Bókbindarinn - 01.03.1962, Qupperneq 2

Bókbindarinn - 01.03.1962, Qupperneq 2
2 BÓKBINDARINN NÝIR BÓKBINDARAR Auðunn Björnsson. Hann er fæddur á Kvígsstöðum, Andakíls- hreppi í Borgarfjarðarsýslu, 5. júlí 1940. Hóf nám í bókbandsvinnustofu Prentsm. Hólar h.f. 6 marz 1957. Sveinsbréf hans er gefið út 30. nóv. 1961. Hann vinnur í Hólum. Egill Rúnar Friðleifsson. Hann er fæddur í Hafnarfirði 16. des. 1940. Hóf nám í bókbandi hjá Prentsm. Hafnarfjarðar 16. júlí 1957. Sveinsbréf hans er gefið út 14. desember 1961. Hann vinnur í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. ?--------—---------------------------- BÓKBINDARINN Utgefandi: BÓKBINDARAFÉLAG ÍSLANDS Ritnefnd: i HELGI HRAFN HELGASON ! ! VIÐAR ÞORSTEINSSON ; SVANUR JÓHANNESSON 1 ábyrgðarmaður ■ 1 Prentun: Alþýðuprentsmiðjan h.f. ! Myndamót: Litróf h.f. Bókbandsvinna: Bókfell h.f. Forsíðumynd. Að þessu sinni birtum við mynd af bók eftir Paul Éluard, „A Pablo Picasso". Bandið á þessari bók hlaut gullverðlaun á sýningu í Kassel í Þýzkalandi árið 1959. Það er eftir Hugo Peller, Solothurn, Schweiz. Bókin er bundin í rautt maroquin skinn og gult og svart skinn fellt inn í. Hún er skreytt með gulli og svörtum lit. — Myndin er tekin úr blaði sænska bókbindarsam- bandsins, „Bokbinderi Arbetaren". Leiðrétting. I síðasta blaði Bókbindarans urðu þau mistök í fyrirsögn minningargreinar um Sveinbjörn Ar- inbjarnar, að þar stóð Arinbj arnarson í staðinn fyrir Arinbjarnar. Hlutaðeigendur eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. Gamli vaninn — eða sjónvarp bókbindarans. (Bokbinderi Arbetaren).

x

Bókbindarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.