Prentneminn - 01.11.1982, Síða 28

Prentneminn - 01.11.1982, Síða 28
„Vinsemd skólastjóranna og kennaranna þar í minn garð alla tíð. Ég á erfitt með að hugsa mér samstilltari starfshóp við nokkra menntastofnun. Þar er alltaf eins og maður sé umvafinn alúð frænda og vina. Og annars minnist ég með mikilli gleði, en það er hve vel og giftusamlega margir nemanda minna hafa ávaxtað pund sitt i lifinu. Ég nefni hér engin nöfn. Þau eru einkamál mín og þeirra, enda myndu þau ein fylla heila bók ef ég færi að tína þau upp. En úr röðum þessara iðnnema hafa komið frábærir iðjuhöldar og athafnamenn í verklegum framkvæmdum. Auk þeirra má nefna að minnsta kosti einn ráðherra, einn sendiherra, leikara í Iðnó og Þjóðleikhúsinu, metsölurithöfunda og ljóðskáld. Og þegar ég var að taka 400 metrana í Sundlaug Vesturbæjar í morgun rakst ég á gamlan iðnskólanemanda sem var upphaflega pípulagningamaður, en hefur siðan aflað sér skipstjóraréttinda á millilandaskipum og er auk þess langt kominn með nám í Menntaskólanum í Hamra- hlíð Hann sagði mér að nú stæði hugur sinn einkum til sagnfræðináms hér við Háskólann — og geri aðrir betur.“ „Hvert er aöaltómstundastarf þitt um þessar mundir, Sigurður?“ „Þú verður hissa þegar ég trúi þér fyrir því,“ segir Sigurður og hlær. „Uppáhaldstómstundarstarf mitt núna er að yrkja kvæði. Ég byrjaði reyndar á þessu fikti 19 ára gamall, en hætti því brátt alveg. Þau 36 ár sem ég ritstýrði tímaritinu „Samtíðinni“ orti ég 3 atómljóð og birti þau auðvitað þar. Miklu síðar orti ég suður í Frakklandi eitthvað um 100 limrur, en það er bragarháttur sem Þorsteinn Valdimarsson skáld gerði góðfrægan hér á landi. Limrumar mínar voru um ákaflega hversdagslegt efni: gestina á greiðsölustað suður í Frakklandi þar sem ég greip oft niður. öllum þessum visum fleygði ég skömmu síðar. En sumarið 1978 orti ég sálmvers sem var skömmu síðar þýtt á ensku af gömlum nemanda mínum Thomas A. Buck, prófessor í Southampton í Englandi. Sú þýðing finnst mér bera af frumtexta mínum á islensku, en hvort tveggja var prentað í Lesbók Morgunblaðsins 1978. Síðan hafa birst þar um 20 kvæði eftir mig.“ „Hefurðu kannski erft skáldgáfuna frá Bjarna Thorarensen, frœnda þínum?“ „Blessaður liktu okkur ekki saman. Bjarni var þjóðskáld og brautryðjandi rómantisku stefnunnar í íslenskum bókmenntum á 19. öld, en ég yrki bara mér til hugarhægðar þegar yrkisefnin krefjast þess.„ „Og um hvað helst?“ „Eins og sakir standa eru þjóðkunnir menn, frægir staðir og fjöll áleitnust yrkisefna minna“, svarar Sigurður.,,1 sumar sem leið orti ég meðal annars alllangt kvæði um Ólaf Thors, stjómmálaskörung og fyrrum forsætisráðherra okkar. Seinna frétti ég að hann hefði orðið níræður snemma á þessu ári ef hann hefði lifað. Annað kvæði varð þá til um átthaga mína, Skálholtsstað. Þar segir frá einkennilegum dulrænum atburði sem gerðist þar þegar ég var bam. Ég yrki einungis um það sem kemur í hugannog krefst þess að komast á blað, yfirleitt með þeirri aðgangssemi að ekki tjáir annað en sinna þeirri kröfu. Áður hef ég ort um Einar Benediktsson skáld og reyndar stuðlað á fáein önnur skáld. Því nefni ég fjöll sem yrkisefni mitt að ég hef ort kvæði sem heitir. „Þegar fjöllin min umhverfðust" og alveg nýlega smákvæði um Esjuna, stolt okkar Reykvikinga. Halldór F. Ólafsson 3.BG Eftir að Sigurður Skúlason hafði að beiðni blaðamannsins lesið honum nokkur þeirra kvæða sem hann hafði ort síðastliðið sumar, lagði blaðamaðurinn mjög fast að honum að hann leyfði birtingu ein- hvers þeirra hér. Sigurður var í fyrstu tregur til þess og sagði: „Ekkert þessara kvæða minna getur talist fullunnið enn. Yrkisefnin koma ósjálfrátt í hugann og mótast þar. Síðan ber ég mig að festaþau á blað. I fyrstu eru þau á köflum stundum líkari óbundnu máli. Otrúlegt en satt. Ég er nefninlega ekki þeirri gáfu gæddur að vera það sem oft er nefnt „talandi skáld”. Það eru sannarlega margir Islendingar í dag og hafa ávallt verið eins og dæmin sanna. Þvílíkir snillingar einnar mestu skáldþjóðar veraldar bæði fyrr og síðar gcta oft í einu vetfangi ort stökur sem verða brátt landfleygar og varðveitast síðan lengi í munn- legri geymd. Kveðskapur minn er hins vegar lengi að mótast og svo er um þau kvæði sem urðu til í sumar sem leið. En fyrst þú vilt endilega fá eitt þeirra þá máttu birta kvæðið sem ég las þér um Iönskólann okkar. Það er ekki til orðið vegna neins sérstaks tækifæris hcldur er því cinungis ætlað að túlka viðhorf manns sem hcfur orðið þess aönjótandi að fylgjast með vexti skólans og viðgangi. Iðnskólinn ætti sannarlega ski- lið betra ljóð af minni hálfu, en þetta verður að nægja úr því þú falast núna svo eindregið eftir því.” Sigurður Skúlason: Sú kom loks tíð ersáu það glöggt framsýnir menn hverfeikn myndu verða efíslendingar iðnmennt vanrœktu, forsendu tilveru flestra þjóða um veröld víða. Hœfileikamenn á hverjum bæ leyndust löngum um land vort allt og biðtt þess með ærinni óþreyju að skilyrði sköpuðus til verknáms vorrar tíðar. Verkfrœðiþekkingin varðaði stefmma réll. Hún vissi það glöggt að hér skorti iðnlœrða stétl og þar vœri um lífsnauðsyn þjóðar vorrar að rœða. Jón Þorláksson, menntaðursuður við Eyrarsund, var sjálfkjörinn til að virkja þá staðreynd til gœða. Vitsmunir lians hlutuað steyta á tregðu og töf því trú skorti enn á flest ofar brauðstritsins gröf. Menn vissu þá ekki að vityrði í askana látið. Iðnnám vort hófst loks íörsmáum kvöldskólastíl því þrœldómshefðin þoldi ekkifrœðslunni mátið. Hugsað til Iðnskólans í Reykja vík. Um alda raðir átti þjóð vor einungis tvœr atvinnugreinar, landbúnað og fiskveiðar. Þœr frumgreinar tvœr fœdduogklœddu fólk landsins. Hærra var þá ekki hugsað. Auðvitað áttum vér ávallt lagtœka atgervismenn. Skalla-Gríms ergetið aðfornu og öldum síðar annars stórsmiðs, skörungsins llluga á Skálholtsstað. Stefnt þótti háli erstórhýsi skólans reisfyrst. Samt varslefnan þá mörkuð um of af grunnskólavist. En brátt knúði verknámið á og eigi varð undan því vikist að auka því bráðlega húsrými að miklum mun efekki yrði um aðal ætlunarverk skólans svikist. Það hlýtur að verða hans verkefni um alda raðir. Það vita þeirgerst sem honum stjórna ídag. Og víst er um það að þá dreymir órœtta drauma ttm dýrðartíð er breyla mun alþjóðar hag. I framtíð skal markinu náð semfortíðsér átt hefur nauma. 28 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.