Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 52
52 dægurmál Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Sýningartæki, Skilavara og útlitSgö
lluð
tæki á mikið lækkuðu verði.
komDu og gerðu gÓð kauP
lagerHreinSun
í Skeifunni
aðeinS í Dag
, laugarDag
og SunnuDa
g
S á mikli meistari trommuleiks-ins, Pétur Östlund, er væntan-legur til landsins í næstu viku.
Erindið er að kynna glænýja kennslu-
bók um trommuleik og tónleikahald
með Kvintett Sigurðar Flosasonar í
Þjóðmenningarhúsinu.
Maðurinn að baki komu Péturs
og útgáfu bókarinnar er trommu-
leikarinn Matthías Hemstock sem
hefur lamið húðirnar með ýmsum
hljómsveitum, allt frá djasstríóum
til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og
fyrrum nemandi Péturs. Matthías sá
hjá sínum gamla læriföður útgáfu af
bókinni á frumstigi fyrir um tveimur
árum og fékk þá flugu í höfuðið að
hún yrði að komast á prent.
Aðspurður hvort frumútgáfa á
kennslubók í trommuleik sé ekki
áhættusamt ævintýri, miðað við tak-
markaðan markhóp, segist Matthías
ekki hafa stórar áhyggjur. „Auðvitað
er þetta ákveðin hugsjónamennska og
útgáfan hefði ekki verið möguleg án
góðra styrkja sem til hennar var aflað.
Hins vegar er hópur trommuleikara
lúmskt stór og vonandi mun bókin
mjatlast út áfram á næstu árum. Þetta
er bók fyrir trommuleikara almennt,
ekki aðeins þá sem spila djass.“
Pétur Östlund hefur verið búsettur
trommuleikur Pétur ÖStlund með tónleika og kennSlubók
Meistari húðanna
Kennslubókin Hringir
innan hringja. Með bókinni
fylgir DVD-diskur þar
sem Pétur sýnir meðal
annars ýmsar æfingar við
trommusettið.
í Svíþjóð um árabil. Hann er
fæddur 1943 og hefur verið
lengi í fremstu röð djass-
trommara á Norðurlöndun-
um og þótt víðar væri leitað.
Pétur mun leika á tvennum
tónleikum með Kvintett
Sigurðar Flosasonar, á
þriðjudags- og miðvikudags-
kvöld, og hefjast tónleikarn-
ir klukkan 21 bæði kvöldin.
Á efnisskrá verða fyrst og
fremst lög af þremur plötum
Sigurðar, Gengið á lagið,
Gengið á hljóðið og Leiðin
heim, en Pétur spilar á þeim
öllum, auk að minnsta kosti
eins lags eftir hann sjálfan.
Tónleikarnir verða hljóð-
ritaðir og mun RÚV útvarpa
þeim síðar á árinu. Ef upp-
tökurnar lukkast vel er jafn-
framt hugmyndin að koma
þeim á plötu og gefa út.
Aðspurður hvort hann
verði meðal gesta í salnum
eða með hlutverk á sviðinu
segir Matthías að hann verði
við upptökutækin. „Já, ég
verð á rauða takkanum.“ -jkPétur Östlund spilar á tvennum tónleikum með Kvintett Sigurðar Flosasonar.
Angelina andlit
Louis Vuitton
Sex barna móðirin og leikkonan An-
gelina Jolie hefur sent frá sér til-
kynningu þar sem hún staðfestir að
hún sé nýjasta andlit tískumerkisins
Louis Vuitton. Mikil auglýsinga-
herferð verður sett af stað um heim
allan síðar á árinu og er nú þegar
búið að taka myndir af Angelinu af
því tilefni. Ljósmyndarinn er sjálf
Annie Leibovitz, einn færasti ljós-
myndari okkar tíma, og ku hún gera
Angelinu að algjörri gyðju.
Angelina mun fá rúmar tíu milljónir
dollara fyrir herferðina eða rúman
milljarð íslenskra króna. Meirihluti
ágóðans á að renna til góðgerðar-
starfsemi, að sögn Angelinu.
Bandarískar kisur
leggja Kattholti lið
Kettir sem lenda á vergangi eða í öðrum hremmingum eiga
yfirleitt ekki í mörg önnur hús að venda en Kattholt. Kattholt er
að miklu leyti rekið af félagsmönnum sem greiða 3.000 krónur
í árgjald og óhætt er að segja að þar muni um hverja krónu.
Félagsmönnum hefur fjölgað hægt og sígandi undanfarið
enda virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning um kröpp kjör
katta í kreppunni. Nýjustu félagarnir í Kattavinafélagi Íslands
eru kisurnar Pandora og Linus sem búa í Indiana í Bandaríkj-
unum þannig að velunnara Kattholts má finna langt út fyrir
landsteinanna.
Pandora
og Linus
hafa það
notalegt
í Indiana
en taka
óbeinan
þátt í
starfi
Katt-
holts með
fjárfram-
lögum.