Prentneminn - 01.11.1982, Page 35

Prentneminn - 01.11.1982, Page 35
Skermurinn og lykilborðið er með sérstakri áferð sem gefur frá sér litið endurvarp. Stærð stafa á skerminum er 18 punktar og er það mjög til þæginda fyrir notanda og eru stafimur mjög stöðugir á skerminum og er letrið hvitt á svörtum grunni. Skermurinn sýnir linur á hveijum tíma, 13 linur af texta og 2. upplýsingalinur. Allar skipanir eru sýndar með hálfum styrk. Á skerm- inum sést á hverjum tima nákvæmlega hversu margir stafir hafa verið slegnir inn til þess að auka og auðvelda reikningsútskrift. 118 mismunandi stafir sjást á skerminum og hægt er að leiðrétta tvær síðustu linur án þess að fara út úr hinu svokallaða „counting mode“. Þetta þýðir að þó verið sé að leiðrétta línu sem áður var skrifuð inn, þá þarf ekki að ,justera“ textann allan upp aftur. )rJusteringin“ á textanum er mjög hraðvirk og i raun er hún fimm sinnum hraðvirkari en nokkur annar getur boðið upp á. Þetta flýtir mjög allri leiðréttingu og endurvinnslu. öll meðhöndlun á texta er mjög auðveld og aukasláttur hefur verið minnkaður eins mikið og mögulegt er. Hægt er t.d. að „programera“ hvem einasta takka á lykilborðinu þannig að með þvi að ýta á einn takka, þá er hægt að kalla fram hluta úr texta eða hluta af skipunum. Hægt er að fá aukabúnað eins og prófarkaprentarar við tölvuna. Hraðinn á prentaranum er 70 linur á min. og er hann algjörlega óháður ljóssetningarvélinni. Hann hefur sína eigin biðröð og vinnur lika í bakgrunni þánnig að um leið og búið er að senda upplýsingar út á prentara, þá getur setjarinn farið að vinna að öðru. Prent- arinn sýnir nákvæmar upplýsingar um það hvemig töflur koma til með að líta út. Allir töfludálkar sjást rétt og einnig sýnir hann rétta linulengd á hverri linu út af fyrir sig. Einnig getum við boðið umbrotsskerm er gefur allar upplýs- ingar um stærð, staðsetningu, í hvaða leturgerð á að setja textann, línubil, linuendingar og lóðrétt strik. Sem sagt menn fá nákvæmar upplýsingar um það á umbrotsskerminum hvemig ljós- setningarvélin kemur að lokum til með að setja textann á pappír eða filmu. Umbrotsskermurinn hefur möguleika á að sýna textan svart á hvítu eða hvítt á svörtu eftir þvi hvað notandi vill hafa. Hann getur einnig sýnt hálfa stærð, tvöfalda stærð, fulla stærð, einnig er hægt að rúlla textanum hvort sem er upp eða niður, til hægri eða vinstri til að skoóa hann nákvæmlega. MCS sameinar alla þá kosti sem hver setningavél þarf að hafa Góð verð - Mikil leturgæði - Lág bilanatíðni Góð þjónusta - Þæglleg fyrir notendann Auðveld í notkun - Auðvelt að bæta við Gleður augað °9 compugraphic Þessi auglýsing er sett á MCS 22 og 8400 setningavél heimilistækihf. TÖLVUDEILD - SÍMI 24000 PRENTNEMINN 35

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.