Prentneminn - 01.11.1982, Side 24

Prentneminn - 01.11.1982, Side 24
Prentneminn ræðir við AAGE HAUGARD sölumann hjá 3M 3M framleiða um 52000 vörutegundir Hvenær hóf 3M staifsemi sína Hún hófst árið 1904 í Ameriku á fram- leiðslu sandpappirs og hefur 3M því mikla reynslu i að húða ýmsum efnum á þunnan pappír, sem þróast í fram- leiðslu prentplatna, filma, segulbanda, limbanda o.þ.h. 3M urðu fyrstir til að framleiða offset prentplötur tilbúnar til notkunar 1949, svokallaða R plötu, og er hún viða enn notuð. Eru aðalverksmiðjur 3M ennþá i Ameríku? Verksmiðjumar hafa dreifst viða og sérhæft sig í framleiðslu sinni; t.d. em prentplötur framleiddar í Englandi, filmur og kemisk efni framleidd á ítalíu og „prufufilmur" (proofing system) í U.S.A. Filmur hafa 3M fram- leitt siðan 1960, fyrst í U.S.A. en síðan nær eingöngu á ítalíu. Hvað framleiða 3M margar vöru- tegundir? 3M framleiðir margar vömtegundir og em margar hverjar alls óskildar prent- iðninni; t.d. var hitabúnaðurinn í Appollo 11 og geimfarabúningur Neil Armstrong framleiddur hjá 3M. AIls munu 3M framleiða um 52.000 vöm- tegundir og em um 42 deildir í fyrir- tækinu. Það hefur tvisvar eða þrisvar komið fyrir mig að ég hef mætt manni i dyrum fyrirtækis og verið spurður að þvi eftir á hvort ég hafi ekki kannast við hann. Þar var þá á ferðinni sölu- maður frá 3M að selja vöm er heyrir ekki undir mina deild. Hve margir starfa hjá 3M? Hjá 3M vinna um 120.000 manns. Svo við víkjum að filmunum. Hverjar eru athyglisverðustu nýjungar á þeim vettvangi? Það er af mörgu að taka því að 3M er alltaf að vinna að endurbótum og nýj - ungum, en nefna mætti 3M dagsljóss (Daylight) filmu fyrir kóperingu sem er mikið notuð í Evrópu. Dagsljóss filman hefur þann kost, að nota má hana í gulu ljósi og þarf hún samskonar lýsingu og dagsljóss pappir. Okkur hefur enn fremur tekist að þróa „rapid access“ (hraðvinnslukerfi) upp í það að verða sambærilegt að gæðum og Lith (harðar) filmur. Það kerfi hefur þann Hér rœða þeir Helgi og Leó við A age Haugard. 24 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.