Prentneminn - 01.11.1982, Page 38

Prentneminn - 01.11.1982, Page 38
Nýjungar frá Linotype. CRTronic 200 ljóssetningarvélin / Ahersla lögð á hraða og gæði. Hér á eftir fer yfirlit um helstu eiginleika nýjustu Ijóssetning- arvéla frá Linotype fyrir- tækinu í Þýskalandi. Greinin gefur nokkra innsýn í nýjustu þróun tækninnar í prentverki. Hér á landi eru nú í notkun 11 CRTronic vélar. Umboðsaðili fyrir Linotype á íslandi er ACO. CRTronic 200. Áður fyrr var talsverður munur á vinnslu- og notkunarmöguleikum stakra ljóssetningarvéla annars vegar og hins vegar þeirra samsettu. Síðast- liðin tvö ár hefur munurinn á þessum gerðum minnkað jaft og þétt. Þess er vænst að sú þróun haldi áfram en þó verði svokölluð maxi-kerfi áfram sér á báti. Þau hafa sérstakan hugbúnað fyrir bóka-, timarita- og dagblaða- prentun. Hjá Linotype fyrirtækinu var tekið mið af þeirri þróun þegar lokið var endurkönnun á CRTronic vélunum. Fullkomnust þeirra er CRTronic 200. Hún myndar kjarna CRTronic kerfisins vegna þess hve hraðvirk hún er. Þessi vél hefur vakið einstaka athygli á markaðnum eftir að fram- leiðsla hennar hófst. Hámarksgœði i vinnslu fjölþœttra verkefna Með CRTronic 200 hefur verið sannað að nýjasta tækni í prent- iðnaðinum getur uppfyllt stöngustu gæðakröfur sem gerðar eru til prent- listarinnar. Hvers konar leturgerðir og leturstærðir mótast ótrúlega skýrum dráttum með þeirri tækni sem hér er beitt (1000 skanlinur á centimeter og notkun súper-fonta). Fínni „resol- ation“ er einkum beitt við smátt og meðalstórt letur og örmuóa fonta og leturgerðir. Súper fontanir, sem geyma u.þ.b. tvöfalt efnismagn, tryggja aftur á móti mjúkar linur í stærri leturgerð. Þessi tækni gerir kleift að spanna leturstærð á bilinu l,5-48mm (4-128p). Hægt er að velja stærð hvar sem er á bilinu og fikra sig upp eða niður um l/100mm. Mismunandi leturgerð fæst meö beinum aðgangi að 24 fontum og raf- eindastýrðri jöfnun með digital CRTronic tækni sem gefur möguleika á 12 gráðu halla og stöðugri smækkun eða stækkun jafnvel í sambandi við skáletur. í sambandi við vandaminni verk er að sjálfsögðu hægt að nota venjulega fonta og 500 skan-linur á centimeter eins og venja er. CRTronic 200 er auðveld í notkun. Áhersla hefur verið lögð á að gera CRTronic vélarnar auðveldar og ein- faldar i notkun. Hinir fjölbreyttu vinnslumöguleikar og hraðvirkni vélanna felst meðal annars í þvi að hægt er að færa depil- inn um allan skerminn og leiðrétta aðeins það sem lagfæra þarf án þess að taka upp neitt á undan aftur. Margir valkostir eru um lágmarks-, meðal- og hámarksorðabil. Sérstök stilling er fyrir minnsta bókstafafjölda sem flyst á milli lína eða lendir síðast í línu. Allt flýtir þetta fyrir vinnslu og réttri útkomu. Ýmsar fleiri endurbætur voru gerðar á línuskiptingarkerfinu og byggjast þær einkum á meiri sjálfvirkni. Format not- andans og macro-minni var aukið i meira en 600 letureiningar. Með ásláttarteljara er hægt að fylgjast með hve mikið er komið inn í minnið af þessu tagi. Yfirlit um textamagn og fyrirmæli sem búið er að slá inn kemur fram á skerminum þegar texti er framkallaður af diskettu. Vélin fylgist með hve mikið er eftir af rými á diskettu og gefur viðvörunarmerki þegar það er að verða fullnotað. Allt að 200.000 tákn, á klukkustund. Hraðvirkni CRTronic 200 er fengin með þvi að nota fullkomna 16 bita tölvu (M6800 Motorola) og alveg nýjan hugbúnað og sérstaka tækni við færslu úr tölvuminninu. Hægt er að ná meiri hraða en 200.000 táknum á klukku- stund með svokallaðri prófarkarstill- ingu með hálfum venjulegum skan- linufjölda. Rými upptökukassettunnar hefur verið aukið til samræmis við þennan mikla setningarhraða. Hægt er að geyma allt að 10 m af myndpappir og framkalla í einu lagi. Teljarar og við- vörunarljós gera auðvelt að fylgjast nákvæmlega með notkun mynapappirs og geymsluefnis og hvenær skipta þarf um kassettu. I samræmi við aukna afkastagetu vélarinnar hefur texta- minni lika verið aukiö upp i 640 Kb. Það svarar til u.þ.b. 280 vélritaðra síðna eða meðalstórrar bókar. (Tví- hliða míni-kassettur með tvöfaldri samþjöppun og tvöföldu drifi. 38 PRENTNEM INN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.