Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 8

Bókbindarinn - 01.04.1975, Blaðsíða 8
8 BÖKBINDARINN ur að fara eins grunnt með sköfuna og hægt er, til þess að eyða sem minnst af leginum. Ef allt er í lagi eiga lit- irnir að fljóta alveg ofan á leginum. Ef þeir byrja að sökkva er ekkert ann- að að gera en að henda honum og laga nýjan. Á þennan hátt er einnig hægt að marmorera hvítan pappír (þó ekki glanspappír) og fá sama munstur á allt. Pappírinn þarf að vera aðeins mjórri en bakkinn. Haldið er í báða enda hans, annar endinn fyrst látinn nið- ur og honum síðan smá rennt niður á löginn, svo að ekki myndist loftbólur. MARMORERAÐ MEÐ PAPPlR: Önnur aðferð við marmoreringu er að nota til þess svokallaðan marmor- pappír. Munstrið er á pappírnum og er flutt af honum yfir á snið bókanna á svipaðan hátt og gert er við þrykki- myndir. Þó að nú sé orðið mjög vont, og kannski ómögulegt að fá slíkan pappír, ætla ég að fara um þessa að- ferð nokkrum orðum. Af þessum pappír eru, eða voru, til margar tegundir og þola þær ekki all- ar jafn mikið vatn. Verður að þekkja hverja tegund, en það kemur með æf- ingu. Bækurnar verða að vera vel skornar, sniðin rispulaus, og farið yfir þau með fínum sandpappír. Síðan eru þær rúnnaðar og falsbarnar. Raða má t. d. 3-4 bókum, eftir þykkt, sitt á hvað þegar endarnir eru teknir, og góð tré- spjöld sitt hvoru megin. Þær eru sett- ar í pressu og hert vel að. Þá sníður maður marmor-pappírinn þannig, að hann nái vel út á spjöldin og leggur hann á sniðin. Með annarri hendinni heldur maður pappírnum og passar að hann hreyfist ekki, en með hinni hend- inni þrýstir maður blautum svampi (barnasvampi, ekki gúmmísvampi) á pappírinn. Ekki má hreyfa pappírinn til að gá hvort munstrið er komið á. Eftir litla stund vindur maður svamp- inn og þrýstir fast beint ofan á. Ekki strjúka, því þá getur munstrið hreyfst. Vissara er að hafa svampinn ekki of blautan í fyrstu, þá hefur ekkert skemmst, en sé of mikil bleyta rennur munstrið saman, og þá verður að skera bækurnar aftur. Það er hægt að sjá hvort marmorer- ingin hefur lukkast, því þá kemur munstrið skýrt í gegn. Sé það eins og í þoku fer maður aftur yfir með blaut- um svampinum og þrýstir svo aftur með honum þurrari, og á þá munstrið að koma rétt út Einnig er hægt að lyfta upp horni á pappírnum og gá, en leggja hornið niður aftur ef munstr- ið er ekki skýrt. Ef allt er í lagi er pappírinn tekinn af og sniðin látin þorna dálitla stund. Ef margar bækur eru hafðar í press- unni þegar sniðin eru tekin að framan, þarf að hafa á milli þeirra þykk spjöld, mjórri en bækurnar, til að skemma ekki falsinn. Ekki er hægt að marmor- era nema eina bók í einu að framan, þó fleiri séu í pressunni, af því að búið er að rúnna þær. Ef marmorerað er áður en rúnnað er, verður munstrið óskýrt við rúnninguna.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.