Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Side 6

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. maí 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Demparar SÖLUTJÖLD Á 17. JÚNÍ Þeir aðilar sem áhuga hafa á að hafa sölutjöld á 17. júní geta sótt um söluleyfi til íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar, Mjósundi 10, netfang: ith@hafnarfjordur.is Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu bæði á dagskemmtun og kvöldskemmtun. Umsóknum ber að skila eigi síðar en 8. júní kl. 15.00 á Mjósund 10, en þá verður dregið um staðsetningu sölutjalda og er aðilum boðið að vera viðstaddir. Þjóðhátíðarnefnd Á meðan sumir gengu kröfu - göngu verkalýðsins kepptu vaskir eldri sundmenn sín á milli á Íslandsmóti garpa, sund - manna 25 ára og eldri. Keppt var í Kópavogslaug og stóðu hafnfirsku sundmennirnir sig best og hlutu Íslands meist - ara titilinn í kvenna- og karla - flokki og þá að sjálfsögðu saman lagt líka. Yfir 100 sundmenn kepptu og er það til marks um mikla grósku í garpasundinu en aldrei hafa jafnmargir keppt á Íslandsmóti garpa eins og nú. Alls voru 26 Íslandsmet slegin og 10 af þeim voru SH-inga: Konur 800 m skriðsund 55-59: Ingibjörg Svala Ólafsdóttir SH 16:11,62. 50 m flugsund 35- 39: Elín Sigurðardóttir SH 32,95. 200 m bringusund 45- 49: Birna Jóhanna Ólafsdóttir SH 3.23,53. Karlar 50 m skriðsund 40-44: Gunngeir Friðriksson SH 27,25. 800 m skriðsund 30-34: Heimir Örn Sveinsson SH 9:22,74. 50 m flugsund 40-44: Ingólfur Gauti Arnarson SH 30,34. 50 m flugsund 55-59: Guðjón Guðnason SH 33,87. 200 m skriðsund 30-34: Heim - ir Örn Sveinsson SH 2:05,68. 100 m skriðsund 40-44: Gunn - geir Friðriksson SH 1:01,53. 200 m fjórsund 40-44: Ingólf - ur Gauti Arnarson SH 2:40,80. 73 ára og bætir sig Elsti sundmaðurinnvar Óli G. H. Þórðarson í SH og stóð hann sig með mikilli prýði og bætti m.a. tíma sinn. Hann keppti í 9 greinum samtals og fékk gull í þeim öllum. Okkar garpar bestir í sundi SH Garpar sigruðu þrefalt á Íslandsmótinu Sannkölluð garpastunga. Hér stingur Guðjón Guðnason sér til sunds og setur Íslandsmet í 50 m flugsundi. Ekki eru veitt verðlaun fyrir gusuganginn ! Stelpurnar í SH urðu í fyrsta sinn Íslandsmeistarar garpa. Hér eru nokkrar þeirra á verðlaunapalli ásamt öðrum sundkonum. Nokkrir SH-inganna á verðlaunapalli, nokkuð heimavanir þar. Óli (73) sló mörgum mun yngri mönnum við. L jó s m y n d ir : G u ð n i G ís la s o n Með tilkomu nýju Ásvalla - laugar innar gefst á ný mögu - leiki á að stunda sundpóló hjá SH en síðast var keppt svo vitað sé á áttunda áratuginum. Sundpólólið SH æfir nú þrisvar í viku og er gott samstarf við Sundknattleiksfélag Reykja - vík ur en liðin leiddu saman hesta sína á sunnudaginn í Ásvalla laug. Eftir góða byrjun SKR sem leiddu í hálfleik tóku SH-ingar öll völd í lauginni og sigruðu með 15 mörkum gegn 11. Liðin keppa aftur 31. maí að loknu Stórmóti SH. SH keppir á ný í sund - póló eftir langt hlé Liðsmenn SH kampakátir eftir sigurinn. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sl. föstudag var opnað nýtt kaffihús að Strandgötu 29, í gamla Sjálfstæðishúsinu. Það eru hjónin Guðmundur Örn Guðmundsson og Linda Hrönn Eggertsdóttir sem eiga og reka hið nýja kaffihús en Linda er jafnframt veitingastjóri. Húsinu er haldið eins og það var og ættu margir að þekkja sig þar innandyra en nú er boð - ið upp á kaffi og gómsætar kök - ur og bakkelsi, súpu, brauð og salat. Segjast þau Linda Hrönn og Guðmundur mjög ánægð með við tökurnar og bjóða gesti velkomna. Opið er á Kaffi Hafn ar firði kl. 9-23 alla daga. Nýtt kaffihús í miðbænum Kaffi Hafnarfjörður fær góðar móttökur Linda Hrönn og Guðmundur Örn fyrir utan Kaffi Hafnarfjörð. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.