Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010 Þann 19. desember síðast­ liðinn voru 72 nemendur braut­ skráð ir frá Iðnskólanum í Hafn­ ar firði. Það voru 21 af hár­ snyrti braut, þar af tveir sem jafnframt luku stúdentsprófi, 5 af húsasmíðabraut, 20 af pípu­ lagningabraut, 9 af rafvirkja­ braut, 1 af vélvirkjabraut, 11 af listnámsbratut, þar af tveir sem jafnframt luku stúdentsprófi, 3 af tækniteiknarabraut og 2 af útstillingabraut. Símon Róbert Diðriksson og Aníta Björk Sig­ urðardóttir fengu sérstaka við­ urkenningu fyrir góðan náms­ árangur. Núna eru stóru flokkarnir í Hafnarfirði búnir að ákveða próf kjörsdag vegna fram boðs­ lista fyrir kosningarnar í maí og allir frambjóðendur komnir fram. Þá er næsta skref að kynna þá og málefnin sem þeir berjast fyrir. Ég er núna að taka þátt í mínu fjórða prófkjöri og þeir sem hafa stutt mig áður vita nokkuð vel hvar ég stend. Fyrir hina er rétt að skýra hvað ég tel að verði brýn ustu mál næstu bæjarstjórnar. Erfiðir tímar Það er ljóst að skera þarf mikið niður í rekstri bæjarfélagsins ef möguleiki á að vera á ný fram­ kvæmdum og að lokum nið ur­ greiðslu skulda bæjar félags ins. Meirihluti Sam fylk ingar uggði ekki að sér síðustu átta ár og hefur margfaldað skuldir okkar. Það er búið og gert og þarf ekki að deila um frekar. Spurningin er sú hvernig náum við tökum á rekstrinum. Í fyrsta lagi er ljóst að Samfylkingunni mun ekki takast það, reynslan sýnir það. Eini kosturinn er öflugur Sjálf­ stæðisflokkur þar sem áhersl­ urnar verða skýrar og óum deil­ anlegar. Skera þarf niður í rekstri og þar eru skólarnir ekki undan­ þegnir þar sem þeir taka til sín ríflega helm­ ing af tekj um bæjarins, einnig þarf að stöðva allt bruðl og óþarfa fjár festingar sem Sam­ fylkingin hef ur haft mikið dálæti á, dæmi er endurbygging Bunga­ lowsins fyrir tæp ar 100 milljónir á núvirði. Hvað ber að gera Atvinnulífið er undir staða tekjuöflunar bæjar félagsins, ÍSAL er stærsta fyrir tæki bæjarins ásamt Actavis. Það voru reginmistök núverandi meiri hluta að hjálpa ekki þessu mikil væga og góða fyrirtæki að hrinda stækkunaráformum sín­ um í framkvæmd í byrjun kjör­ tímabilsins. Ég mun gera allt sem ég get til að styðja þau áform og tryggja þar með hundr­ uð verðmætra starfa. Varðandi ann an atvinnurekstur þá er svig­ rúm til lækkunar gjalda ekki mik ið en þó má huga að lækkun vatns gjalds og jafnvel tíma­ bundinni lækkun fasteignagjalda á meðan þyngst er í rekstri fyrir­ tækjanna. Meginatriðið er að verja núverandi rekstur í bænum og þegar frá líður má huga að því að laða ný fyrirtæki til bæjarins með aðlaðandi rektsrarumhverfi. Næsta kjörtímabil Það verða erfiðir tímar næstu árin, en með hugkvæmni, áræði og djörfung er hægt að ná mikl­ um árangri. Ég er stoltur af að tilh eyra þeim glæsilega hópi sem býður fram krafta sína fyrir Sjálf­ stæðisflokkinn í Hafnarfirði, þar er gott úrval. Ég býð fram reynslu mína og krafta og óska eft ir stuðningi í eitt af efstu sæt­ unum. Höfundur er varabæjar full- trúi. Um hvað verður kosið? Skarphéðinn Orri Björnsson Meðganga er náttúrulegt ferli og oftast mjög ánægjuleg, þótt sumar konur upplifi ógleði, þreytu, bjúg eða verki. Heilbrigðisþjónusta á með­ göngu er framúrskarandi á Ís ­ landi og heil brigðis­ stétt irnar sem sinna henni leita leiða til að bæta líðan móður og barns á grundvelli bestu þekkingar og við urkenndra aðferða. Sjúkraþjálfun á með göngu er oftast beint gegn verkjum og óþæg indum í stoð­ kerfi. Meðferð sjúkraþjálfara hefst alltaf á faglegri skoðun og mati og byggir í framhaldinu á flest­ um þeim úrræðum sem almenn sjúkraþjálfun býr yfir. Ráðgjöf um líkamsbeitingu getur oft bætt líðan til muna, enda afar mikilvægt bæði fyrir sál og líkama að konan læri sjálf að þekkja orsakir verkja og aðferðir til að vinna gegn þeim. Hreyfing og líkamsþjálfun eru alltaf grundvallarþættir í sjúkraþjálfun, en þungi og verkir á meðgöngu geta takmarkað mögu­ leika kvenna á að stunda hvort tveggja. Sjúkraþjálfun í vatni auðveldar konum að hreyfa sig án hindrana af völdum verkja. Vatn ið, sérstaklega í djúpri laug, styður við líka mann, dregur úr álagi á liði og veitir þrýsting sem dregur úr bjúgmyndun. Svalt vatn hvetur æðasamdrátt og dregur úr einkennum æða­ hnúta og þyngdarleysið í vatni minnkar verki hvort sem er í hvíld eða við hreyfingu. Þjálfun í djúpu vatni (án þess að botna) virkjar stöðugleikavöðva lí kam­ ans sem er styrkjandi fyrir bak­ og kviðvöðva. Vatnsþjálfun hefur reynst ómetanleg við sjúkraþjálfun vegna stoðkerfiskvilla á með­ göngu, en hún er líka holl, góð og skemmtileg fyrir allar barns­ hafandi konur. Áhættuþættir varðandi vatns­ þjálfun á meðgöngu undir eftir­ liti sjúkraþjálfara eru fáir, enda fylgist sjúkraþjálfari með heilsu fari þátttakenda og lagar þjálf unina að hverri og einni. Íslenskar sundlaugar geta að vísu talist fullheitar fyrir líkams­ þjálfun á meðgöngu og ber að gæta að álagi í samræmi við það og fara sér hægt í heitara vatni. Frekari fróðleik um vatnsþjálfun á meðgöngu má finna á www. asmegin.net Höfundur er sjúkraþjálfari. Létt og frísk á meðgöngunni Sjúkraþjálfun í vatni Guðlaug Kristjánsdóttir Ekki átta ég mig alveg á hver tilgangur greinar þeirra Gísla Björgvinssonar og Jóns Gauta Jónssonar í Fjarðarpóstinum 7. jan ú ar sl. er. Um niðurgreiðslur Hafn arfjarðbæjar til tómstunda­ og íþró tta iðkunar. Því miður þá gefa tölur um fjölda iðk enda ekki alveg rétta mynd af niður greiðsl unum. Fimleikafélagið Björk var sérstaklega dreg ið út í þessari grein þeirra, og mátti jafn vel skilja á þann veg að félagið hafi snupr að bæja­ rfélagið á und an förnum ár um. Það er því ekki hjá því kom ist að gera smá athugasemd. Fimleika félagið Björk fékk greitt frá Hafn ar fjarðabæ rétt um 4 millj.kr. vegna haustannar 2008 og rétt um 3,5 millj.kr. vegna haust annar 2009 vegna þessara niður greiðslna. Eða 12,5% sam­ dráttur á milli ára en ekki 34% eins og fram kom í grein þeirra Gísla og Jóns Gauta. Það var tekin ákvörðun seint í september sl. að nú skildi beiðni um niðurgreiðslu koma beint frá foreldr um í gegnum íbúagátt Hafnarfjarðar. Þá höfðu þegar nokkrir foreldrar greitt sín gjöld, og á reikningum okkar kemur greinilega fram niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðabæ. Þó nokkrir foreldrar áttuðu sig ekki á að þeir þurftu samt sem áður að fara inná íbúagáttina og sækja um niðurgreiðslu. Núna um áramótin eru um 800 þ. kr. útistandandi hjá foreldrum eða Hafnar fjarðar­ bæ, reikningar sem foreldrar hafa greitt, en vantar niður­ greiðslu þar sem foreldrum iðk­ enda láðist að sækja um á íbúagáttinni. Í raun er því frekar aukning á niður­ greiðslum hjá Björk heldur en minnk un, þegar upp er staðið. Má búast við því að sú verði raunin þegar allir bæjarbúar verða búnir að tileinka sér að sækja um niður greiðsl urnar sér staklega. Loks er rétt að geta þess að ákveðið var að fella niður 10% um sjónargjald til íþrótta félagana í tengslum við þessar nið ur greiðslur. Það var gert til að draga saman í útgjöldum í þess um málaflokki. Það þurfa allir að draga saman og ekki hægt að gera miklar athugasemdir við það. Á árinu 2008 var þetta gjald um 850 þús. kr. til Fim leika félagsins Björk um 500 þús.kr. á árinu 2009 og verður 0 kr. Á ár inu 2010. Þessa upphæð átti m.a. að nýta til eflingar á barna­ og unglingastarfi hjá félögunum. Þetta hefur nú verið skorið af. Þeir Gísli og Jón Gauti fulltrúar í barna­ og unglingaráði knatt spyrnudeildar FH, hefðu nú mátt vekja athygli á þessu því það mun væntanlega koma niður á þeirra starfi sem og annarra íþrótta félaga hér í bæ. Höfundur er formaður fimleikafélagsins Björk. Niðurgreiðslur Athugasem við grein Ingvar Kristinsson Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Hemlar 72 brautskráðir frá Iðnskólanum í Hafnarfirði Útskriftarhópurinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.