Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 7

Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 7
BÓKBINDARINN 7 í takinu, eða einn bursta í hverja skál. Þegar litirnir, sem til þessa eru sér- staklega gerðir, hafa verið valdir, er best að dreifa sterkustu litunum fyrst, en það er rautt og gult. Blátt og grænt og jafnvel brúnt eru veikir litir. Ef rauður litur er látinn síðast, ber mest á honum í munstrinu. Að lokum er sápuvatni ýrt yfir litina, það dreifir þeim. Ekki er sama hvernig sápa er notuð. Barnasápu, sem er dauf sápa, má nota. Nú er það munstur, sem hver vill nota, teiknað á löginn. Það er gert með oddmjórri spýtu eða prjóni. Einnig má draga grófan kamb, jafnbreiðan bakk- anum, frá enda til enda. Nú er allt tilbúið, og þá er hægt að marmorera jafnstóran flöt og yfirborð bakkans segir til um. Sé ætlunin að marmorera snið á bókum eru endarn- ir teknir fyrst Það þarf að halda fast utan um bækurnar og hafa góðan handstyrk. Gott er að hafa krossviðar- spjöld, jafnstór bókunum, utan með þeim, því pappi drekkur svo í sig vökvann. Flöturinn má ekki koma jafnt niður á lögin, því þá geta mynd- ast loftbólur, sem valda hvítum skell- um, sem ekki er hægt að laga. Horn- um bókanna er því fyrst stungið nið- ur og þeim síðan hallað fram, svo að aðeins nemi við löginn. Síðan er spraut- að köldu vatni á sniðin, skolast þá sor- inn í burtu en hreint munstur kemur í ljós. Ekki má rúnna bækurnar áður. Best er að hafa ekki fleiri bækur en svo, að munstrið endist á þær í sömu umferð, til að fá allt eins. Spjaldapappír marmoreraður eftir Ólaf Tryggvason. Ekki er hægt að fara nema einu sinni ofan í sama munstur, en sama löginn má nota aftur. Sorinn er strok- inn af með þunnri sköfu, jafnbreiðri bakkanum, frá enda til enda og útaf, og á þá að vera hreinn lögurinn eftir. Síðan er litunum ýrt yfir á ný og munstrið teiknað. Þetta er hægt að endurtaka, þangað til of lítið er eftir í bakkanum. Þess vegna reynir mað-

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.