Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 34
Með bók á heilanum
B
Bækur geta svo sannarlega haft áhrif á
hugann. Undanfarið hefur bókin á nátt-
borðinu verið Engan þarf að öfunda eftir
Barböru Demick þar sem hún fjallar um
ástandið í Norður-Kóreu. Hún var um
árabil fréttaritari LA Times á Kóreuskaga
og þekkir því vel til þar. Feðgunum ill-
ræmdu, Kim Il Sung og Kim Jong-il, hefur
frá lokum Kóreustríðsins nánast tekist
að koma þjóð sinni aftur á steinaldarstig,
að því undanskildu þó að her þess síðar-
nefnda, sem nú fer með völd, ræður yfir
gereyðingarvopnum.
Norður-Kórea er og hefur verið lokað
land. Því er fróðlegt að kynnast í bókinni
heilaþvotti heillar þjóðar þar sem njósnað
er um alla og engum má treysta; þjóðar
sem búa hefur mátt við harð-
ræði stjórnarfars sem leitt
hefur til hungurs-
neyðar og dauða
milljóna
manna.
Hvergi hefur þó verið gefið eftir í pers-
ónudýrkun leiðtogans. Alþýðan hreinlega
tapaði sér því í sorg þegar Kim Il Sung fór
á fund feðra sinna. Sonurinn, Kim Jung-il,
tók við valdataumunum. Þjakaður lýðurinn
fór úr öskunni í eldinn.
Allt skipulag í Norður-Kóreu hrundi á
síðasta áratug liðinnar aldar í kjölfar falls
Sovétríkjanna og heimskommúnismans.
Hið fallna stórveldi hafði haldið norður-
kóreska ríkinu gangandi, m.a. með niður-
greiddri eða ókeypis orku. Verksmiðjum
var lokað, rafmagn var tekið af. Fólk hrakt-
ist úr vinnu og engu breytti þótt sumir
héldu vinnunni. Engin laun voru greidd.
Það leiddi óhjákvæmilega til upplausnar,
fæðuskorts, betls, hungurs og loks dauða.
Allt var nýtt sem satt gat svanga munna,
rætur og fræ sem fundust til fjalla. Það
litla sem var að hafa var jafnvel
drýgt með sagi. Nán-
ast það eina
sem
ban-
hungr-
að
fólk,
og það
í bók-
staf-
legri
merkingu,
hugsar um
er að reyna með
öllum ráðum að finna
mat, að minnsta kosti á
meðan þrek leyfir. Í þeirri
von að ná sér í aura fyrir mat
stal fólk í örvæntingu, náði sér
m.a. í raflínustrengi til að selja í
þeirri veiku von að fá eitthvað matar-
kyns í staðinn. Strengirnir voru hvort eð
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Þ akka þér fyrir bréfið sem þú sendir okkur í Besta flokknum í síðustu viku. Mér þykir vænt um að sjá að þér er ekki
sama um Besta flokkinn. Í dágóða stund velti
ég því fyrir mér sem þú varst að segja okkur
og settist svo niður til að skrifa þér þessar
línur.
Til leið út úr blindgötunni
Þú lýsir vel ástandinu frá því hrunið varð í
október árið 2008 og kemst að sannfærandi
niðurstöðu um ástæðuna fyrir að það greiddi
fyrir framgangi Besta flokksins í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Ég er alveg sam-
mála þér þar. Lífi okkar hefur verið stjórnað
í gegnum stjórnmál, með tungumáli sem
gerir það að verkum að fyrir hrun höfðu fæst
okkar áhuga eða nennu á að reyna að skilja
það. Það mætti kannski nefna þetta tungumál
stjórnmálamann „stjórn-mál“ og því miður
hefur það ekki verið nýtt til þess sem ég kalla
venjulegar samræður heldur leitt til þess sem
þú lýsir ágætlega sjálfur í bréfi þínu og kallar
„útúrsnúninga“ og „smásálarskap hagsmuna
og valdatogs.“ Og sá doði sem fylgdi áhuga-
leysi okkar á að taka þátt í því öllu bar okkur
að feigðarósi.
Það er líka rétt hjá þér að það tekur langan
tíma að breyta „stjórnmála- og umræðuhefð
þjóðar“. En aldrei hefði mig grunað að fólk
byggist við því að Besta flokknum mundi
takast það á ellefu mánuðum. Við höfum hins
vegar reynt að sýna að það er til leið út úr
blindgötunni. Það er leið einlægrar samræðu.
Ég hef reynt að vera heiðarlegur í því sem
ég segi og geri. Ég reyni ekki að flækja að
óþörfu. Frekar að þegja en segja. Í góðra vina
hópi er ég kjaftfor og hæðinn, á sviði er ég
órólegur og hávær. Þegar ég tala stjórn-mál,
heiðarlegur og rólegur. Fyrir mér liggur að
tala stjórn-mál á skiljanlegan hátt. Einn skóla-
stjóri sagði á fundi um daginn í Kringlumýri
að Besti flokkurinn þyrfti að tala skýrt. Og
kannski höfum við ekki gert það, talað nógu
skýrt, talað nógu mikið. Mikið hefur gengið á
hjá okkur sem fórum í borgarstjórn fyrir kjós-
endur Besta flokksins, við höfum viðurkennt
Það er líka rétt
hjá þér að það
tekur langan
tíma að breyta
„stjórnmála-
og umræðu-
hefð þjóðar“.
En aldrei hefði
mig grunað að
fólk byggist við
því að Besta
flokknum mundi
takast það á ell-
efu mánuðum.
Besti flokkurinn og stjórnmálin
Kæri Jón Kalman
Einar Örn
Benediktsson
borgarfulltrúi
Áhugasamir söngvarar eru velkomnir
í prufusöng næstu daga.
Nánari upplýsingar veita Dagur Jónasson
formaður dagurjonasson@hotmail.com
Friðrik S. Kristinsson söngstjóri fsk@kkor.is
KarlaKór reyKjavíKur
auglýsir eftir söngmönnum
KarlaKór reyKjavíKur
www.kkor.is
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
Helgin 29. apríl-1. maí 2011