Prentneminn - 01.11.1982, Page 18

Prentneminn - 01.11.1982, Page 18
Hans Pétur Jónsson: Nýjungar f rá KOD AK EASTMAN KODAK og dótturfyrirtæki þess hafa um langt árabil verið leiðandi á sínu sviði. Vísinda- mönnum fyrirtækisins hefur hvað eftir annað tekist að koma með nýjungar og endurbætur á ljósmynd- avörum sem hafa verið stefnumarkandi fyrir iðnað- inn. Árið 1982 var sannkallað nýjungaár hjá Kodak. Þeir kynntu byltingarkenndar nýjungar á ýmsum sviðum. DISK-TÆKNIN ER SANNKÖLLUÐ BYLTING. Disk-filman ásamt filmuhylkinu er aðeins 7mm breið, en samt er filman sjálf þykkari og stifari en hefðbundnar rúllufilmur. Á hverri disk-filmu eru 15 myndrammar, 8 x 10,5 mm að stærð. Þetta er mun minni rammi en á vasavélafilmu. Smæð myndrammans og litil fyrirferð filmu- hylkisins er ástæðan fyrir nettleika disk-myndavélarinnar sem þó er búin fullkomnustu tækni. Normallinsa fyrir þessa stærð myndramma hefur margfalt meiri dýpt sjónsviðs en normallinsa fyrir stærri myndramma. Engin skerpustilling er þvi nauðsynleg, þvi segja má að allt sem er 1,2 m eða lengra frá vélinni sé i fókus. Disk-filman er tvöfalt ljósnæmari en 100 ASA filman sem algengust er og býður því meiri lokarahraða og færri hreyfðar myndir. Við litið ljós kemur ljósnæmnin til góða og mun færri myndir verða undirlýstar. Disk-myndavélin er búin hágæða linsu, sjálfvirkri filmu- færslu, sérlega orkurikri rafhlöðu og al-sjálfvirkri ljós- mælingu og leifturljósi. Disk-tæknin er ekki keppinautur vandaðra myndavéla með stærri myndramma. Disk-ramminn er það litill að meiri stækkun en 13 x 18 cm er ekki fýsileg. Finustu atriði myndefnisins aðgreinast ekki á filmunni og verða þvi ekki stækkuð útúr myndinni. En vegna hagstæðs verðs og tæknilegs fullkomleika auk lítillar fyrirferðar og auðveldrar notkunar, verður disk-myndavélin tækifærismyndavél niunda áratugsins. EKTAFLEX - LITMYND í EINUM ÁFANGA. EKTAFLEX heitir önnur byltingarkennd nýjung frá Kodak. Er þetta ný aðferð til stækkunar á litmyndum eftir pósitivum og negativum filmum. Aðeins einn vökva þarf til. Hitastig framköllunar er herbergishiti. Ekkert vatn eða rafmagn þarf við framköllunina. Ektaflex Printmaker-tækið er framköllunarbakki úr niðsterku plasti.A honum er lok sem einnig er pappirsbakki. Við annan enda tækisins er rauf milli loks og neðri bakka. Filmubrautin sem er eins konar hilla liggur skáhalt að þessari rauf. I hinum enda tækisins eru tveir valsar spenntir saman með fjöðrum. Eini vökvinn er til þarf, Ektaflex- activator, kemur tilbúinn á flöskum og er hellt í neðri bakka tækisins. Ektaflex-pappír sem ekki er ljósnæmur er settur í efri bakkann við herbergisijós. Lýsing á Ektaflex-filmuna fer fram í myrkri. Til þess er notaður litstækkari. Ektaflex-filman fæst bæði pósitiv og negativ og er þvi hægt að stækka bæði negativa og slides filmu. Lýst Ektaflex-filma er siðan sett í filmubrautina. Henni er stýrt ofan í vökvabakkann og höfð þar i 20 sek; að þeim tima liðnum er filmunni og pappímum stýrt að völsum tækisins sem gripa hvortveggja og skila samlímdu útúr tækinu. Þessi samloka er ljósheld, og má þvi kveikja ljós að nýju. Samlokan þarf 5 — 15 min. áður en hægt er að skilja að filmu og pappír og fer það eftir herbergishita. Pappírinn er svo til þurr og myndin fullkláruð. Tvær stærðir af filmum eru fáanlegar, 13 x 18 cm og 20 x 25 cm. Pappírinn má nota með hvort sem er negatívri eða pósitívri filmu og kemur hann í sömu stærðum og filman en tveimur áferðum, glansandi og mattur.Með tækinu fylgir leiðarvísir og litaprufuspjald með leiðbeiningum fyrir lýsinguna. Litur myndanna er sérlega skýr og endingarbetri en áður hefur þekkst. Segja má að þessi nýja tækni opni áhugamönnum leiðina að litframköllun. Nú nýverið kynnti Kodak enn eina nýjungina, 1000 ASA litfilmu, sem kemur væntanlega á markaðinn á næsta ári. í henni eru notuð ný litakom sem hafa aukna mótstöðu án þess að vera stærri. Gæti hér verið um að ræða nýja filmu fyrir öll tækifæri. Af þessu má sjá að fróðlegt verður að fylgjast með þróun hjá Kodak fyrirtækinu í framtiðinni jafnt sem hingað til. 18 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.