Bókbindarinn - 01.03.1962, Síða 6
Erik Arentz:
Sydhavets vikinger. Bundið í
brúnt geitaskinn.
Skreyting: Oddgylling eftir
Leif Eriksen.
Síðan er lagt tvöfalt gull á bókina, þar sem
skreytingin á að koma, og teikningin þar of-
an á og skal henni fest vandlega á innanvert
spjaldið.
Við oddgyllingu fara forþrykking og gull-
þrykking í rauninni fram í sömu andránni.
Meiri hita má nota við oddgyllingu en
handgyllingu og er oddgyllirinn því útbú-
inn með kúlu ofan við oddinn, sem er eins-
konar hitagcymir. (Sjá mynd) Fyrir bragðið
er hægt að þrykkja mestum hluta teikningar-
innar við hita, sem er um það bil 130 gráður.
Þegar gyllingin hefst ber maður oddgyll-
inn nákvæmlega að strikunum á teikning-
unni, hægt og gætilega, því hitinn þarf sinn
tíma til að komast gegnum pappírinn og festa
allar línur á skinnið. Þetta verður að lærast
smátt og smátt við æfingu. Ef oddurinn skyldi
rista gegnum pappírinn, má samt halda gyll-
ingunni áfram, því úr því er hægt að bæta,
þegar pappírinn er tekinn frá. (Bætt er úr
göllunum með því að pcnsla upp með eggja-
hvítu gullið sem ekki heldur, draga upp að
nýju, leggja pergament yfir og bera gyllinn
vel heitan yfir).
Þegar lokið er við að gylla bókarspjaldið
er allt laust gull fjarlægt með togleðri og síðan
er þvegið úr hreinsuðu bensíni til að losna við
allt vaselín.
Oddgyllingu er einnig hægt að gera með
litum í stað gulls. Er þá byrjað á að forþrykkja
bókina og litleggur maður síðan tilætlaða
hluta (t. d. blóm eða myndir) og fer síðan
að eins og áður er lýst.
Þegar búið er að oddgylla bók, skal bera á
hana safónlakk og fernis, svo gyllingin endist
betur.
Það getur virzt létt verk og löðurmannlegt
að oddgylla, en þó verður sá sem það gerir
að kunna góð skil á handgyllingu og allri
hennar nákvæmni.
Leif Eriksen Osló.
Tekið itpp úr Lærebok í handforgylling.
— Viðvíkjandi upphleypingunum, þá myndi ég
vilja hafa þær eitthvað í líkingu við þetta.
(Bokbinderi Arbetaren).