Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 14.01.2010, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 14. janúar 2010 Þegar framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði rann út sl. sunnudag höfðu 22 tilkynnt framboð sitt. Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér, Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Gunnar Svavarsson. Þeir sem gefa kost á sér eru: Árni Hjörleifsson (62) raf­ virki og f.v. bæjarfulltrúi, Árni Björn Ómarsson (44) verk­ efnisstjóri, Edda Guð rún S. Guð finnsdóttir (45) kenn ari, Elín Soffía Harðardóttir (51) mat reiðslumeistari og há skóla­ nemi, Eyjólfur Þór Sæ munds­ son (59) verk fræð ing ur og varabæjarfulltrúi, Geir Guð­ brandsson (18) háskóla nemi, Gísli Ósvaldur Valdi marsson (48) verkfræðingur og bæj ar­ fulltrúi, Guðfinna Guð munds­ dóttir (50) mat reiðslu meistari og bæjarfulltrúi, Guð jón Sveins son (46) for stöðu maður, Guðmundur Rúnar Árnason (49) bæjarfulltrúi og stjórn­ málafræðingur, Guðný Ste fáns­ dóttir (46) þroskaþjálfi MA, Gunnar Axel Axelsson (34) viðskiptafræðingur, Hallur Guð mundsson (39) kerfis ráð­ gjafi og tónlistarmaður, Helena Mjöll Jóhannsdóttir (49) með­ ferðarfulltrúi og varabæjar full­ trúi, Hörður Þorsteinsson (48) viðskiptafræðingur, Jón Grét ar Þórsson (27) æsku lýðs starfs­ maður, Kristín G. Gunn björns­ dóttir (57) hárg reiðslu meistari, Lúðvík Geirsson (50) bæjar­ stjóri, Margrét Gauja Magn­ úsdóttir (33) kennari og bæjar­ fulltrúi, Ragnheiður Ólafs dóttir (47) kennari og íþróttafræðingur, Sigríður Björk Jónsdóttir (37) bygg ingar listfræðingur og Stein unn Dögg Steinsen (30) efna verk fræð ingur. Athygli vekur að sitjandi bæjarfulltrúar sækjast eftir ákveðnum sætum, Guðmundur Rúnar í 1. sæti, Margrét Gauja í 2. sæti, Gísli Ósvaldur í 3. sæti, Guðfinna í 4. sæti og Lúðvík Geirsson í það 6. sem hann nefn ir baráttusætið en flokk­ urinn er með 7 bæjarfulltrúa. Fjórir stefna í efsta eða eitt af efstu sætunum, fyrir utan Guð­ mund Rúnar, Árni Björn og Hörður í 1.­4. og Árni Hjör­ leifsson og Eyjólfur Þór í 1.­5. Forseti bæjarstjórnar, Ellý Erlingsdóttir gefur ekki kost á sér. Niðurstöður prófkjörs taka mið af reglum um kynjahlutföll og er niðurstaða bindandi nái frambjóðandi 50% gildra at ­ kvæða í viðkomandi sæti að teknu tilliti til kynjahlutfalls. 22 taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar Forseti bæjarstjórnar ekki í framboði Stundum er fullyrt að í sveit ar­ stjórnum skipti pólitík engu máli – allir stjórn málaflokkar hafi í reynd sömu stefnu og aðferðirnar séu þær sömu. Kannski hefur litið svo út árið 2007, þegar sveitar stjórnarmenn kepptust sumir við að reisa sér minnis varða með skött um góðærisins og ódýru lánsfé. Hvergi var gefið eftir í út gjöldum til hinna ótölu lega þjóð þrifa­ mála, meðan ráðdeild og sparnaði var vikið til hliðar. En árið 2007 rann sitt skeið á enda og nú skerpast póli­ tískar línur aftur. Fyrirhyggju þarf í fjármálum Einna skýrastar verða línurnar í fjármálum og umsvifum hins opinbera. Ljóst er að bæjaryfir­ völd í Hafnarfirði fóru offari í fjárfestingum og skuldasöfnun á undanförnum árum, í stað þess að stilla opinberum umsvifum í hóf og greiða niður skuldir með­ an mesta þenslan gekk yfir. Fyrir vikið var bæjarfélagið illa búið undir efnahagssamdráttinn og fjárhagsstaða bæjarins er núna óþægilega þröng, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hollt er að rifja upp umræður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í desember árið 2007 þegar ráð sjálfstæðismanna um að selja hlut bæjarins í Hita­ veitu Suðurnesja og ráðstafa and virð inu til þess að greiða skuld ir Hafnarfjarðar voru að engu höfð. Breytinga er þörf Hafnarfjarðarbæ hef­ ur núna verið stjórn að af sama flokknum í átta ár og eins og ekkert hafi breyst býr hann sig undir að gera þau að tólf. En valdþreytunnar er farið að gæta. Og tími er kominn til að taka til eftir sam­ kvæmið. Sjálfstæðis flokk ur­ inn í Hafnarfirði býður nú fram öfl ugan hóp fólks sem er tilbúið að takast á við vandasöm verk­ efni og rétta stöðu bæjarfélagsins við í samvinnu við íbúa og at vinnulíf bæjarins. Þar stefni ég að 2. sæti á framboðslistanum og kynni mig nánar á vefsíðunni www.kristinnandersen.is. Þegar við göngum til verks með Hafn­ firðingum munum við sjá að okkur á eftir að farnast betur – og sú stefna sem við leggjum til grundvallar skiptir raunverulega máli. Höfundur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Nýjar línur – ný tækifæri Kristinn Andersen Hámarkslengd aðsendra greina Ath. Aðsendar greinar sem eru lengri en 300 orð verða ekki birtar nema sérstalega hafi verið um það samið. Greinar eru birtar eftir því sem pláss leyfir. Viltu láta eitthvað Ungmennastarf Hafna arðardeildar Rauða kross Íslands er vettvangur fyrir ungt fólk sem vill vinna að mannúðar- og mannréttindamálum í bland við að skemmta sér saman. 10-12 ára miðvikudaga 16:30-18:00 13-16 ára ­mmtudaga 17:30-19:00 16 ára og eldri ­mmtudaga 19:00-21:00 raudikrossinn.is/hafnar„ordur hafnar„ordur@redcross.is sími: 565 12222 Strandgötu 24 gott af þér leiða? Ferðalög - vettvangsferðir - „ára‘anir Á ‘ótta - Vegabréf URKÍ-H Ath. Ókeypis! Félagsfundur Samfylking í Hafnarfirði Mánudaginn 18. janúar kl. 20 í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði • Árni Hjörleifsson • Árni Björn Ómarsson • Edda G. Guðfinnsdóttir • Elín Soffía Harðardóttir • Eyjólfur Þór Sæmundsson • Geir Guðbrandsson • Gísli Ó Valdimarsson • Guðfinna Guðmundsdóttir • Guðjón Sveinsson • Guðmundur Rúnar Árnason • Guðný Stefánsdóttir • Gunnar Axel Axelsson • Hallur Guðmundsson • Helena Mjöll Jóhannsdóttir • Hörður Þorsteinsson • Jón Grétar Þórsson • Kristín Gunnbjörnsdóttir • Lúðvík Geirsson • Margrét Gauja Magnúsdóttir • Ragnheiður Ólafsdóttir • Sigríður Björk Jónsdóttir • Steinunn Dögg Steinssen Allir velkomnir Vinstri grænir í Hafnarfirði ákváðu á félagsfundi sínum sl. mánudag að stilla upp fram­ boðslista fyrir komandi sveitar­ stjórnarkosningar. Var tillagan samþykkt einróma. Mun upp­ stillinganefnd sem kosin var á fundinum gera tillögu að sex efstu fram bjóðendum listans og verður hún borin undir félags­ fund sem áætlaður er 1. febrúar nk. Formaður uppstillinga­ nefndar innar er Árni Stefán Jónsson. VG á nú einn bæjar­ fulltrúa. Vinstri grænir stilla upp lista

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.