Fréttatíminn - 29.04.2011, Blaðsíða 46
Álþynnur Mynstraðar neglur vinsælar
Naglatíska hefur aldrei verið eins vinsæl og nú og stelpur
sækjast eftir að mynstra á sér neglurnar í öllum regn-
bogans litum. Shatter-naglalakkið frá OPI, sem myndar
mynstur á nöglunum, er eitt af því sem hefur selst upp
í öllum verslunum landsins. Einnig hefur svokallað
Minx-naglaæði tröllriðið heiminum og er það nýkomið til
landsins. Helstu Hollywood-stjörnur á borð við Beyonce,
Drew Barrymore og Katy Perry eru duglegar að skarta
litríkum nöglum frá Minx. Minx er ekki lakk, eins og ætla
mætti, heldur örþunnar álþynnur sem fást í alls konar
mynstri. Þynnurnar eru hitaðar og svo límdar á neglurnar
og snyrtar til. Þær geta haldist á í allt að tvær vikur með
réttri meðhöndlun.
46 tíska Helgin 29. apríl-1. maí 2011
Sýna hugrekki með
djörfu útliti
Á köldum vetrardegi fyrir nokkrum vikum klofaði
ég snjóskaflana og hlífði mér fyrir rokinu, klædd í
þykka pelsinn og góðu skóna, tilbúin að takast á við
veðrið. Á móti mér kom stelpa, berleggjuð í hlýra-
lausum kjól með þunnan jakka yfir axlirnar. Blá í
framan og horfði á okkur hin. Öfundaraugum.
Sýniþörf fólks virðist hafa aukist gríðarlega
síðustu ár. Klámvæðingin hefur haft mikil áhrif á
okkar vestræna samfélag og stelpur sækjast eftir
djörfu útliti og sýna hugrekki og þor. Þær
hengja brjóstin upp í háls, draga bolinn
rétt niður fyrir rassinn og sleppa
sokkabuxunum. Staulast svo um
á fimmtán cm háum hælum og
dýfa andlitinu í málningardollu;
tilbúnar að takast á við samfélagið. Með von-
arglampa í augunum og þörf fyrir að einhver taki
eftir þeim.
Fyrir ekki svo mörgum árum var nekt skil-
greind á allt annan hátt en í dag. Nafli, bringa
og aðrir líkamspartar þóttu óviðeigandi og
betur huldir klæðum. Í dag þurfum við að
líma augun við gólfið og vonast eftir því að
verða ekki gómuð við að horfa ofan í háls-
málið á hugrakkri stelpu.
Nú þegar sumarið fer að ganga í garð er bráð-
nauðsynlegt að létta af sér hlýju flíkunum
og taka upp sumarklæðnaðinn. Fleiri
fara að sækja í djarfa klæðnaðinn og nota
sumarið sem afsökun fyrir
sýniþörfinni; leyfa hugrekk-
inu að ráða. Með glampa
í augunum og von um að
einhver taki eftir þeim.
Hildur Ragnarsdóttir er 22 ára
og starfar í versluninni Einveru.
Einnig er hún virkur tískubloggari
og bloggar á síðunum hilrag.com og
reykjavikstreetstyle.com.
„Stíllinn minn er mjög blandaður
og fer mest eftir dögum og skapi.
Stundum langar mig að vera fín, set
á mig varalit og hoppa í hælana en
aðra daga dett ég í rokkaragírinn
og skelli mér í Converse-skóna.
Ég kaupi fötin mín aðallega í All
Saints, Zöru, H&M og svo auðvitað
Einveru þar sem ég vinn.
Innblásturinn fæ ég mest frá
tískubloggum og einnig úr tónlist
eða bíómyndum. Olsen–systurnar
eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda
miklir frumkvöðlar þegar kemur
að tísku.“
Stíllinn breytilegur eftir dögum
5
dagar
dress
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Lauren Conrad með nýjan vef Öðruvísi
vorlína frá
Lancôme
Það er alltaf hægt að
treysta snyrtivörunum
frá Lancôme. Nú hefur
fyrirtækið sent frá
sér nýja vorlínu sem
leiðir mann til áttunda
áratugarins. Línan er
öðruvísi og fjölbreyti-
leg og fyrirtækið hefur
greinilega ákveðið
að ganga skrefinu
lengra en venjulega.
Spennandi litaflóra,
hippafílingur og mikil
blómagleði er í fyrrirúmi.
Þetta er fyrsta umhverfisvæna förðunarlínan
frá fyrirtækinu og inniheldur aðeins nátt-
úruleg efni, sem gefur þar af leiðandi fallega
áferð og enn betri útkomu. Línan er sambland
af alls konar vörum; gloss, varalitur, naglalakk,
augnskuggar og fleira, og mun á næstu vikum
berast hingað til lands.
Þriðjudagur
Skór: All Saints
Buxur: Zara
Peysa: Weekday
Vesti: H&M
Mánudagur
Skór: Converse
Buxur: Zara
Skyrta: Ralph Lauren
Úr: Fossel
Miðvikudagur
Skór: Minnetonka
Sokkabuxur: H&M
Stuttbuxur: Levi’s
Belti: Zara
Skyrta: Monki
Jakki: Spúútnik
Föstudagur
Skór: Jeffrey Campbell
Stuttbuxur: Kalda
Bolur: American Apparel
Hálsmen: All Saints
Armband: H&M
Fimmtudagur
Skór: Jeffrey Campbell
Kjóll: Kalda
Jakki: Einvera
Eyrnalokkar: Topshop
Raunveruleikastjarnan
Lauren Conrad, sem
þekktust er fyrir þátt-
töku sína í þáttunum
The Hills, hefur svo
sannarlega ákveðið
að láta nafn sitt aldrei
gleymast. Nýlega skrif-
aði hún undir útgáfu-
samning um sína þriðju
bók sem fjallar um allt
sem tengist tísku. Nú
hefur hún tilkynnt að
hún muni ritstýra nýjum
vef sem fer í loftið á
næstunni á slóðinni the-
beautydepartment.com.
Þar mun hún skrifta um
allt sem tengist fegurð,
snyrtivörum, tísku og
fleira og hefur fengið
í lið með sér förð-
unarfræðinginn Amy
Nadine og hárgreiðslu-
meistarann Kristin
Ess. Allt virðist hún
geta gert, hún Lauren
Conrad.
www.rumfatalagerinn.is
OPIÐ Á
SUNNUDAG
1. MAÍ
SUMARBÆKLIN
GURINN
OKKAR ER KOM
INN ÚT!