Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 24
G uðjón er að búa sig undir brottflutning úr borginni en fótbolta- tímabilið er að hefjast og stefnan er sett á Vestfirðina. Þar þjálfar hann fyrstu- deildarliðið BÍ/Bolungarvík og ætlar sér stóra hluti utan vallar sem innan. En Guðjón er blóðheitur maður með sterkar skoðanir á fótbolta sem og á öðrum sviðum. „Já, ég er mjög pólitískur maður og mér þykir umræðan í stjórnmálum frekar dapurleg. Það er léleg liðsheild á þinginu og ekki margir þar sem ég myndi velja í liðið mitt.“ En það er margt sameiginlegt með fótbolta og stjórnmálum. „Já, það er margt svipað. Fyrst þarf að ná samstöðu og búa til liðsheild og liðsheildin verður aldrei sterkari en veikustu hlekkirnir í henni. En sterk- ir og góðir spilarar skynja mikilvægi liðsheildarinnar. Fótboltinn er miklu skemmtilegri og jákvæðari en stjór- nmálin. Þar er maður að vinna með ungum mönnum sem eru uppfullir af lífsvilja og löngun, sem eru forrétt- indi. Ég geri ekki alla góða í fótbolta en ég tel að ég geti bætt þá sem menn og hjálpað þeim að undirbúa sig fyrir lífið. Margir þeirra sem ég hef þjálfað eru vinir mínir til lífstíðar þannig að ég á stóran hóp af vinum.“ Hefur verið skorað á þig í stjórnmál? „Menn hafa spáð í það enda hef ég ekki legið á skoðunum mínum. Ég er mikill Íslendingur í mér og mér þykir ekki alltaf hafa tekist vel til í stjór- nmálum. Þá skiptir engu máli hverjir eiga í hlut. Fjölskyldan mín hefur fengið að heyra það þegar hún hefur verið í pólitíkinni og maður hlífir engum. Ekkert verk er svo vel unnið að það sé ekki hægt að gera betur.“ Grímulaus aðför að Geir Haarde Einn sögulega merkilegur liður í upp- gjörinu við hrunið er landsdómur yfir mági þínum, Geir H. Haarde. Hvernig blasir málið við þér? „Mér finnst það sýna aumingja- dóminn í stjórnmálamönnum. Þetta er grímulaus aðför kommúnista að Geir. Steingrímur J. og þeir sem að þessu standa eiga að skammast sín og ég held að menn sem standa í gler- húsi ættu ekki að vera að grýta grjóti. Ég er hræddur um að þetta eigi eftir að koma í bakið á þeim. Málið mun marka spor í íslenskri sögu og djúp spor í pólitískri sögu. Ég held að það verði skarpari skil í stjórnmálum hér eftir.“ Þú hefur verið í Sjálfstæðisflokknum í áraraðir. Varst þú meðal ráðgjafa Geirs? „Neinei, hann var með fullt af fagfólki í kringum sig. Ég vildi hins vegar að hann hefði hlustað meira á mig. Þá hefði hann farið öðru- vísi í gegnum sum mál. Og það var ekki stefna Sjálfstæðisflokksins sem klikkaði. Stefna flokksins stendur sterk og óhögguð eftir og mér finnst að menn ættu að gera meira í því að verja hana af krafti. Í staðinn höfum við glórulausan sósíalisma sem veður hér uppi og mun keyra þetta samfé- lag í vesældina eina.“ Hyggst draga Vestfirðinga á völlinn Þú ert að taka við nýju starfi sem þjálfari fyrir vestan. Hvernig leggst það í þig? „Mér líst vel á þetta. Ég mun búa í Bolungarvík og mér líður vel á milli fjalla. Ég bjó lengi í miðlöndunum í Englandi þar sem er langt til fjalla. Ég fór vestur um daginn að skoða aðstæður og ég hlakka bara til. Við erum búnir að vera með allan hópinn í bænum í vetur og þegar leikmenn hafa lokið prófum í vor förum vestur og spilum fyrsta leikinn um miðjan maí. Þarna er jákvætt fólk og það eru jákvæðir menn sem standa að þessu.“ En þú hefur náð gríðarlegum árangri sem þjálfari í gegnum tíðina. Það hljómar kannski ekki sem stærsta tækifæri lífs þíns að þjálfa Bolungar- vík í fótbolta. Hvað sérð þú spennandi við þetta? „Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna af titlum hér heima, bæði sem leikmaður og þjálfari. Og oft. Ég lít á þetta sem mikla áskorun. Menn biðu ekki beinlínis í röðum eftir að taka við þessu verkefni. Mér finnst mjög heillandi að þarna hefur í raun enginn fótbolti verið í tæp þrjátíu ár. Ef okkur tekst að koma fótum undir liðið, auka áhuga á fótbolta á svæðinu og búa til stemningu þá erum við að stórauka menningarflóru norðan- verðra fjarðanna. Þarna geta gerst hlutir sem fólk vill sækja. Ef við náum 10 til 20 prósentum af byggðinni á völlinn þá erum við að gera góða hluti.“ Líturðu á þetta sem eins konar sam- félagstilraun? „Já, þetta er tilraun til að búa til lið sem getur lifað af. Svo að börn og unglingar á svæðinu geti alist upp við að eiga fótboltalið. Þannig lít ég á þetta en ekki bara sem eitt- hvert sumarverkefni. Ef þetta lið á að Eltist við öðruvísi titla Þjálfarinn Guðjón Þórðarson hefur einsett sér að byggja upp fótboltamenningu á Vestfjörðum og koma liði Bolungarvíkur á kortið. Hann fagnar frumstæðum aðstæðum í sveitinni en gæti líka vel hugsað sér að þjálfa landsliðið í fótbolta. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann. Ljósmyndir/Hari skjóta rótum þá tekur það tíma.“ Sérðu fyrir þér að þú verðir lengur en þetta sumar? „Já, alveg eins og ekkert síður. Ég er meira að segja farinn að undirbúa haustið og byrjaður að leggja drög að því hvernig við vinnum í vetur.“ Breytti um lífsstíl Hvað stefnir þú hátt með liðið? „Það er ósköp einfalt. Ég var spurður að því af leikmanni um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að halda fund og tala um markmiðin. Ég þarf engan fund til þess. Það liggur ljóst fyrir að við ætlum að hætta að tapa fótboltaleikjum og byrja að vinna eins marga og hægt er. Það verður enginn afsláttur gefinn í þeim efnum.“ Þú hefur flakkað á milli liða undanfar- in ár. Hafði blóðhiti þinn áhrif á það? „Neinei, það eru margar ástæður fyrir því. Sums staðar breyttust forsendur og nýir eigendur komu inn, eins og hjá Barnsley. Ég sagði upp í Notts County.“ En landsliðinu gekk frábærlega undir þinni stjórn og var hársbreidd frá því að komast á Evrópumeistaramót. Hvers vegna hættir þú þar? „Ég bara sagði upp og fór. Ég ætlaði að róa á ný mið. Ég er einn af örfáum landsliðsþjálfurum sem hafa ekki verið reknir. Þegar ég sagði upp var ég farinn að skoða vinnu erlendis. Þá átti ég mögu- leika á að fara til Norðurlandanna og svo kom Stoke upp.“ Þér er lýst sem skrautlegum og skap- stórum þjálfara sem gerir kröfur til leik- manna. „Ég er hörkuþjálfari. Og geri kröfur. Ég er staðfastlega þeirrar trúar að agi sé upphaf árangurs og held að það skipti öllu máli. Eitt er hugmyndin um að vera góður leikmaður en annað að vera tilbúinn að gera það sem þarf.“ Ert þú sjálfur agaður? Ég var spurð­ ur að því af leikmanni um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að halda fund og tala um mark­ miðin. Ég þarf engan fund til þess. Það liggur ljóst fyrir að við ætlum að hætta að tapa fótboltaleikj­ um og byrja að vinna eins marga og hægt er. Framhald á næstu opnu Ef okkur tekst að koma fótum undir liðið, auka áhuga á fótbolta á svæðinu og búa til stemningu þá erum við að stórauka menningarflóru norðan­ verðra fjarðanna. Þarna geta gerst hlutir sem fólk vill sækja. Ef við náum 10 til 20 prósentum af byggðinni á völlinn þá erum við að gera góða hluti. Guðjón segir sorglegt að fylgjast með aðför kommún- ista að mági sínum, Geir H. Haarde, sem nú sé dreginn fyrir landsdóm. Málið eigi eftir að marka djúp spor. 24 fréttir Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.