Prentneminn - 01.11.1982, Síða 26
Viðtal við Sigurð Skúlason magister.
„IÐNSKÓLINN HEFUR
ÁVALLT VERIÐ MÉR
MJÖG KÆR“
Merkismann eins og Sigurð Skúlason ætti að
vera óþarfí að kynna fyrir lesendum Prent-
nemans því að þeir eru ófáir bókagerðarmenn-
irnir sem hann hefur kennt um ævina. Þegar
„Prentneminn“ bað Sigurð um viðtal, tók
hann því fremur dauflega í fyrstu og sagði:„Þið
munuð ekki hafa annað upp úr því en rabb um
hversdagslegar staðreyndir. Benti Sigurður
síðan á ýmsa menn, sem betur væru til viðtals
fallnir, en féllst þó á það að lokum, eftir miklar
fortölur blaðamanns, að sitja fyrir svörum.
„Hvar ertu fœddur, Sigurður, og hverra manna ertu?“
„Mér þykir vænt um að þú skulir byrja þetta samtal með
þeirri spumingu hverra manna ég sé. íslendingar hafa
löngum haft gífurlegan áhuga á ættfræði enda ekki furða
þar sem segja má að allir landsmenn séu skyldir. Nú virðist
spuming af þessu tagi vera orðin hálfgert feimnismál hér í
blöðunum!“
„Ég er fæddur í Skálholti í Biskupstungum á einhverjum
merkasta sögustað þessa lands og er þakklátur forsjóninni
fyrir þá ráðstöfun. Þar ólst ég upp og átti þar heima til 24ra
ára aldurs. Faðir minn var héraðslæknir í Grímsneshéraði
með aðsetri í Skálholti. Móðir mín hét Sigriður
Sigurðardóttir og dó þegar ég var bam að aldri. Faðir minn
var af ætt Thorarensena sem er alkunn og móðir min af
svonefndri Bolholtsætt sem á upptök sin austur í Landsveit i
Rangárvallasýslu. Þessir ættmenn fluttust vestur í
Ámessýslu og em siðan ýmist taldir vera af Langholtsætt
eða Reykjaætt. Ætli Fjalla-Eyvindur sé ekki frægasti maður
af þessari ætt? Okkur frændum hans finnst áreiðanlega
ýmsum hverjum mikið til hans koma.“
„Hvernig var menntun þinni háttað, Sigurður?"
„Hún var nú heldur bágborin framan af ævinni,“ segir
Sigurður. „Bamaskóli var þá í nútímaskilningi enginn í sveit
minni heldur aðeins farkennsla. Ég naut hennar aldrei á
skólaskyldualdrinum, meðal annars vegna þess að ég var þá
heilsutæpur. Menntaskólanám mitt var auk þess ærið
snubbótt. Það var þá 6 vetra nám, 3 vetur i gagnfræðadeild
og 3 vetur í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavik. Ég
tók inntökupróf í þann skóla 13 ára gamall, minnir mig, án
nokkurs undirbúnings og náði því mér til mikillar
undrunar! Síðan las ég utan skóla allt námsefnið til
gagnfræðaprófs samhliða ýmsum störfum heima. Að því
prófi afloknu þorði ég ekki annað en sitja í 4. bekk. Síðan
las ég námsefni 5.og 6. bekkjar utan skóla og lauk stúdents-
prófi samkvæmt áætlun.“
„Ætli Fjalla-Eyvindur sé ekkifrœgasti maður af minni œtt “
^Hvað svo um framhaldsnám þitt?“
„Það fór nú ekki eins og ég hefði á kosið,“ svarar Sigurður.
„Mig langaði mest út i lönd að lesa ensku, þýsku og frönsku
til háskólaprófs. Þess var enginn kostur, því að þá var að
verða fólksfæð i sveitum á Suðurlandi og ég þurfti að starfa
að búi föðurs mins næstu árin eins og verið hafði að undan
fömu. Islensk fræði, sem kennd vom í Háskóla fslands, vom
einna næst því sem hugur minn gimtist og þvi hafnaði ég
þar. Háskólavistin var ömurleg. Háskólinn átti þá ekkert
skólahús. Kennslan fór fram i alþingishúsinu við Austurvöll!
Þar hírðust fjórar deildir hans á jarðhæð hússins:Guðfræði-
deild, lögfræðideild og lagadeild áttu þar visan aðgang að
ákveðnum stofum, en vesalings deildin okkar, sem kennd
var við móðurmál, bókmenntir og sagnfræði islensku
þjóðarinnar, átti sér engan ömggan samastað í þessu
virðulega húsi. Með annan eins kennara og dr. Sigurð
Nordal í broddi fylkingar urðum við nemendumir oft að
leita lags, þegar hringt hafði verið skólabjöllunni, hvort við
gætum heijað út húsaskjól í einhverjum afkima hússins! Og
eymdin var enn þá meiri: Háskólinn átti ekkert bókasafn.
Ég man þetta vel þvi ég var kosinn i bókasafnsnefnd hans
fyrsta haustið sem svo átti að heita að ég væri við nám
þama.
Að öllu þessu athuguðu ákvað ég, óskólagenginn unglingur-
inn að kalla, að reyna að Ijúka þama námi á sem allra
skemmstum tíma til að komast sem fyrst til framhaldsnáms
út í lönd. Þá var ekki völ á öðm en svonefndu magisterprófi
í heimspekideildinni þar sem við félagamir vomm skráðir.
Ég spurði dr. Nordal hve langt það nám væri. Hann kvaðst
ekki vita það því enginn hefði enn tekið þar embættispróf.
Tveir menn luku þessu prófi skömmu siðar. Annar 9 ára
stúdent, en báðir höfðu þeir unnið mikið samhliða náminu.
Við samstúdentamir, Þorkell Jóhannesson, síðar rektor
Háskólans, og ég, fómm í próf eftir 4 vetur. Það hafði þá
26
PRENTNEMINN