Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 4

Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 4
4 BÖKBINDARINN Marianne Kesting: Bertold Brecht. Band: Kaj Pheiffer Hansen. Rubowband. Pappír svart- hvítur. Rautt skinn á köntum. við bókbindara í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, efnt til samkeppna og sýninga í löndunum til skiptis. Islenskir bók- bindarar hafa ekki, hingað til, tekið þátt í þessu samstarfi, en þeim mun senni- lega standa það til boða í framtíðinni. 1 fyrirlestri, sem Arne Moller Peder- sen hélt, í tengslum við sýninguna, laugardaginn 15. mars, sagði hann frá starfi H.P.-hópsins og þessum samnor- rænu bókbandskeppnum og sýningum, auk þess sem hann ræddi um nútíma bókbandslist, og kynnti sérstakan pappír, sem þeir ýmist nota sem al- klæðningu eða sem hliðarpappír. Á sýningunni voru ýmiskonar sýnishorn af slíkum pappír ásamt hinum inn- bundnu bókum. Arne Moller Pedersen var sjálfur við, hluta úr báðum sýningardögunum, og leiðbeindi um sýnisgripina. Hann er formaður H.P-hópsins og vinnur á Skjalasafni Norður-Sjálands að bandi og viðgerðum á bókum og skjölum safnsins. Á sýningunni voru einnig verk eft- ir allmarga íslenska bókbindara. Einar Helgason aðstoðaði við uppsetningu sýningarinnar, og Bókbindarafélag Is- lands tók þátt í kostnaði. Það var mjög ánægjulegt að fá, með þessari sýningu, að kynnast verkum hinna dönsku kollega okkar. Vonandi verður þetta hvatning fyrir íslenska bókbindara til að taka þátt í samstarfi bókbindara á hinum Norðurlöndunum.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.