Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 2
Okkar stúlka, Hafnfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, stóð sig frábærlega í undankeppni Eurovision og Hafnfirðingar og aðrir landsmenn hvort sem þeir þoldu Euro - vision eða ekki hljóta að hafa fyllst stolti að sjá og heyra þessa ungu stúlku syngja íslenska lagið hnökralaust. Með gleðibros á vör hóf hún sönginn og fallegasta lag kvöldsins hljómaði í salnum. Hvað svo sem líður gengi lagsins á laugardaginn skiptir ekki öllu, við getum verið stolt af okkar framlagi og Jóhönnu Guðrúnu. Við erum búin að fá nýja ríkisstjórn. Niðurröðun á ráðherra - stólana setur mig í þá stöðu að spyrja sig af hverju þurfti „fagmann“ í dómsmálaráðuneytið? Hvað með hin ráðuneytin? Hingað til hefur allt gerst á hraða snigilsins og ef raunhæf ráð til bjargar heimilunum og atvinnulífunu líta ekki dagsins ljós fljótlega verða menn að fara að nota aðferð Jóhönnu Guðrúnar, að brosa af gleði og horfa björtum augum á framtíðina. Gengi hlutabréfa og gjaldeyris sem og fasteignaverð eru öll háð huglægu mati, væntingum. Veltum fyrsta steininum og gefum okkur trú á að það sé í lagi að kaupa og selja fasteignir. Fjölmargir bíða, jafnvel með peninga í vasanum en þora ekki að nota þá vegna óvissunnar sem allt er að drepa. Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar í samstarfi við alla þingmenn að koma okkur út úr þessari óvissu og nú er ekki tími til að stunda kosningabaráttu. Nú er tími samstarf og aðgerða, bæði í orði og í verki. Þetta á líka við í sveitarstjórnum en nú er allt útlit fyrir að persónukjör verði í boði og því mikilvægt fyrir bæjarfulltrúa að vera jákvæðir. Enginn vill neikvæðni og svartsýni núna. Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. maí 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 17. maí Fjölskylduhátíð kl. 11 í umsjá sr. Kjartans Jónssonar og sr. Gunnþórs Þ. Ingasonar og leiðtoga skólans. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur. Grillveisla á kirkjutorgi og í Strandbergi Poppmessa kl. 20 fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Prestar sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Ingason. Hljómsveitin Gleðigjafar syngur og leikur. Eftir poppmessuna er tekið við skráningu fermingarbarna sem fermd verða vorið 2010. Krýsuvíkurkirkja Messa kl. 14 Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kirkjukaffi í Sveinshúsi á eftir. Sætaferð frá Hafnarfjarðarkirkju kl.13 TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Prjónakaffi Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju stend - ur fyrir „prjónakaffi“ í Vonar höfn, Hafnarfjarðarkirkju kl. 20-22 í kvöld fimmtudag. Mætið með handa - vinnuna eða bara komið og spjallið. Kaffi á könnunni. Allir eru velkomnir. Skyggnilýsing í Gúttó Þórhallur Guðmundsson, miðill verður með skyggnilýsingu í kvöld, fimmtudag kl. 20.30 í Gúttó við Suðurgötu á vegum Sálarrann sókn - arfélags Hafnarfjarðar. Miðasala við innganginn. Fjórir kórar á tónleikum Hljómur frá Akranesi, Vor boðar úr Mosfellsbæ, Eldey úr Reykja nesbæ og Gaflarakórinn úr Hafnarfirði syngja á tónleikum í Víðistaðakirkju á laugar - daginn kl. 16. Kórarnir syngja lög úr ýmsum áttum bæði íslensk og erlend og munu örugglega syngja vorið og sumarið í hjörtu þeirra sem koma að hlusta. Frítt er á tónleikana. Framhaldsprófstónleikar Á mánudaginn kl. 20 heldur Haukur Ísfeld Ragnarsson tónleika í Tón - listarskólanum - Hásölum en hann er að ljúka námi í píanóleik þar sem Sigurður Marteinsson hefur verið aðalkennari hans. Á miðvikudaginn kl. 20 heldur Andri Eyjólfsson tónleika í Tónlistar skól - anum - Hásölum en hann er að ljúka námi í gítarleik þar sem Þórarinn Sigurbergsson hefur verið aðal kenn - ari hans. Allir eru velkomnir á tón - leikana. Nýjar sýningar í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verða opnað - ar tvær sýningar í Hafnarborg, Vættir, verk eftir Jónínu Guðnadóttur og sýning Guðnýar Guðmundsdóttur. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja sunnudagurinn 17. maí Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 FJARÐARPÓSTURINN auglysingar@fjardarposturinn.is Auglýsingasími: 565 3066 Þessi unga dama kom færr - andi hendi með 1.221 kr. og gaf Rauða krossinum. Hún heitir Júlía Sól Káradóttir og fær bestu þakkir fyrir. Hélt tombólu Hverfahátíð á Völlunum 21.maí Ákveðið var að endurtaka hverfa hátíð á Völlunum sem heppnaðist með ágætum á liðnu ári. Með slíkum viðburði fá íbúar hverf isins tækifæri til að kynnast betur nágrönnunum og styrkja vonandi þá tilfinningu að hverfið er samfélag sem þarfn ast þess að allir standi saman. Björgvin Frans og Jói úr Stundinni okkar ætla að heilsa upp á mannskapinn sem og bæjarstjórinn Lúðvík Geirs - son. Pollapönk heldur uppi fjörinu, skátarnir mæta með glæsi legan klifurvegg og 8. bekk ur Hraunvallaskóla grillar pylsur og selur drykki á vægu verði svo eitthvað sé nefnt. Hreinsa umhverfið og skreyta húsin með litum Íbúar hverfisins eru hvattir til þess að hreinsa til og skreyta sjálfa sig og híbýli sín í tilefni dagsins í ákveðnum litum. Vellir sem byrja á A- B (t.d. Berjavellir) eru gulir. Vellir D- E eru rauðir. Vellir F eru grænir. Vellir G-K eru bláir. Best skreytta gatan hlýtur nafnbótina „Skemmtilegasta gatan 2009“.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.