Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 8
8 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 14. janúar 2010 Meðvirkni, stærsta samfélagsmein 21. aldarinnar? 14. janúar kl. 20-22 Öll höfum við heyrt um hugtakið „meðvirkni“ og öll höfum við ákveðna mynd af því hvað það þýðir. En hvað er meðvirkni í raun og veru? Hverjir verða meðvirkir og hvaðan kemur þessi sjúkleiki? Þessum spurn ingum og mörgum öðr um verð ur svarað á þessu örnámskeiði. Meðvirkni er ástand sem tærir upp sál okkar. Hún hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrir tæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska. Hún er hamlandi og ómeðhöndluð hefur hún eyði leggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra. Meðvirkni er ástand sem skapast þegar einstaklingar búa við óviðunandi aðstæður í langan tíma. Konur eru konum bestar! 21. janúar kl. 20-22 Í upphafi árs er tilefni fyrir konur að minna sig á hversu mikill auður býr í þeim sjálfum og öðrum konum. „Konur eru konum bestar“ er samvera í Hafnarfjarðarkirkju fyrir konur á öllum aldri. Mömmur, ömmur, frænkur, systur og vinkonur eru hvattar til að koma og njóta samverunnar. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Við ætlum að hlægja hver með annarri, spjalla og kveikja á kertum fyrir framtíð okkar. Eina sem þarf að taka með sér er jákvætt viðhorf og bros á vör. Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði. Nauðsynlegt er að skrá sig í netfangið: gudbjorgj@simnet. is eða í síma kirkjunnar 555­1295 eða 555 4166. Leiðbeinandi er sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Hjóna og sambúðarnámskeið! 28. janúar, 4. febrúar og 11. febrúar kl. 20-22 Hin sívinsælu hjóna­ og sam­ búðarnámskeið hefja nú göngu sína á ný. Námskeiðin hafa verið haldin í Hafnarfjarðarkirkju allt frá árinu 1996 og yfir 6000 pör hafa tekið þátt í þeim. Námskeiðin hafa einnig verið haldin á 28 stöðum um land allt og í Noregi og Danmörku. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, verkefnavinnu og heimavinnu. Far­ ið er í gegnum helstu gildrur sam­ búðarinnar, velt upp hvað það er sem oft kemur í veg fyrir að sambúðin verði hamingjurík og kenndar leiðir til að bæta úr vandanum. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Nám skeiðin henta öllum aldri og öllum aðstæðum, enda vinna pörin sjálf á eigin forsendum. Boðið verður upp á kaffi og súkku ­ laði. Nauðsynlegt er að skrá sig í net­ fangið: thorhallur33@gmail.com eða í síma kirkjunnar 555 1295 eða 555 4166. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson. Fullkomnar fjöl skyld ­ ur, ekki til eða hvað! 18. febrúar kl. 20-22 Hávaðarifrildi og jákvæðar breytingar, tvær hliðar á sama teningi. Átök og ágreiningur eru partur af lífi hverrar fjölskylddu. Hér verður fjallað um alvarlegt efni á léttu nótunum. Talað verður um hvernig t.d. ákeðin prestshjón komast hjá því að garga úr sér lungun þegar mikið gengur á og hvernig þekking á því hvernig ágreiningur magnast getur hjálpað til við að skapa friðsælt fjöl­ skyldulíf. Lífið í leiðarljósi (Guid ing Light) verður notað til viðmiðunar til að minna á hversu litil dramatík er í raun í lífi íslensku fjölskyldunnar. Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði. Nauðsynlegt er að skrá sig í netfangið: gudbjorgj@simnet.is eða í síma kirkjunnar 555­1295 eða 555­ 4166. Leiðbeinandi er sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju 4. mars kl. 20-22 Markmið námskeiðsins er að benda fólki á leiðir til að styrkja sig andlega, líkamlega og félagslega í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu og að hjálpa fólki til þess að finna á ný og styrkja lífs gleðina. Hamingjunámskeiðið bygg ir á hjóna námskeiðum Hafnarfjarðar­ kirkju, en eru einstaklingsmiðuð og ætluð að mæta einstaklingnum í þeirri kreppu sem nú gengur yfir land og þjóð. Grunnur þess eru 10 leiðir til lífshamingju sem farið er í gegnum og hafa reynst mörgum vel um land allt. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heim­ isson. Öll námskeið Hafnarfjarðarkirkju eru haldin í safnaðarheimili Strandbergs. Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur símar: 555 4166, 891 7562 thorhallur33@gmail.com þriðjudaga-föstudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir símar: 555 1295, 861 7918 gudbjorgj@simnet.is mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. www.hafnarfjardarkirkja.is Safnaðarheimilið Strandberg: Ottó Jónsson staðarhaldari sími 555 1295, otto@hafnarfjardarkirkja.is Einar Örn Björgvinsson kirkjuþjónn sími 897 0647, einabj@hi.is Guðmundur Sigurðsson kantor sími 899 5253, gudmundur.sig@gmail.com Viðtalstímar presta Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju Námskeið á vorönn 2010 Landsmót Æskulýðssambands Þjóð kirkjunnar var haldið í Vest­ mannaeyjum í október s.l. Mættu þang að um 420 unglingar ásamt leiðtogum sínum hvaðan af landinu. Yfirskrift Landsmótsins var „Æskan telur ­ Tilkomi þitt ríki ...“ og var vers ið úr 1. Tímóteusarbréfi: „Lát engan líta smáum ungum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðum, í kærleika, í trú og hreinlífi.“ lagt til grundvallar. Mótið gekk mjög vel og voru unglingarnir til mikilla fyrirmyndar. Meðal þess sem var á dagskrá var fræðsla, leikir, helgihald og alls kyns hópastarf. Þar á meðal voru unglingarnir hvatt ir til að skrifa hvatningarbréf til ráðamanna. Meðal þeirra sem fengu bréf frá unglingunum voru fjármálaráðuneytið, forsætis ráðu­ neytið, landlæknir, Rauði krossinn, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Bréfin voru póstlögð til viðkomandi aðila en lesa má þau á vefsíðu ÆSKÞ, www. aeskth.is Frá Hafnarfjarðarkirkju fór hópur unglinga í 9. bekk og allt upp í 2. bekk í menntaskóla. Gekk ferðin mjög vel og voru unglingarnir okk ar til fyrir myndar. Eitt af atriðum móts­ ins var búningakeppni. Lögðu þeir mjög hart að sér að hanna og sauma flotta búninga og lentu í 1. sæti í keppninni. Má geta þess að þetta er annað árið í röð sem ungl ingarnir okkar vinna þessa keppni. Hér má sjá hópinn í búningunum. Landsmót ÆSKÞ

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.