Prentarinn - 01.04.1994, Side 7

Prentarinn - 01.04.1994, Side 7
ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvwxysþæö & 1234567890 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZÞÆÖ abcdðefghijklriinopqrstirowxysþæö & 1234567890 Palatino og skáletur þess ABCDEFGHIJKLMNPQRSTUVWXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvwxysþæö & 1234567890 Melior ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvwxyzþæö & 1234567890 Optima gefa txXY gefa txXY Palatino og Stempel Garamond sóknum hans og tilraunum lauk 1958 - ári eftir að Helvetica og Univers komu fram - með letrinu Optima, sem er mjög óvenjuleg steinskrift. Hlutföllin í stóru stöfunum eru að mestu þau sömu og á Trajanusarsúlunni í Róm (sést best á E, F og L), stafdrættir eru ekki jafnir (eða nán- gefa XxY gefa XxY Optima og Helvetica ast jafnir) einsog algengast er í steinskrift heldur er breiddarmunurinn talsverður, og einstakir stafleggir eru grennstir um miðj- una en víkka ögn út til endanna. Vegna þess hve læsileg Optima er er hún mun fjölhæfara letur en margar algengustu steinskriftir. Hún hefur verið notuð sem meginmálsletur á bækur með góðum árangri og undarlegt má heita að menn skuli ekki velja hana á listaverkabækur fremur en Helvetica. Þá er hún yfirleitt góð til fyrirsagna með antíkvu, en þó eink- um með öðru letri Zapfs sjálfs. Því svo fjölbreytt sem letur hans er þá er með því öllu sterkt ættarmót, sameiginleg stílein- kenni. Þetta veldur því að letur eftir hann fer vel saman á síðu. Meðal helstu stíleinkenna Zapfs má telja eftirfarandi: (1) Mikið innrými stafa á borð við a, d, e, g, h. Því hefur verið haldið fram að meginástæða þess að svo er í letrinu frá 6. áratugnum hafi verið að pappír var mjög lélegur í Þýskalandi eftir stríðið og þetta hafi verið leið til þess að koma í veg fyrir að belgirnir fylltust af prentsvertu. Zapf hefur hinsvegar haldið þessu alla tíð svo að varla hefur það verið eina ástæðan, en þetta eykur læsileika letursins. PRENTARINN 4/94 7

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.