uð -
borgar svæðis ins .
Þessu viljum við
breyta og höfum
ítrek að óskað eftir
viðræðum um að taka
heilsu gæsl una yfir. Ögmundur
Jónas son, núverandi heil -
brigðis ráð herra féllst á slíkar
viðræður, um leið og hann
tilkynnti að horfið hefði verið
frá áformum um stórfelldan
niðurskurð á starf semi St.
Jósefsspítala. Hann óskaði
jafn framt eftir því að bærinn til -
nefndi fulltrúa í slíkar viðræður.
Það var gert strax, en ekkert
hefur gerst, þótt liðnir séu
nokkrir mánuðir síðan. Ráð -
herrann hefur enn ekki boðað
fulltrúa bæjarsins til fundar.
Það er ekki síður áhyggju efni,
að á sama tíma og fulltrúar
bæjarins bíða eftir þessum
viðræðum, fréttist af stór -
felldum samdrætti í þjón ustu
heilsugæslunnar, vegna niður -
skurðar.
Það eru mikil von brigði að
heil brigð isráð herra skuli ekki
hafa séð ástæðu til að fylgja
eftir boð uðum áformum um
við ræður og samráð við bæjar -
yfirvöld. Það er orðið nokkuð
ljóst að þessar viðræður munu
ekki fara fram fyrir Alþingis -
kosningar. Það er jafn ljóst, að
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
munu knýja dyra hjá heil -
brigðisráðherra eftir kosning -
arnar, hver svo sem það verður.
Höfundur er formaður
fjölskylduráðs og bæjarráðs.
Hvað með heilsugæsluna, Ögmundur?
Guðmundur Rúnar
Árnason
Á morgun, sumardaginn
fyrsta kl. 15 mun Lúðvík Geirs -
son, bæjarstjóri, taka fyrstu
skóflustunguna að uppbyggingu
Garð- og listmiðstöðvar sem
mun rísa á Þorlákstúni á næstu
árum .
Samkvæmt deiliskipulagi
verð ur keyrð fylling í Þorlákstún
og því lyft upp fyrir Reykja -
nesbraut. Á neðra svæðinu
verða ræktunarhús, handverks -
hús og gróðurreitir en á efri
hluta svæðisins nær Lyngbarði
verð ur söluaðstaða og stjórn -
stöð. Göngustígar sem liggja um
svæðið munu halda sér og að -
gang ur um þá verður óhindr -
aður.
Fyrsti áfangi framkvæmdanna
er í anda þess að varðveita og
vernda, Marteinshús, timburhús
sem staðið hefur við Suðurgötu
41 frá fyrrihluta síðustu aldar
verður flutt á staðinn og nýtt
sem stjórnstöð plantað verður út
trjágróðri til skjóls og yndis -
auka.
Í Þorlákstúni verður rækta ð,
byggt og skapað eins mik ið og
mögu legt er úr ís lensku náttúru -
efni fyrir landsmenn alla og ekki
síður fyrir þá hundruðir þúsunda
ferðamanna sem hér fara hjá á
hverju ári. Ætlunin er að gera
svæð ið aðlaðandi og forvitnilegt
til þess að fanga athygli ferða -
langa og fá þá til að staldra við.
Steinþór Einarsson, skrúð -
garð yrkjumeistari hefur fengið
til liðs við sig Kára Eiríksson,
arki tekt til þess að hanna þau
mannvirki sem fyrirhugað er að
reisa og eru þeir m.a. með hug -
myndir að bjálkahúsi úr íslensk -
um skógarviði. Á það að vera
með lyngklæddu þaki. Hand -
verks mönnum og mynd höggv -
urum verður veittur að gangur að
svæðinu til þess að koma sköp -
unarverkum sínum á framfæri.
Að sögn Steinþórs verður byggt
upp með þolinmæði og hugar -
fari garðyrkjumannsins. Allt
tekur sinn tíma.
Garð- og listmiðstöð
á Þorlákstúni
Fjórði flokkur karla í hand -
bolta í Hauk um sigraði Gróttu á
sunnu daginn í æsi spennandi og
mikl um markaleik. Með sigr -
inum tryggði liðið sér Íslands -
meistara titilinn.
Í liðinu eru þeir Brynjólfur,
Egill, Adam, Alexander, Herg -
ils, Hallur, Arnar Ingi, Arnar
Sesar og markmennirnir Bjarki
og Gunnar Örvar.
Gunnar Örvar náði þeim
glæsta árangri að verða bæði
Íslandsmeistari í knattspyrnu
með 4. flokk karla og Íslands -
meistari í handbolta.
Kampakátir strákarnir eftir
leikinn á sunnudag.
Haukar Íslandsmeistarar í 4. flokki
Opnum á laugardaginn
að Reykjavíkurvegi 68
United Pets • Carnello • Happy Dog • Happy cat • Hurtta • Red Dingo • Greenfields
Hundar og kettir velkomnir
– takið eigendura gjarnan með. Opið kl. 11-16