Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 13

Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 13
og til baka i vinnu á hverjum degi. Var þessi MultUith vél fyrsta offsetvélin hér á landi? Já ég held að það hafi verið 1942 eða 1943 að það kemur helmingi stærri vél, þ.e.a.s. hún tók helmingi stærri format. Hvernig var með plötugerðina og þess háttar? Þetta var allt gert á staðnum, plötur, filmur og fleira. Hvernigplötur voru þið með? Það voru zinkplötur sem við settum ljósnæma efnið á sjálfir. Keyptum við efnin i apotekum, bæði framkallara og ljósnæma efnið. Þið gátuð notað þœr aftur og aftur, var það ekki? Það var nú ekki fyrr en siðar sem hægt var að endumota plötur. Þá vorum við með einhvemskonar strokk, sem ég kann nú ekki að nefna, til að endumýja plötur. Það var gert með fínum sandi og glerkúlum til að búa til grain eða kom á þær. Þær plötur sem við þekkjum nú í dag og eru tilbúnar til notkunar, eru að mínu áliti stærsta og í rauninni eina byltingin sem hægt er að nefna því nafni í faginu. Hvernig dugðu zinkplöturnar með tilliti til upplags og annars? Það var i raun afskaplega misjaft. Það var svoleiðis að maður var alltaf með lifið í lúkunum, dugar hún dugar hún ekki. Það var í rauninni meira og minna stress allan tímann, ef ekki bara mest út af því hvort plata heppnaðist í plötugerð og svo hvort hún dygði. Að vísu voru og eru upplögin i þessu landi það litil að það er í mjög fáum tilfellum sem plötur slitnuðu vegna þess hve upplögin voru stór. Hvernig var mað vatn og hreinsiefni ýmiskonar? Það var sérstök formúla með multilith vélunum. Það kom sem maður kallaði platex, það var sviðpað og fosfór sýra og keepex var það sem við köllum gum. Það var ekkert annað en Gum Aracbicum leyst upp i vatni og með rotvamarefni. Svo var það Repellex, það var rakavatnið, skylt orðinu repellant sem þýðuir hrinda frá. Hverjar voru nœslu vélar á eftir multilithvélunum? Eg var nú reyndar ekki þá í Lithoprent, en ég held að svo hafi komið stór Rolandvél, eða hvort það var Planetuvél A — Þýsk, sem strákamir í Litbrá keyptu, hvort hún var eiginlega fyrsta stóra offsetvélin eða hvort það vom einhverjar aðrar, ég man nú það ekki alveg fyrir víst. En það gekk ákaflega seint með vélar, t.d. vom ljósmyndavélar alla tíð mjög frumstæðar. Þær vom með kolbogaljósum. Ég man eftir því að í striðinu vantaði eitt sinn kol i ljósin en vom ófáanleg þangað til við fréttum af þvi að kvikmyndahúsin vom með svipuð ljós og gátum við fengið ko! hjá þeim. Við þökkum Ólafi fyrir skemmtilegt viðtal og óskum honum góðs gengis og vonum að þið lesendur hafi haft gagn og ánægju af þessum pistli. Helgi Jón Jónsson. Frumkvöðlar offsetprentunar á Islandi, talið frá vinstri: Olav Hansen, Gunnar Gissurarson (sendill), Þorgrimur Einarsson, Anna Þorgrímsdóttir, Einar Þorgrímsson (forstjóri), Jón Sveinbjörnsson, Þórir Hallgrimsson, Gunnar Pétursson, Jónas Benediktsson, Kristinn Sigurjónsson. PRENTNEMINN 13

x

Prentneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.