Bókbindarinn - 01.03.1962, Page 3

Bókbindarinn - 01.03.1962, Page 3
Kvennadeild B.F.L 10 ára 1952 - 13. marz - 1962 Aðdragandi að stofnun Kvennadeildar Bók- bindarafélags Islands var sá, að haustið 1949 átti félagið í vinnudeilu. Stúlkur voru þá fjölmennar í félaginu og vildu fá verulega kauphækkun. Fengu þær því framgengt, að tekið var upp í kröfur félagsins það sem þær höfðu til málanna að leggja. Kröfur sveinanna voru þá eins og endra nær mjög svipaðar eða eins og kröfur prentara, en prent- arar voru með miklu lægri kröfur fyrir stúlkur í prentverki, en kaup stúlkna í þessum tveim- ur iðngreinum hefur oftast fylgst að. Á meðal bókbandskvenna \'ar áhugi um kröfurnar fyrst í stað, en dofnaði þegar á leið og var loks samþ. að fallast á tilboð atvinnu- rekenda, en það hljóðaði upp á kröfu prent- ara fyrir stúlkur í prentverki. Á fundi í Bókbindarafélagi Reykjavíkur sem haldinn var í Goodtemplarahúsinu urðu nokkrar deilur um þetta brambolt í stúlkun- um og upp úr því var farið að tala um að hafa stúlkurnar í sárdeild. Stofnfundurmn var haldinn 13. marz 1952. 1 stjórn voru kosnar: Form. Jóna Einarsdóttir. Ritari, Jóhanna Jónsdóttir. Gjaldkeri, Hrafnhildur Eiríksdóttir. Stjórninni var falið að semja reglur fyrir deildina. Á aðalfundi 1953 var lagt fram frumvarp Jóna Einarsdóttir (form. 1952—57). Jónína Sigurbergsd. (form. 1957—60). að reglugerð fyrir deildina og var það sam- þykkt með samhljóða atkvæðum. Nokkur atriði úr reglugerðinni: 2. gr. Formaður deildarinnar tekur sæti í stjórn B. F. I. 3. gr. Félagar kvennadeildarinnar greiða lögskilin gjöld til B. F. I. og njóta lögákveð- inna réttinda í félaginu. Félagssjóði B. F. I. ber að greiða allan sérkostnað við rekstur deildarinnar eftir samkomulagi beggja stjórn- anna þar að lútandi. Auk þess greiði félagsjóður B. F. I. 20% af venjulegum gjöldum deildarfélaga í sér- sjóð deildarinnar, og getur deildin tekið hann í sína vörzlu og sett honum nánari reglur, þegar henni þykir ástæða til. 4. gr. Félagar Kvennadeildar B. F. I. hafa rétt til að sitja alla fundi þess, með málfrelsi og tillögurétti svo og atkvæðisrétti eftir því sem ákveðið er í lögum félagsins, (en þar segir: Þær hafa atkvæðisrétt um ákvarðanir varðandi sjóði þá, sem þær eru þátttakendur í og við fulltrúakjör til Alþýðusambands Is- lands). 5. gr. Kvennadeildin tekur ákvarðanir um uppsögn og gerð samninga við atvinnurek- endur um kaup og kjör, í samráði við stjórn B. F. I.

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.