Prentneminn - 01.11.1982, Page 6
Prentlistin
breytir heiminum
i i
Urdráttur úr ritgerð eftir Olaf I. Jónsson
Mannkynið hafði að öllum líkindum ekki lifað lengi á
þessari jörð áður en þvi var ekki nóg að benda og gefa frá
sér hljóð. Mennimir vildu hafa sýnileg tákn hugsanna sinna.
Hellaristur og málverk sem hafa fundist hafa verið tímasett
frá steinöld eða frá þeim tíma sem maðurinn hóf að byggja
upp samfélag. Myndimar em aðallega af veiðidýmm og
mönnum í veiðihug. Einnig hafa fundist tákn sem talin em
leiðbeiningar af einhverju tagi. Annars er talið að flestar
þessar myndir séu eitthvað viðkomandi guðsdýrkun og/eða
galdri.
Fyrir u.þ.b. 5000 ámm fóru menn að festa tákn í
varanlegt efni, eða á leirtöflur sem þeir þöktu með rúnaletri,
þar sem varðveittur var fróðleikur fyrir komandi kynslóðir.
Þessar fyrstu „bækur“ vom síðan hertar i eldi. Bókrollur
komu næst fram, þar sem skrifað var á stranga er gerðir
vom úr „pappir“ þ.e. efni sem unnið var úr papimsjurtinni
og nefnt hefur verið papírus, og er orðið pappir þaðan
komið. Áðumefndar bókrollur vom notaðar fram að falli
rómaveldis.
I bók sinni „Bækur og bókamenn“ (Almenna
bókafélagið 1971, bls. 12) segir Jóhann Gunnar Ólafsson,
„Fróðir menn segja að orðið bók sé þannig komið fram að í
fymdinni rituðu menn eða öllu heldur skám menn bókrúnir
á beykifjalir dregnar vaxi eða beint i tréð. í fomu engil-
saxnesku máli hét beykið boc og hefur sú mynd haldist á
bókarheitinu sem er hið sama í öllum germönskum málum,
aðeins með litlum útlitsmun. I fomri íslensku var beykið
nefnt bók.“ Af rollunum tóku svo við handritin eða „bækur
til að fletta“. Allan þennan tíma vom bækur handskrifaðar
og var sérstök stétt manna sem annaðist það verk. Talið er
að i Parísarborg einni hafi starfað um 25000 skrifarar i
kringum 1450. En það er einmitt á þesum tima sem fram
kemur i borginni Mains i Þýskalandi, uppfinning sem olli
slíkri byltingu i heiminum að fá eða engin dæmi em um
slikt, nema ef vera kynni tölvubylting síðustu ára.
Johann Gutenberg
Maður að nafni Jóhann Gutenberg (1400—1468) er
ábyrgur fyrir þessum ósköpum. Gutenberg var gullsmiður
að mennt og er talið að hann hafi eytt nánast allri starfsævi
sinni i að gera það að veruleika að hægt væri að þrykkja
bækur án þeirra erfiðleika sem fólgnir vom í þeirri aðferð
sem fyrir var, en hún var þannig að heilar bóksíður vom
skomar í tréfjöl, eins og áður er greint frá. Þessi aðferð hafði
þann ókost að ekki var hægt að leiðrétta villur og önnur
mistök sem urðu í skurði letursins nema þá að skera alveg
nýja fjöl.
Aðferð Gutenbergs var fólgin í því að hann útbjó
einstaka bókstafi sem hann síðan gerði af steypumót og
útbjó þannig lausaletrið. Stöfunum var siðan raðað saman í
orð og setningar. Þessi aðferð gerði mönnum kleift að
leiðrétta textann með þvi að fella út eða bæta inn stöfum
eftir þörfum. Fyrir hans tíma var gerð bóka háð skrifumm
6
PRENTNEMINN