Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 10

Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 10
10 BÓKBINDARINN Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason skipstjóri og kona hans Þorbjörg ölafsdóttir. Ingibjörg lést 23. jan. 1973. Móðir hennar, sem þá var 95 ára lést tveim dögum fyrr og var útför þeirra mæðgna gerð saman. Stefanía starfaði skemur við bók- bandsstörf vegna þess að hún giftist Eggerti Arnórssyni, skrifstofustjóra Ríkisprentsmiðjunnar. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Ragnheiður banka- gjaldkeri, fædd 1. maí 1946, Stefán há- skólanemi, fæddur 18. júní 1951 og Benóní Torfi mentaskólanemi, fæddur 7. janúar 1959. Eftir að börnin voru komin upp hóf Stefanía starf við bókband á ný og vann þá hálfan daginn meðan heils- an leyfði. Stefanía var fædd 12. okt. 1917. Foreldrar hennar voru Benóní Stefáns- son, bóndi á Sveinseyri, síðar stýri- maður á vitaskipinu Hermóði og kona hans, Guðmunda Guðmundsdóttir. Stefanía lést 22. nóv. 1972. Ég end- urtek þakkir mínar til þeirra beggja fyrir ágætt samstarf. Blessuð sé minning þeirra. Guðgeir Jónsson JÖHANNA JÖNSDÓTTIR Jóhanna var fædd í Reykjavík 20. mars 1920, dóttir hjónanna Jóns Grímssonar og Lilju Guðríðar Brands- dóttur. Jóhanna Jónsdóttir Jóhanna byrjaði að vinna við bók- band 1947 hjá Þorvaldi Sigurðssyni og vann þar í tvö ár. Árið 1949 byrj- aði hún að vinna í bókbandsstofu Prentsmiðjunnar Eddu hf. í Reykja- vík og vann þar síðan samfellt í nærri 24 ár. Hún var í stjórn Kvennadeildar félagsins fyrsta starfsárið. Jóhanna átti við nokkra vanheilsu að stríða áður en hún lést snögglega 13. júní 1973.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.