Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 22

Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 22
22 BÓKBINDARINN Stefán Jón Sigurðs- son. Hólar - Einar Helgason. Sveinspróf 26. júní 1975. Meist- ari Einar Helgason. Ingþór Kjartansson. Sveinspróf 29. okt. 1975. Bókbindarinn. Meistari Helgi Hrafn Helgason. Rúnar Gils Hauks- son. Félagsbókband- ið. Sveinspróf 29. okt. 1975. Meistari Gunn- ar Þorleifsson. z cr X cr ^AI 3 a "í C3 »1 andi sé veikur næsta virkan dag á undan og eftir laugar- deginum. 5. Helgidagar eru ekki í tölu veikindadaga og ekki heldur þeir frídagar aðrir, sem greindir eru í samningsgrein 1.4. 6. Verði almennt samið um í hliðstæðum iðngreinum, að fyrsti, eða fyrsti og annar, veikindadagur í skömmum veikindum verði ekki bættur með kaupi, skal endurskoða framangreint. 7. Dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkis og/eða sjúkra- samlögum, vegna framangreindra veikinda, greiðast til vinnuveitanda. 8. Framangreind ákvæði koma í stað fyrri samningsákvæða um veikindadaga og einnig ákvæði laga nr. 16. frá 1958 um sama. Verði nefndum lögum breytt þannig á samn- ingstímabilinu, að þau tryggi launþega frekari rétt en að framan greinir, þá gildir hinn lögboðni réttur. 4.1.2 1. Ónotaðir veikindadagar frá árunum 1955 til 1965, samkv. eldri samningsákvæðum, skulu greiddir að fullu á árinu 1975, samkvæmt þeim kauptaxta, sem í gildi er, þegar greiðsla fer fram. Geta rétthafar valið um, hvort greiðsla rennur til þeirra beint frá vinnuveitanda eða fyrst til B.F.Í. Ef rétthafi hins vegar óskar eftir að eiga andvirði umræddra daga hjá sínum vinnuveitanda, er það heimilt, ef um það næst skriflegt samkomulag, og er þá skylt að senda B.F.Í. afrit af samkomulaginu. 2. Ef rétthafi, sem gert hefur skriflegt samkomulag um geymslu á andvirði umræddra daga, skiptir um vinnustað eða hættir í starfi við bókband, — skal andvirði daganna greitt á þágildandi kaupi til B.F.Í. innan þriggja mánaða frá því viðkomandi aðili hætti starfi eða flutti milli vinnustaða. 3. Önotaðir veikindadagar frá árinu 1971 skulu greiddir til B.F.Í. í janúar 1975 og reiknast almennir víxilvextir frá 1. febrúar, ef vanskil verða.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.