Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Qupperneq 7

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Qupperneq 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Undirritaður hefur fengist við rekstur eigin fyrirtækis í Hafnar - firði um árabil. Fyrirtækið hefur smá vaxið ár frá ári. Heildar - markmiðin hafa verið skýr, eiga fyrir innkaupum, borga alla reikninga á rétt um tíma og vera heiðarlegur, hvort sem er við viðskiptavini eða birgja. Þetta hefur gengið ágætlega og okkur lið - ið vel með að hafa get - að staðið við alla samn inga. Nú er svo kom ið fyrir öllum fyr - ir tækjum í landinu eftir efna hags - hrunið, að erfiðara er að stunda viðskiptin eins og áður, þar kemur til hægara sjóðsstreymi, þannig að fyrirtækin eiga mun hærra hluta útistandandi reikn inga. Undanfarið höfum við orðið þess áskynja að margir notfæra sér ástandið til að hægja á greiðsl - um og jafnvel sleppa við að borga. Dæmi eru um að aðilar með rekst - ur eiga nokkur skúffufélög og láta þau nú hvert af öðru á hausinn og sleppa þannig við að borga reikn - ingana, en halda áfram rekstrinum undir sama merki en í öðru félagi. Sveinn Hannesson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðn - að ar ins, var fremstur margra að vara við slíkum aðilum, löngu fyr - ir bankakreppuna. Á hann var lítið hlustað og sagt að aðil ar í rekstri gætu hæg lega og löglega skýlt sér á bak við önnur félög. Laga - umhverfið býður upp á svindlið. Dæmi er um að menn í prent - smiðju rekstri séu nú á fimmtu kenni tölunni og enginn gerir neitt. En hvað er hægt að gera, þegar bankar hjálpa slíkum aðilum á lappirnar hvað eftir annað, ein - göngu til að gæta sinna eigin hags muna? Gengur þetta öllu lengur? Getur ríkið núna verið fremst í flokki við að halda mönn - um við rekstur, sem gera út á svik og pretti, meðan aðrir í sam - keppninni eru stálheiðarlegir og fara að lögum, reglum og al - mennu siðferði? Opinberir aðilar bera þarna mikla ábyrgð, t.d. skatt yfirvöld og sýslu - menn, sem pissa upp í vindinn, þegar kemur að umræðu um þessi mál og segja bara að hlutafélagalög séu gölluð. Lífeyrissjóðir hafa framlengt skuld - irnar hjá þessum ónýtu fyrirtækjum til að „tryggja störf fólksins“ en auka bara enn við þær. Að lok - um fer svo að rekstrarfélagið verð ur gjaldþrota, en vélum og tækj um haldið í „hreinu“ félagi til að geta haldið svindlinu áfram. Eftir sitja birgjar og þjónustuaðilar með sárt ennið og vanefnda samn - inga um viðskipti. Við hinir sem rekum fyrirtækin vel, líðum fyrir skemmdarverk skussanna. Þetta er aðeins lítið dæmi um gjör spillt viðskiptaumhverfi á Íslandi. Stjórnmálamenn verða að breyta lögum um almenn við - skipti og koma í veg fyrir að hver sem er geti gert hvað sem hann vill. Rótin að efnhagsvanda íslensku þjóðarinnar er spilling í viðskiptum, hvert sem litið er. Til hvers að vera heiðarlegur, ef maður þarf þess ekki? Ástæðan fyrir skrifum þessum er, að Samfylkingin í Hafnarfirði var að gefa út blað í síðust viku, sem prentað er af kenni tölu - flökkurum sem nú eru á a.m.k. fimmtu kennitölunni. Þetta er ekkert annað en hluti af spill - ingunni sem viðgengist hefur hér á landi um árabil og er Sam fylk - ingin í Hafnarfirði þar greinilega eng inn eftirbátur. Höfundur er framkvæmdastjóri Stafrænu prentsmiðjunnar í Hafnarfirði. Opið bréf til Samfylkingarinnar í Hafnarfirði: Til hvers að vera heiðarlegur? Guðlaugur Sigurðsson Þann 1. janúar 2007 tóku gildi lög um fjármál stjórn - málasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra. Með þeim voru settar reglur um fjárframlög til stjór nmála sam - taka og sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að veita stjórnmálasamtökum, sem feng ið hafa a.m.k. einn mann kjör inn í sveitarstjórn eða hlot - ið a.m.k. 5% atkvæða í næst - liðn um sveitar stjórnar kosning - um, fjárframlög til starfsemi sinn ar. Ákvörðun um slík fram - lög tekur sveitarstjórn samhliða sam þykkt fjárhagsáætlunar. Fjár hæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Við afgreiðslu á fjár hags - áætlun fyrir árið 2007 var ekki gert ráð fyrir framlagi af hálfu Hafnarfjarðarbæjar enda tóku lögin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2007. Hugtakið framlög í skiln - ingi laganna er skilgreint með víðtækum hætti, sbr. 2. gr., og tekur til hvers kyns gæða sem metin verða til fjár allt frá bein - um fjárframlögum til af slátta, auglýsinga í blöðum o.sfrv. Ekki er kveðið á um í lög - ununum hversu háir styrk irnir skuli vera enda sé ákvörðunin tekin við afgreiðslu á fjár hags - áætlun. Hafnarfjarðarbær hefur dreg - ið þá ályktun í ljósi þess að á sama tíma var álögum um kostnað sveitarfélagsins við for seta- og alþingiskosningar aflétt, að eðlilegt sé að miða við svipaða upphæð. Mótframlag ríkisins til Hafnarfjarðarbæjar vegna kosninganna sl. vor var tæplega 8,5 millj. kr. og því hefur verið miðað við tvöfalda þá upphæð (forseta- og alþing - is kosningar) deilt á 4 ár. Samfylkingin fær 2½ milljón á ári Flokkarnir fá styrki eftir atkvæðamagni síðustu kosninga Það kostar að stjórna bænum. Frá afmælisfundi bæjarstjórnar. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Listi % atkvæða Upphæð 2.007 2.008 2.009 2.010 S-listi 56,4% 9.894.737 2.473.684 2.473.684 2.473.684 2.473.684 D-listi 28,1% 4.929.825 1.232.456 1.232.456 1.232.456 1.232.456 V-listi 12,4% 2.175.439 543.860 543.860 543.860 543.860 B-listi 3,1% 100,0% 17.000.000 4.250.000 4.250.000 4.250.000 4.250.000 Um 210 ánægðir veislugestir skemmtu sér vel á árlegri Villibráðarhátíð Kiwanis klúbbs - ins Hraunborgar sem er aðal fjáröflun klúbbsins. Hátíðin hófst með setningu forseta sem bauð Óskar Guð jónsson um - dæmisstjóra, ki wan isfélaga og gesti velkomna og sendi Jóhannesi Kristjáns syni skemmti krafti bestu óskir um góðan bata en hefur verið fastagestur á þessum hátíðim. Fyrir mat söng Flens borgar - kórinn nokkur lög undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg en síðan gæddu veislugestir sér á einu flottasta villibráðar - hlaðborði landsins sem mat - reiðslumeistarinn Francois L. Fons og hans lið göldruðu fram. Heiðursgestur var Guðni Ágústs son f.v. ráðherra og alþingismaður sem hélt ræðu og fór á kostum. Magnús Axelsson sá um málverka uppboð og dregið var í happ drætti Forseti klúbbsins, Gylfi Ingvarsson afhenti Elísabetu Val geirsdóttur for manni Mæðra - styrksnefndar Hafn ar fjarð ar styrk að upphæð 250.000 kr. Að lokum þakkaði forseti gestum fyrir að leggja góðum málum lið með framlögum sínum á skemmtuninni og sleit vel heppn aðri 23. Villi bráðar - hátíð Hraunborgar. Elísabet Valgeirsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar tekur við styrknum frá klúbbnum úr hendi Gylfa Ingvarssonar forseta. Kiwanis gaf kvartmilljón Vel heppnuð villibráðarhátíð Hraunborgar Hún er í fönk popp fíling segir María Magnúsdóttir, 25 ára Garðbæingur um plötu sína Not Your Housewife sem hefur fengið góða dóma. Hún ólst upp á Eystri Dysjum og horfði því yfir Hafnarfjörð en hún starfar nú m.a. við Tónlistar - skóla Hafnarfjarðar þar sem hún kennir tónfræði. María stjórnar Gospelkór Jóns Vídalín og er með sönghóp í félags - miðstöðinni Garðalundi auk þess að kena í Tónsölum í Kópavogi, einum af fáum rytmískum skólum á landinu. Hún spilar í nóvember á tvennum styrktartónleikum með hljómsveit sinni, Mama’s Bag og á fleiri tónleikum en stefnir á útgáfutónleika í janúar þegar um hægist. María gefur plötuna út sjálf. Hægt er að hlýða á nokkur lög á Myspace síðu hennar /mariamagnusdottir Not Your Housewife María Magnúsdóttir gefur út sína fyrstu plötu Gjaldþrotahrina sömu aðila sem halda áfram Það varð nokkur fjölmiðla - umræða þegar Íslandsprent varð gjaldþrota á síðasta ári en það hafði verið stofnað upp úr Prisma-Prentco sem hafði farið á hausinn en það var aftur byggt á rústum Prisma-Prentbæjar sem líka hafði orðið gjaldþrota. Upp úr Íslands prenti var svo fyrirtækið Prent heimar stofnað, sem reyndar hóf starfsemi sína á að nota í heimildarleysi nafn, síma núm er og netfang Íslands - prents. Prentheimar er með kenni - töluna 680408-0170 sem gefur til kynna að fyritækið hafi verið stofnað í apríl 2008. Það fyrir - tæki var svo tekið til gjaldþrota í júní. Sömu aðilar stofna svo nýtt fyrirtæki PH-prent á sama heimilisfangi og nota enn nafn - ið Prentheimar. Það er stofnað í mars í ár og hefur kennitöluna 650309-0650. Sömu aðilar koma meira og minna að öllum fyrirtækjunum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.