Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 8

Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 8
Með þessum bréfum sýnir vinnumarkaðurinn mikinn áhuga á að koma á fót sérstökum skóla fyrir allar greinar prentiðnaðarins. Forsögunnar að stofnuninni er að leita i lögum um iðnfræðslu frá 1966. En í stuttu máli tekst að setja af stað þennan forskóla haustið 1977 mest fyrir atbeina Óla Vestmanns Einarssonar deildarsrtjóra og Sveins Sigurðssonar þáverandi aðstoðar- skólastjóra Iðnskólans í Reykjavik. Þá voru námsgögn nánast engin til sem var vegna þess að námsskrá var ekki heldur til nema fyrir fyrstu önnina. Kostaði þetta ómælda erfiðleika fyrir kennara þetta fyrsta ár. Endanleg útkoma úr samkomulagi fræðslunefndanna og skólans varð sú að fyrstu fjóra mánuðina var nemendum skipt í hópa sem voru jafn margir og námsstöðvamar. Námsstöðvamar vom fimm þ.e. bókband, prentun, offset- ljósmyndun, skeyting, plötugerð og setning. Nemar vom látnir hafa viðdvöl á hverri námsstöð sem samsvaraði einni viku og siðan fluttir á næstu. Þessi hringur var farinn tvisvar á þessum fjómm mánuðum. Á hringferðunum áttu nemar að kynnast greinunum þannig að þeir gætu að þeim loknum tekið ákvörðun um hvaða grein þeir ætluðu að velja sér til lokanáms. Nú var skipt i þrjár námsbrautir þar sem bókband og prentun vom endalegt val og svo braut sem kallaðist „Undirbúningsdeild fyrir prentun“. Þama vom keyrðar saman greinamar setning, offsetljósmyndun og skeyting og plötugerð. Veldu nemar þessa braut þurftu þeir ekki að velja fasta grein strax, heldur gátu þeir kynnst þessum þrem greinum nánar í aðra fjóra mánuði. Annar veturinn hefst með nánari skiptingu þ.e. offsetljósmyndarar greinast frá en setjarar og skeytingar- menn halda áfram saman fram á áramót. Eftir áramót skiptast hópamir svo upp og er þá verklegt sémám og þessir siðustu fjórir mánuðir em siðan alfarið verklegir þar sem nemendur em 40 kennslustundir í viku í verklegu. Að skólanámi loknu fara nemendur i 18 mánaða starfsþjálfun á vinnustað hver í sinni grein. Þegar ár er liðið af starfsþjálfun koma nemar í viku upprifjunamámskeið þar sem kannað er hvort þjálfun nema á vinnustað sé full — nægjandi. Sé henni áfátt verður skólinn að gera athugsemdir við meistara. Sveinspróf em siðan haldin i febrúar og mars. Nú vaknar sú spuming hvort þetta kerfi sé hið eina rétta þ.e. skapar þetta bestu fagmennina fyrir vinnu- markaðinn? Ef við lítum á það fólk sem skrifast hefur úr skólanum gegnum þetta kerfi virðist reynslan misjöfn. Nemendur hafa þótt afbragðs góðir og fljótir að tileinka sér Iðnskólabúðin Iðnskólanum v/ Skó’ 8 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.