Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 50
50 dægurmál Helgin 29. apríl-1. maí 2011 Söguþráð- urinn er alger steypa og sýningin sjálf með þeim súrari sem ég hef séð ... Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 4 53 0 8 5. maí - 4 nátta helgarferð Frá kr. 49.900* Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á frábærri helgarferð til Barclona, vinsælustu borgar Spánar. Við bjóðum gistingu í Barcelona og einnig í Sitges sem er yndislegur strandbær rétt utan við borgina. Sitges býður einstaka stemningu frábæra veitingastaði, fjörugt næturlíf, verslanir og fleira. Lestarstöðin er í göngufæri við hótelið og á innan við 30 mín. með lest ertu í miðborg Barcelona með öllu sem þar er í boði. Vorið er svo sannarlega komið í Barcelona og veðurspáin fyrir þessa helgi er 20° hiti og sólskin. Barcelona – Sitges Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Antemare **** í Sitges. Aukalega m.v. einbýli kr. 24.000. Verð m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Ayre Gran Via **** í Barcelona kr. 89.900. Aukalega m.v. einbýli kr. 41.980. * Netverð, flugsæti báðar leiðir. Frá kr. 79.900 – flug og gisting **** Ótrúlegt sértilboð!Flug og gisting ****Frá kr. 79.900 L eikhópurinn Vesturport kemur áhorfendum sínum á óvart. Það er á vissan hátt ósanngjarnt að ætla sér að lýsa sýningunni Húsmóðirin vegna hættunnar á því að ræna tilvonandi gesti gleðinni. Svo það er líkast til best að segja sem minnst. Þetta er farsi en samt ekki, söngleikur en samt ekki. Húsmóðirin er nýtt íslenskt leikrit eftir leikhóp sem leikstýrir sér sjálfur. Og það er líkt og markmiðið hafi verið að skoða hversu langt væri hægt að ganga, hversu mikið þau kæmust upp með og hversu gaman gæti verið hjá þeim sjálfum án þess að allt leystist upp í helbera vitleysu. Söguþráðurinn er alger steypa og sýningin sjálf með þeim súrari sem ég hef séð en hún er líka virkilega fyndin á köflum. Svo fyndin að maður missir andlitið og gapir. Leikararnir fimm bregða sér, farsavenju samkvæmt, í mý- mörg hlutverk og er vert að geta nokkurra þeirra eftirminnileg- ustu: Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki hins leitandi Arons, Nína Dögg Filippusdóttir sem ófull- nægð og afar tvístígandi nútíma- húsmóðir, Gísli Örn Garðars- son sem bróðirinn búktalandi, Víkingur Kristjánsson sem dóttirin syngjandi og túlkun Jó- hannesar Níelsar Sigurðssonar á Aladdin. Svo verður að geta fín- hreyfinga Björns Hlyns í sudda-  Leikdómur Húsmóðirin Sýrður farsi að hætti Vesturports Húsmóðirin  Leikstjóri: Leikhópurinn Borgarleikhúsið/Vesturport legu dansatriði á svölum. Tónlistarmaðurinn Pálmi Sigur- hjartarson tekur að sér að líma skrípafjörið saman og gerir það haglega eins og hans er von og vísa. Hann leikur undir vitleysunni og semur þrjú frumsamin lög fyrir sýninguna. Þórður Orri Péturssonar er ekki öfundsverður af því að lýsa Húsmóðurina, sem leikin er í margbrotinni (en samt einfaldri) leikmynd Ilmar Stefánsdóttur. Mér fannst sviðið æði og búningar nokkuð smellnir flestir. Heildar- bragurinn var þannig nokkuð skemmtilegur og úti í sal sitja áhorfendur í nokkurs konar kaffihúsafílingi með tilbehör. Þetta er líkast til ekki sýningin sem Vesturports verður minnst fyrir eftir fimmtíu ár. Þetta er heldur ekki sýningin sem íslenskar húsmæður eiga skilda, en það er önnur Ella. Húsmóðirin er samt sannarlega sýning sem er vel þess virði að sjá og skemmta sér yfir. Að lokum eru hér nokkur góð ráð fyrir áhorfendur: Mætið snemma því sætin eru misgóð og ekki númeruð, takið með ykkur eitthvað hjartastyrkj- andi og ekki skoða leikskrána of vel fyrr en að sýningu lokinni. Niðurstaða: Truflandi, fáránleg og fyndin. Kristrún Heiða Hauksdóttir H ópur lífskúnstnera og menn-ingarsinna ætla að gera upp Brekkuhús í Hnífsdal en það er gömul verbúð sem stendur yst í bænum. Systurnar Áslaug María, Helga Gvuðrún og Gabríela Frið- riksdætur eru meðal þeirra sem keyptu húsið á fimmtíu þúsund krónur af Ísafjarðarbæ fyrir ári en með þeim eru Hjálmar Edwar- dsson, eiginmaður Áslaugar Maríu, ásamt rekstraraðilum Tjöru- hússins á Ísafirði, þeim Magnúsi Haukssyni og Ragnheiði Hall- dórsdóttur. Húsið var byggt árið 1905 og var eitt sinn hið glæsilegasta en það var lengi vel verbúð fyrir starfsfólk hraðfrystihússins í Hnífsdal. „Afi okkar bjó í húsinu við hlið- ina á því og bræður hans bjuggu í Brekkuhúsi þannig að okkur þykir skemmtilegt að gera það upp,“ segir Áslaug María. Húsið er á snjóflóðahættusvæði og því má ekki búa í því yfir vetrar- tímann. Það hefur því staðið autt lengi og er í mikilli niðurníslu. „Við ætlum að gera það upp hægt og ró- lega og ætlum að byrja nú í sumar.“ Margar hugmyndir eru uppi um starfsemi í húsinu en Tjöruhúsið þeirra Magnúsar Haukssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur er einn vinsælasti veitingastaður Ísafjarðar á sumrin. „Það er ferðaþjónusta og alls konar menningarstarfsemi í hugmyndapottinum en við erum ekki alveg búin að ákveða hvað verður í húsinu,“ segir Áslaug. –ÞT Friðriksdætur blása lífi í verbúð í Hnífsdal  menninG keyptu Hús á fimmtíu þúsund Helga Gvuðrún, Áslaug María og Gabríela ætla að gera upp Brekkuhús í Hnífsdal sem var eitt sinn hið glæsilegasta en hefur staðið autt í langan tíma og er í mikilli niðurníslu.  siGurður árni minnir krakka á sóLarGanGinn m yndlistarmaðurinn Sig-urður Árni Sigurðsson afhjúpaði nýlega útilistaverk sitt Ĺ Eloge de la Nature á skólalóð grunnskólans í Loupian í grennd við Montpellier í Suður-Frakk- landi. Eins og nafnið bendir til er verkið óður til náttúrunnar. „Verk mín hafa oft gengið út á skugga og samspil þeirra og sólarljóss- ins,“ segir Sigurður Árni. „Ljós og skuggi eru í raun andstæða hvors annars en hvorugt til án hins. Skuggi er spegilmynd okk- ar og viðmið og sagt hefur verið að sá sem týni skugganum týni sálinni. Saman eru ljós og skuggi mynd hins hverfula, breytilega og óraunverulega – eins konar hliðarveruleiki hluta, manna og náttúru.“ Sigurður var með sýningu í Montpellier þegar verið var að huga að byggingu skólahússins og var bent á að eðli verka hans væri slíkt að hann ætti að taka þátt í samkeppni um útilistaverk við skólann. Sigurður sigraði í þeirri keppni og hefur nú komið verkinu í höfn. „Grunnhugmynd verksins er að gera sólarganginn sýnilegan, frá því þegar sól er lægst á lofti til þess tíma þegar hún kemst í hæstu stöðu og alls þess á milli,“ segir Sigurður Árni um verkið sem er í stöðugri breytingu þótt það sér steypt í stein. „Verkið er í raun síbreytilegt eftir gangi sólar og dagsbirtu. Skuggi veggjar er á stöðugri hreyfingu og aðeins fjórum sinnum á ári snertir hann merk- ingarnar sem greiptar eru í planið.“ Í ljóshringnum sem myndast á vor- og haustjafndægri er mósaíkmynd og gert ráð fyrir að á fjögurra ára fresti verði skipt um mynd í hringnum. „Fyrstu mósaíkmyndina geri ég með nemendum skólans en í fram- tíðinni munu nemendurnir gera nýja mynd og myndlistarkennar- ar skólans skipuleggja þá vinnu. Þannig munu allir nemendur sem ganga í skólann taka á einhvern hátt þátt í verkinu. Skólinn mun svo smám saman eignast safn mósaíkplatna.“ Síkvikt verk steypt í stein Verkið samanstendur af steyptum vegg, sem er 3,80 m á hæð, 2 m á breidd og 34 cm þykkur. Ofarlega í veggnum er stefnuvirkt gat sem miðast við horn eða hæð sólar á vor- og haustjafndægri. Hægt er að gera ráð fyrir að ljóspunkturinn sé fullkominn hringur í um tíu daga, tvisvar á ári, á vor- og haustjafndægri. Þess á milli bjagast ljóshringurinn í skugganum – hverfur alveg við hæsta sólargang en lengist í sporöskjulagað form eftir því sem sól lækkar á lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.