Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 14. janúar 2010 Sl. sunnudag var Hans Óttar Lindberg kjörinn besti hand­ boltamaður Danmerkur. Hans Óttar, sem alla sína tíð hefur búið í Ølstykke í Danmörku, á hafnfirska foreldra, þau eru Tómas Erling Hansson Lindberg, þaklagningarmaður og Sigrún Sigurðardóttir fóstra. Bæði spiluðu þau handbolta með FH á sínum yngri árum. Fyrir þá sem hafa gaman að ættfræðinni þá er Sigrún dóttir Sigurðar Pálsson, glerslípara og síðast húsvarðar í Lækjarskóla og Guðrúnar Pálsdóttur. Tómas er sonur Hans P. Lindberg Andréssonar, skipa­ smíðameistara, sem átti Nökkva og Ala Lindberg Tómasdóttir en þau voru bæði frá Færeyjum en fluttu hingað 1941. Hans Óttar er fæddur 1981 og er elstur þriggja systkina. Hans hefur bæði spilað handbolta og fótbolta á sínum yngri árum en valdi síðan handboltann. Hann hefur síðustu ár spilað með Hamburg í Þýskalandi en þar á undan með Viborg á Jótlandi. Hans Óttar handbolta maður Danmerkur Hans Óttar, t.v. ásamt foreldr­ um sínum Sigrúnu og Tómasi. w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Rammíslenskt þorrablót að hætti Fjörugoðans með þjóðlegum söng víkinga og valkyrja yfir borðhaldi Kjötréttir Súrmatur Sjávarfang Meðlæti Eftiréttur Hangikjöt Lundabaggar Harðfiskur Uppstúf og kartöflur Skyr Svið Lifrarpylsa Hákarl Rauðrófur Sviðasulta Blóðmör tvær tegundir af síld Rófustappa Saltkjöt Hrútspungar Sýrt hvalkjöt Grænar baunir Svínasulta Bringukollar Reykt þorskhrogn Hverabrauð Sviðasulta Flatkökur og smjör Pottréttur Skoðið tilboðspakkana - Gisting og matur Sjá www.fjorukrain.is 1. Þorrapakki 2. Árshátíðarpakki 3. Sælkerapakki Sérstakur tilboðsmatseðill, þriggja rétta, á kr. 4.200. FÆREYSKIR DAGAR 5. til 8. mars Þorrahlaðborð kr. 5.400 á mann Hljómsveit Rúnars Þórs föstudag 22. og laugardag 23. janúar Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónsson föstudag 12. og laugardag 13. febrúar, föstudag 19. og laugardag 20. febrúar. Hljómsveitin Dans á rósum föstudag 29. janúar og Vestmannaeyjaþorrablót með sönghópi Átthagafélagsins laugardag 30. janúar og svo aftur föstudag 5. og laugardag 6. febrúar Ellý hættir Ellý Erlingsdóttir, annar bæjarfulltrúi Samfylkingar og forseti bæjarstjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Tilkynnti hún það flokksfélögum sínum sl. fimmtudag. „Sonur okkar, Kristján Gauti Emilsson, 16 ára, hefur gert þriggja ára samning við unglingaakademíu enska knattspyrnufélagsins Liverpool og hefur fjölskyldan ákveðið að styðja hann á þeirri vegferð“, segir Ellý í samtali við Fjarðarpóstinn. Snorri vill leiða Sjálf­ stæðis menn á Álfta nesi Snorri Finnlaugsson, fjár­ málastjóri hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisfélags Álftaness við bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjör félagsins er ráðgert 6. febrúar n.k. Snorri hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og rekstri og segist vera tilbúinn að leggja fram reynslu sína og þekkingu í þágu Álftnesinga í þeirri erfiðu stöðu sem sveitarfélagið er í og leggur áherslu á að ná samstöðu og sátt um þær ákvarðanir sem fyrir liggur að þurfi að taka um fram tíð Sveitarfélagsins Álfta­ ness. Snorri er nú fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf og er gift ur Sigríði Birgisdóttur. Góð þjónusta Guðmundur Hjörleifsson hafði samband og vildi hrósa einu af dekkjaverkstæði bæjar­ ins fyrir góða þjónustu og sann­ gjarnt verð. „Ég lét laga eitt dekk sem var viðgerð, um felg­ un, jafnvægisstilling og skipting á venjulegum fólksbíl. Fyrir þetta borgaði ég 2.571 kr. hjá Pitstop við Helluhraun. Ég hringdi að gamni mínu í N1 Reykja víkurvegi en samskonar viðgerð þar kostar 7.596 kr.“ Fjölmargir kvarta undan hundaskít Bæjarbúum virðist nú ofbjóða sóðaskapur af hundaskít á götum og gangstéttum bæjarins og eru hundaeigendur meðal þeirra sem kvarta. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt í mið­ bænum og hafa bréfberar kvart­ að undan hundaskít m.a. á Aust ur götunni. Hjón sem höfðu samband við Fjarðar póstinn ofbauð hunda­ skíturinn, sérstaklega á göngu­ stígnum meðfram sjónum, þar sem þau segja viðbjóðinn hvað mestan. Er skorað á hundaeigendur að hirða skít eftir hunda sína og koma í ruslatunnur. Borið hefur verið á að plastpokum með hundaskít hafi verið hent inn í runna og inn á lóðir og er slíkur verknaður óverjandi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.