Prentneminn - 01.11.1982, Blaðsíða 7
nær eingöngu en eitthvað voru bækur þó prentaðar með
trétöfluaðferðinni, einkum þá í austurlöndum fjær svo sem
Kina og Japan. En frá Kina er þessi aðferð talin upprunin.
Gutenberg tók gamla vínpressu og breytti henni þannig
að hægt var að prenta i henni, og var með henni ásamt
lausaletrinu lagður grunnur að þvi að hægt var að prenta
svo mörg eintök sem menn listi og þar með grunnur að
fjöldaframleiðslu. Þetta varð til þess að iosa hlekkina af
bókinni i orðsins fyllstu merkingu, því að fram að þeim tíma
höfðu bækur verið hlekkjaðar við hillur klaustur-
bókasafnanna, til að vemda þær fyrir þjófum. Upp úr þessu
varð bókin almenningseign. Þegar þetta er að gerast er
endurreisnartíminn i blóma sinum suður á ítaliu og flýtti
bókaflóðið mjög þeirri þróun sem endurreisnin hafði i
heiminum. Auðveldara var að útbreiða ýmsan fróðleik sem
stefnunni fylgdi. Miðstéttir Evrópu komust til mennta, en
menntun hafði fram að þeim tíma verið forréttindi há-
stéttanna.
Sú stofnun sem á þessum tima hafði nánast verið
einráð i bókaútgáfu, kirkjan, glataði um tima þessu
frumkvæði á fyrstu öld prentlistarinnar, hún var ekki lengur
eina stofnunin sem hafði bolmagn til að gefa út bækur.
Þetta hafði það í för með sér að rit fóru að koma út sem
höfðu að geyma annan fróðleik en eingöngu trúarlegs
eðlis. Þrátt fyrir vöxt og útbreiðslu prentlistarinnar naut
,Jaðir“ hennar, Gutenberg, ekki ávaxta uppfinningar
sinnar, því að hann varð gjaldþrota skömmu áður en hann
lauk við að prenta bibliu sem hann hafði ráðist í að gefa út,
og dó örsnauður og öllum gleymdur. f dag er biblian hans
talin fegurst þeirra bóka sem prentaðar hafa verið í
heiminum fram á okkar dag. Gutenberg mun hafa ráðið til
sín aðstoðarmenn sem lærðu hina nýju tækni, þekktastur
þeirra er Peter Söffer, sem tók við prentsmiðjunni eftir
gjaldþrotið og lauk hann prentun biblíunnar. Söffer getur
þvi talist einn sá fyrsti sem nam prentverk.
Upphaf setjaravélarinnar
Tímabilið 1450—1500 er kallað ,4ncunabula“ eða
vögguprent timabilið, en á þessari hálfu öld breiddist
prentverkið út með gifurlegum hraða um alla Evrópu.
S.H. Steinberg segir í bók sinni „500 years of printing"
(Penguin 1974, bls. 42) „Ef litið er til þeirrar staðreyndar að
notkun lausaletursins er þýsk uppfinning er ekki undarlegt
að það voru þeir sem yfirleitt voru fyrstir til að setja upp
prentsmiðjur i löndum Evrópu“. Hann segir ennfremur:
„Uppfinning Gutenbergs er ýkjulaust stærsta tillegg
Þjóðveija eitt sér til menningarlifs heimsins“.
Ekki verður sagt að ferðalög þýskra til útbreiðslu
prentlistarinnar hafi stafað af menningaráhuga þeirra, þvert
á móti fóru þeir þangað sem von var um vinnu og peningar
voru fyrir. Sé skoðað kort af stöðum sem hafa prentsmiðjur
annarsvegar og hinsvegar kort af helstu verslunarstöðum
áifunnar kemur i ljós að furðu mikil fylgni er þama á milli.
Athyglisvert er að enginn háskólabær i álfunni hefur
prentsmiðju að einum undanskildum, Wittenberg i
Þýskalandi (500 years of Printing, bls. 45).
Mjög stór hluti prentara á þessum tíma var með litið
prentverk og voru kallaðir farandprentarar. Þeir gátu flutt
allt sitt hafurtask með sér milli borga, bæja og landa og
komið sér þar fyrir sem helst var peningavon.
Til fslands kemur prentverkið fyrst i kringum árið 1530
að því er talið er. Ártalið er ekki að fullu staðfest en
Klemens Jónsson segir í „400 ára sögu prentlistarinnar", að
Jón Arason hafi fengið hingað til lands sænskan prest sem
kunni listina og sé það talið i kringum fyrmefnt ártal. Fyrsta
bókin sem kemur út á fslandi er ársett 1534 og er það
bænakver “Brevarium Holense“, en af þessari bók er talið
að eitt blað sé varðveitt í sænska ríkisbókasafninu i
Stokkhólmi. Annars hefur ekkert af þessum bókum frá
þessum tima varðveist. Má þar sjálfsagt um kenna
siðaskiptunum, þvi að vitað er að siðaskiptamenn gengu
hart fram í að eyða öllum pápískum ritum.
Prentsmiðjan var fyrst að Hólum i Hjaltadal, en
hraktist síðan vítt um landið og var m.a. að Núpufelli,
Breiðabólstað, i Skálholt, Hrappsey, Leirárgörðum og
þaðan fór hún í Viðey þar sem hún var til 1844 er hún var
flutt til Reykjavíkur.
Verknámsskólinn
í bréfum sem stiluð em til Iðnskólans í Reykjavik og
öll em rituð i maí 1973, er lögð áhersla á að skólinn gangist
fyrir því að setja upp 9 mánaða verknámsskóla, sem geti
tekið við af þvi kerfi sem þá var eitt í gangi þ.e.
meistarakerfinu. Bréf þessi em frá Félagi íslenska
prentiðnaðarins, Grafíska sveinafélaginu og Hinu íslenska
prentarafélagi. í bréfi H.I.P. segir „Á undafömum ámm
hafa orðið miklar breytingar á vinnubrögðum i prentiðnaði
og hafa skipulagsleg mörk milli iðngreina smátt og smátt
orðið ógreinileg og oft valdið ágreiningi milli
sveinafélaganna. Við í Hinu islenska prentarafélagi emm
þeirrar skoðunar að gmndvallarfræðsla allra bókagerðar-
félaganna ætti að vera undir einni stjóm i einum skóla og
skipuleggjast i heild“.
Fulltrúar Sveinafélaganna ásamt fulltrúa Iðnskólans og
Iðnfræðsluráðs höfðu þá þegar lagt fram tillögur um
sameiginlega forskóla í prentiðnaði.
f bréfi Grafiska sveinafélagsins kveður við sama tón.
Þeir láta i ljós þakklæti til Iðnskólans vegna fmmkvæðis i
þessu máli.
Félag íslenska prentiðnaðarins segir í bréfi dags. 23.
maí 1973. „Fræðslunefndimar hafa, i samráði við Iðn-
fræðsluráð og Iðnskólann gert tillögu um að allir nemar í
prentiðngreinum fái sömu kennslu í forskóla fyrir iðnnema
en að forskóla þessum loknum verði skipting milli hinna
ýmsu greina prentiðnaðarins.“
PRENTNEMINN
7