Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 8
www.forlagid.is Blóðugasta Bók ársins? skurðlæknirinn vill hitta þig … MetsöluBók tess gerritsen er koMin út á íslensku ný kilja Áhugi þeirra á sjálf- virkri sótthreinsun kemur til vegna árang- urs sem við höfum náð í sótthreinsun um- hverfis í matvælaiðnaði og vegna nýrrar tegundar sótthreinsis sem við höfum þróað ... “ Landinn heldur svartsýnn Brún landans þyngist enn og er langt í að hann geti talist vera bjartsýnn á ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Þetta má sjá af Væntinga- vísitölu Gallup fyrir apríl sem birt var fyrr í vikunni. Vísitalan lækkaði þriðja mán- uðinn í röð. Að þessu sinni lækkaði hún um 2,3 stig milli mánaða og mældist gildi hennar 55,5 stig sem er svipað og það var í apríl fyrir ári. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan að meðaltali mælst rúm 57 stig og er því ljóst að landinn er heldur svartsýnni nú en hann hefur að jafnaði verið á þessu tímabili. Vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og at- vinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. -jh Kjaradeilur harðna Samninganefnd Alþýðusam- bands Íslands hefur beint því til aðildarsambanda og félaga að vísa kjaradeilum við Samtök atvinnu- lífsins til ríkissáttasemjara. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að þolinmæði launþegahreyf- ingarinnar sé brostin. Flóafélögin svokölluðu, Efling, Hlíf og Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, tóku samninganefndina á orðinu og afhentu Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara bréf þar sem kjaradeilunni var vísað form- lega til embættisins. Flóafélögin munu af sinni hálfu hverfa aftur B reskt fyrirtæki sem hannar og byggir hátæknisjúkrahús og svokölluð „Clean Room“ um allan heim hefur óskað eftir bún- aði frá DIS. Þeir vilja innleiða slíka lausn í hágæðaverkefni sem verið er að leggja lokahönd á. Ef vel tekst til vilja félögin kynna DIS -lausn- irnar fyrir forráðamönnum 1.200 sjúkrahúsa sem þeir hafa aðgang að. Þeir eru einnig með til prófunar nýja gerð af handsótthreinsi sem sendur hefur verið til Mið-Austurlanda,“ segir Ragnar Ólafs- son, framkvæmda- stjóri tæknisviðs DIS. „Áhugi þeirra á sjálfvirkri sótt- hreinsun kemur til vegna árangurs sem við höfum náð í sótt- hreinsun umhverfis í matvælaiðnaði og vegna nýrrar tegundar sótthreinsis sem við höfum þróað,“ segir Ragnar enn fremur. Síldarvinnslan tók fyrsta DIS -kerf- ið í gagnið fyrir áratug en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, meðal annars HB Grandi. Alls eru um fjörutíu sótt- hreinsunarkerfi frá DIS í notkun, flest hér á landi en sjálft sótthreinsi- efnið er notað í nokkrum stórum matvælaverksmiðjum í Bretlandi. Í skýrslu sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins gerði í Síldarvinnsl- unni 2002 eru niðurstöður örveru- mælinga á yfirborði flata. Rann- sóknirnar voru gerðar í flökunar- og pökkunarsölum Síldarvinnslunnar nokkrum vikum eftir uppsetningu búnaðarins og á sömu stöðum þrem- ur árum seinna. Niðurstöðurnar sýndu nánast allar tölur undir einum en það er árangur sem ég held að menn gætu verið ánægðir með í heil- brigðisgeiranum.“ Að mati Ragnars eru bundnar miklar vonir við að DIS-kerfin fái frekari dreifingu á Bretlandi. „Leiðandi verslanakeðja á Bret- landseyjum telur okkur með þessari tækni breyta öllum helstu við- miðum hvað varðar fjölda örvera í matvælavinnslum sem leiðir af sér minni gerlamengun matvæla. Þessi verslanakeðja er með efnið frá okkur í rannsókn og að henni lokinni munu þeir votta efnið. Verslanakeðjan ætlar að boða sína fiskframleiðendur í Skotlandi til kynningar á okkar lausnum í maí og við væntum mikilla viðskiptatækifæra í kjölfarið.“ –ÞT Sótthreinsunarkerfi DIS úða sótthreinsandi þoku og ná þannig að hreinsa alla fleti í rýminu. Íslenskur sótthreinsibún- aður eftirsóttur í Bretlandi Íslenska fyrirtækið DIS framleiðir sjálfvirkan sótt- hreinsibúnað sem vakið hefur athygli nokkurra stórfyrir- tækja í Bretlandi, þeirra á meðal eru Bakkavör group og leiðandi verslanakeðja á Bretlandseyjum.  nýsköpun sótthreinsiBúnaður dis setur ný viðmið til upprunalegrar kröfugerðar um stuttan kjarasamningstíma. Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að besti kosturinn fyrir þjóðina sé að atvinnuleiðin svokölluð verði farin út úr kreppunni en mikilvægur þáttur í þeirri leið sé að samið verði til þriggja ára. Samningaviðræðum hafi ekki verið slitið þótt tímabundið hlé hafi verið gert. Ekki sé hægt að gera kjarasamning til þriggja ára án aðkomu stjórnvalda. -jh DIS hefur þróað sótt- hreinsandi vökva sem á að vera mildur, langvinnur og ekki ætandi. Hér er Ragnar Ólafsson með sótthreinsinn. Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.