Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 14. janúar 2010 Nýlega opnaði vinnustofa iðju þjálfunar Hrafnistu í Hafn­ ar firði vefsíðu, þar sem hægt er að skoða og kaupa fram leiðslu­ vörur heimilisfólksins og þeirra sem sækja þjónustu hjá Hrafn­ istu í Hafnarfirði. Vöru sala heimilisfólksins hefur til þessa farið fram á sérstökum sölu­ basar, sem haldnir eru á sjó­ mannadaginn ár hvert og um jólin, en nú hefur verið skapaður vettvangur fyrir stöðuga sölu allan ársins hring. Guðrún Hallgrímsdóttir, iðju­ þjálfi og Dagbjört Jakobsdóttir verkstjóri, sem sér um daglegan rekstur vinnustofunnar á Hrafn­ istu, segja að viðbrögðin við opnun netverslunarinnar hafi verið vonum framar sem sjáist vel, meðal annars í gestabók heimasíðunnar. Iðjuþjálfun Hrafnistu í Hafn­ ar firði hefur yfirumsjón með vinnustofu fyrir heimilisfólk, þar sem framleiddar eru vörur af ýmsu tagi. Á fimmta tug manna sinna þar fjölbreyttum hugðarefnum í viku hverri. Er þar því oft þröng á þingi, en alltaf gaman. Boðið er uppá framleiðslu á prjónavörum, nytjavörum úr tré og leir, gerð listmuna úr gleri, bangsagerð, málun á striga og steina ásamt ýmsu öðru. Viðhalda þátttöku og sköpunargáfu Guðrún segir að markmiðið með opnun sölusíðunnar sé af tvennum toga. „Markmið með iðjuþjálfuninni og starfsemi vinnustofunnar er að viðhalda þátttöku í iðju og sköpunargáfu þeirra sem hér koma. Mikil­ vægur þáttur í þeirri viðleitni er að skapa tækifæri til fjöl breyttr­ ar iðju og gegnir framleiðsla og sala á vörum af ýmsu tagi þar mikilvægu hlutverki. Opnun netverslunarinnar er góð leið til að stuðla að áframhaldandi starfi og sköpun á vinnustofunni. Slóðin heimasíðunnar er http:// handverksheimilid.123.is/. Opið alla daga Guðrún tekur fram að þótt sala sé hafin á netinu sé vinnu stofan við Hraunvang 7 opin alla virka daga milli kl. 9 og 15 nema á Handbolti úrslit: Konur: FH ­ HK: 24­22 Valur ­ Haukar: 31­27 Víkingur ­ FH: 16­31 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Njarðvík: (miðv.d.) Valur ­ Haukar: 51­71 Næstu leikir: Handbolti 16. jan kl. 15, Framhús Fram ­ Haukar (úrvalsdeild kvenna) 16. jan. kl. 16. Valsheimili Valur ­ FH (úrvalsdeild kvenna) 20. jan. kl. 18.30, Kaplakriki FH - KA/Þór (bikarkeppni kvenna) 20. jan. kl. 19.30, Mýrin Stjarnan ­ Haukar (bikarkeppni kvenna) Körfubolti 20. jan. kl. 19.15, Keflavík Keflavík ­ Haukar (úrvalsdeild kvenna) 15. jan. 20, Valsheimili Valur ­ Haukar (1. deild karla) Íþróttir Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Vilhelm Hafþórsson er handhafi Sjómannabikarsins árið 2010 sem veittur var að afloknu Nýárssundmóti Íþrótta­ sambands fatlaðra í innilauginni í Laugardal á sunnudag. Tæplega 90 krakkar á aldrinum 17 ára og yngri tóku þátt í mótinu en þau komu frá níu aðildarfélögum ÍF. Fjölmörg glæsileg tilþrif sá ust á mótinu. Afrek mótsins vann Akureyringurinn Vilhelm Hafþórsson í 50 m skriðsundi sem hann synti á 28,80 sek. Vilhelm hlaut 657 stig fyrir sundið og var því stigahæsti sundmaður mótsins og hlaut af því tilefni Sjómannabikarinn sem nú var afhentur í 27. sinn. Kolbrún Stefánsdóttir frá Íþróttafélaginu Firði hafnaði í 2. sæti með 542 stig fyrir 50 m bringusund sem hún synti á 45,14 sek. Guðmundur Hermannsson, ÍFR, varð í 3. sæti með 443 stig er hann synti á 32,08 sek. 50 m skriðsundi. Nýárssund ÍF tókst vel Kolbrún Stefánsdóttir úr Firði varð í 2. sæti F.v. á verðlaunapallinum: Kolbrún, Vilhelm og Guðmundur. Bergur Ingi Pétursson sleggju kastari var á nýársdag kjörinn íþróttamaður FH fyrir árið 2009. Bergur Ingi hlýtur þá sæmd fyrir góðan árangur í sleggjukasti en hann kastaði sleggjunni lengst 73,00 m. Bergur Ingi er stigahæsti frjáls­ íþróttamaður Íslands og var val­ inn Frjálsíþróttamaður Íslands 2009. Bergur Ingi íþróttamaður FH Lj ós m .: A JL Hrafnista í Hafnarfirði opnar netverslun Framleiðsluvörur heimilisfólks til sölu Safnaðarstarf Hafnar fjarðar­ kirkju er að færast í eðlilegt horf á ný eftir jólahátíðina. Í gær hófust gregorskar morgun­ messur aftur, en þær eru sungn­ ar hvern miðvikudagsmorgun kl. 8.15 og boðið er upp á morgunverð á eftir. Vaxandi hópur hefur sótt sér andlega nær ingu í þessar messur á liðnu hausti að sögn sr. Þórhalls Heim issonar sóknarprests en hann segir megin áherslu mess­ unnar vera á bænina, helgi­ sönginn og altarissamfélagið. Fyrsta námskeið í Full orðins­ fræðslu Hafnarfjarðarkirkju á vor önn verður í kvöld kl. 20­22 og ber heitið „Meðvirkni, stærsta samfélagsmein 21. aldarinnar“. Öll höfum við heyrt um hug­ takið meðvirkni og öll höfum við ákveðna mynd af því hvað það þýðir. En hvað er meðvirkni í raun og veru? Hverjir verða meðvirkir og hvaðan kemur þessi sjúkleiki? Þessum spurn­ ingum og mörgum öðrum verð ur svarað á þessu örnámskeiði. „Meðvirkni er ástand sem tærir upp sál okkar. Hún hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrir tæki okkar og frama; heilsu og and­ legan þroska. Hún er haml andi og ómeðhöndluð hefur hún eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra. Meðvirkni er ástand sem skapast þegar ein staklingar búa við óviðunandi aðstæður í langan tíma.“ Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kjartan Pálmason, guð fræð ingur og ráðgjafi Lausnarinnar. Að gangur er ókeypis og öllum opinn. Morgunmessur og meðvirkni Demparar Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is fimmtu dögum, en þá er opið kl. 10­15, en lokað í hádeginu. w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Verslum í Hafnarfirði! . . o g b y g g j u m u p p e i g i n b æ !

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.