Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 11
„Það er hægt að gera sama hlutinn á mismunandi hátt“ Sölvi Ólafsson Eitt af þeim fjölmörgu námskeiðum sem haldin voru nú í haust á vegum Prenttæknistofnunar fjallaði um brot og brotvélar. Til stóð að halda eitt námskeið, en þegar til kom var þátttakan svo mikil að ákveðið var að halda þrjú. Eitt var sérsniðið fyrir bókbindara, annað fyrir filmuskeytingamenn og það þriðja fyrir umsjónarmenn prentverks. Hvert námskeið stóð í 20 tíma og var skipt niður á þrjá daga. Leiðbeinandi á námskeiðunum var Þorsteinn Pálmarsson bókbindari. Á námskeiðinu fyrir umsjónarmenn prentverks fór hann yfir mörg af þeim vandamálum sem bókbindarar fá inn á gólf til sín. Hann lýsti vel aðstöðu bókbindara m.a. með því að segja að öll vandamál sem þeir fá inn til sín verði að leysa á einn eða annan hátt. Bókbindarinn stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að það er búið að prenta á pappírinn og ekki hægt að senda hann til baka til prentarans eins og prentarinn getur sent gallaða prentplötu til skeytingamanns. Þar er einfaldlega hægt að taka nýja plötu. Bókbindarinn verður að leysa vandamálið, en því miður oft með töluverðum tilkostnaði, t.d. með handavinnu í stað vélavinnu. Meðal þeirra atriða sem farið var í á námskeiðinu var hvernig ólíkar pappírstegundir hafa áhrif á brot, stig í pappír, límnotkun í bókbandi, ýmsar tegundir brots og fellinga, stönsun og skurður í brotvélum. Einnig var komið inn á þætti eins og fræsingu, samantekt, upptöku, gormun auk annarra verka sem unnin eru í bókbandi. Eirrnig kynnti Þorsteinn nýja aðferð við að binda inn bækur, verklegar æfingar, þeir fengu arkir og voru beðnir um að koma með tillögu að ákveðnum brotum og sátu menn með sveittan skalla við að prófa hinar ýmsu lausnir. Það jók enn frekar gildi námskeiðsins að heill dagur fór í verklegar æfingar á bókbandsvélum og fóru þær fram í Prentsmiðjunni Odda. Þar fengu menn að stilla og kynnast af eigin raun þeim lögmálum sem gilda um brot í brotvélum. Það sem þátttakendur fengu aukreitis á námskeiðinu voru áhugasamir samnemendur og gerðu þeir námskeiðið ekki síst lærdómsríkt hver fyrir annan með spurningum sínum og athugasemdum. Þátttakendur lögðu á borð ýmis vandamál sem þeir höfðu þurft að kljást við í gegnum tíðina og skiptust á skoðunum um þau. Þarna fæddust líka margar hugmyndir sem menn vildu spenntir færa út í lífið og oft heyrðist sagt: „Nú, er þetta hægt?!" Með námskeiðinu fylgdi mjög góð 100 síðna kennslubók, eins og öðrum námskeiðum Prenttæknistofnunar. Þar er farið í mörg þau atriði sem kennd eru á námskeiðinu og auk þess er þar að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar sem nýtast við prentgripagerð. Til dæmis hvað hafa ber í huga við framleiðsluáætlanir, ýmsar hagnýtar ábendingar, lausnir á vandamálum sem upp koma í bókbandi o.fl. o.fl. Eftir svona námskeið heyrist sjaldnar: „Þetta er gert svona vegna þess að svona erum við vanir að gera þetta." Menn verða tilbúnir að prófa nýjar leiðir með það að leiðarljósi að bæta vinnsluna á verkinu í gegnum prentsmiðjuna og auðvelda þeim sem á eftir koma í vinnsluröðinni. Það er til góða fyrir þá sem vinna verkið, fyrirtækið og síðast en ekki síst þann sem síðast kemur og borgar brúsann, viðskiptavininn. / kennslu- stofu. aðferð sem mjög er að ryðja sér til rúms í heiminum og kallast á ensku „lay flat". Kostimir við aðferðina em m.a. að einungis er notast við kalt lím í stað heits, sem þýðir að límið binst betur trefjunum í pappímum. Bækumar koma flatar úr bindivélinni, þær opnast betur og brotna ekki í kjölinn. Þátttakendur vom látnir leysa ýmsar PRENTARINN 4/94 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.