Prentneminn - 01.11.1982, Page 39
C RTronic200-kjarninn
í CRTronic kerfinu.
Hraðvirkni CRTronic 200 gerir vél-
ina ákjósanlegri til að þjóna nokkrum
CRTjaðartækjum í samstæðu. Þá er
stuðst við nýjustu tengingartækni
þannig að allar einingarnar geta starfað
sjálfstætt og enginn þeirra hefur sér-
stakt vægi (“shared intellingence“).
Notandinn getur byggt kerfið upp
eftir þörfum byrjað með einni
CRTronic 200 og einu jaðartæki og
siðan byggt á þeim grunni. Fræðilega
séð eru tengingarmöguleikamir ó-
takmarkaðir.
Þegar unnið er með slika samstæðu
gegnir setjarinn á CRT vélinni sérstöku
hlutverki gagnvart þeim sem vinna á
jaðarstöðvunum.
Hann tekur við efni sem er tilbúið til
ljóssetningar frá þeim. Með sjálf-
virkum hætti fer það yfir á diskettur og
er svo skotið út samkvæmt ákvörðun
setjarans á CRTronic vélinni og ljóssett
i baksviði hennar.
Aukahlutir opna
nýja möguleika.
Auk tengingar milli CRTronic vélar-
innar og jaðartækja er um ýmsa fleiri
möguleika að ræða í CRTronic kerf-
inu. Þeir byggjast á aukahlutum sem
gera kleift að fullnægja ólikum óskum
notenda.
Með prentara er hægt t.d. að prenta
fyrstu prufur á pappir og spara þannig
dýran myndapappír.
Prentarann er hægt að nota með
ýmsu móti t.d. prenta út upplýsingar ef
vélin hefur fjarskiptabúnað. Einnig er
hægt að nota hann i ritvinnslu með
aðstoð CRTronic hugbúnaðar.
Sé notað CP/M stýrikerfið og við-
eigandi hugbúnaður i CRTronic vélina
og jaðartæki opnast nýir vinnslumögu-
leikar; s.s í útskiftum sem byggist á
einhverjum útreikningum, bókhaldi,
reikningyfirliti o.þ.u.l.
Með CRTronic er einnig hægt að
vinna úr efni sem slegið er inn utan
samstæðunnar á vélar af annari gerð.
Er þá notuð ,4nodem“ tenging (tengist
gegnum símalínu).
CRTronic ljóssetningarvélarnar hafa
náð miklum vinsældum og höfðu verið
settar upp 3500 slíkar vélar viða um
heim s.l. sumar.
Hinni nýju CRTronic 200 ljós-
setningarvél er ætlað forystuhlutverk
að þvi er hraöa og gæði i prentun
varðar auk þess sem hún opnar marga
nýja möguleika í prentvinnu.
Linotype fyrirtækið væntir þess að
nýja vélin auki enn hróður þessarar
gerðar af ljóssetningarvélum enda er
hér horft bæði til nútiðar og framtiðar.
Hrein vél — gott prentverk
Valsaþvottaefni
_________________J
Color-Change 1 und 2. Litaskifti 1 og 2.
Wash V-120. Dúkaþvottaefni til daglegrar notkunar.
Revitol 1. Djúphreinsandi valsaþvottaefni.
SRR. Djúphreinsandi dúkaþvottaefni.
Sav-Rol. Þvottaefni fyrir vatnsvalsa.
Total. Fontur.
Dúkaþvottaefni
A.P. BENDTSEN HF — vörugeymsla Bolholti 6 sími 32030
J
PRENTNEMTNN
39