Prentarinn - 01.04.1994, Side 22

Prentarinn - 01.04.1994, Side 22
„Ekki mega drengir venja sig á víns- eður tóbaks neyzlu“ Ingi Rúnar Eðvarðsson Allt fram undir 1906 voru engir formlegir samningar til í íslenskum prentiðnaði. Pá réðu prentsmiðjueig- endur lögum og lofum í prentsmiðjum og þeim var í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu rekstri sínum, svo fremi að þeir brytu ekki landslög, einkanlega lög um prentfrelsi. í mörgum tilvikum tóku þeirþó mið afdönskum samningum og aðstæðum ytra. Eitt varþað sem ein- kenndi þessa tíma öðru fremur. Prentsmiðjueig- endur tíðkuðu það að segja upp mönnum um leið og þeir urðu fullnuma og ráða nýnema í þeirra stað, því laun þeirra voru mun lægri en sveinalaun- in. Fyrir vikið litu prent- sveinarnir á nemana sem keppinauta sína. Fyrstu kröfur prentaraféiaganna hnigu að því að hækka kaupið og sporna gegn of mikilli fjölgun nema. í þessu greinarkorni verður gerð grein fyrir viðhorfi fyrstu íslensku prentarafé- laganna til prentnema. Prentarafélagið eldra Fyrsti vísir að samtökum prentara hér á landi er fræði- og skemmtifé- lagið Kveldvakan sem starfaði síð- ari hluta árs 1886. Prentarafélagið eldra var stofnað 2. janúar 1887. Að félaginu stóðu nokkrir þeirra er stofnuðu Kveldvökuna auk annarra prentara í Reykjavík. Eftir því sem næst verður komist voru það þessir prentarar: Guðmundur Þorsteinsson, Gunnlaugur 0. Bjarnason, Jóhannes Vigfússon, Jón Hannesson, Magnús Péturs- son, Oddur Bjömsson, Ólafur Ólafsson, Stefán Pétursson, Stefán Runólfsson og Steinn Jónsson. Fé- lagsmenn Prentarafélagsins fjöll- uðu um fjölmörg hagsmunamál, svo sem um kaup og kjör, vinnu- tíma, útgáfu tímarits, bókasafn o.fl. Þeir tóku einnig saman „Regl- ur um fjölda, inntöku, kennslu o.fl., víðvíkjandi prentnemendum" og er þar fjallað um eitt af brýn- ustu baráttumálum félagsins. í reglunum er kveðið á um að nefnd prentarafélagsmanna á hverjum vinnustað skeri úr um hvort fjölga þurfi nemum, og skuli prent- smiðjueigendur leita eftir sam- þykki nefndarinnar. Þegar ákveðið hefur verið að fjölga þurfi nemum ber hinum óharðnaða unglingi að gangast undir próf Prentarafélags- ins er miðar að því að kanna hæfni hans: 1. að hann kunni vel að lesa skript, sé allvel skrifandi og kunni réttritun í góðu lagi. 2. að hann kunni í reikningi eins- konar og margskonar tölur, tugabrot og þríliðu rétta. 3. að honum sé vel kunnugt eitt- hvert ágrip af mannkynssögu og ágrip af landafræði, kunni til hlýtar lýsingu íslands og ágrip af sögu Islands. 4. Aður en hann er fastráðinn, sé hann einn mánuð til reynslu í prentsmiðjunni, til að sýna verkhæfileika sinn og hegðun. I nemareglunum eru sveinar jafnframt skyldir til að kenna nem- um helstu prentaðferðir og láta sér annt um að þeir verði vandvirkir og fljótir. Þá segir: „Ekki mega sveinar hafa fyrir drengjum óvirðulegt framferði til orða eða verka. Þeir eiga að áminna drengi með rólegri alvöru en ekki frekju. Drengir eru skyldir að hlýða sveinunum í öllu og laga sig eptir tilsögn þeirra og áminningum; þeir mega ekki jafnkíta eða svara sveinum og eiga að bera virðingu fyrir þeim og sýna þeim kurteisi. Ekki mega drengir venja sig á víns- eður tóbaks neyzlu." Þá er kveðið á um að námstím- inn sé að jafnaði 5 ár. Að námi loknu skal neminn reyndur af ein- um sveini í þekkingu sinni á prentiðn í viðurvist tveggja eða fleiri prentsveina. Að því búnu skulu prentsveinarnir gefa honum vitnisburðarbréf þar sem tilgreind er þekking hans á iðninni, vand- virkni, flýtir og hegðun. Þrjár ein- kunnir skulu gefnar: vel, dável og ágætlega. Prentarar gerðu ráð fyrir því að kjörnir menn úr Prentarafélaginu og prentsmiðjueigendur rituðu nöfn sín undir nemareglumar, er síðan giltu sem samningur milli þessara aðila um prentdrengi. Prentsmiðjueigendur undirrituðu þó aldrei neinn samning þar að lútandi. Prentarafélagið eldra lagð- ist af árið 1890 og mun atvinnu- leysi hafa valdið því að forsprakk- ar félagsins fluttust frá Reykjavík. Hið íslenzka prentarafélag Hið íslenzka prentarafélag var stofnað 4. apríl 1897 af 12 prentur- 22 PRENTARINN 4/94

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.