Prentarinn - 01.04.1994, Side 6
Hermann Zapf
- skrifari og leturhönnuður
Þorsteinn Þorsteinsson
^ABCDEFGHIJKL M
NOPQRSTUVW
Cadigraphy CPXY7 ,
is ditfinguisfitd fy íarmony ofsfyfuj
It is conscious oj tíc mctftods dy wíicf ityets its resuCt-
Itsfonns arc dcjhutc■ e a lowe
í leysiprenturunum frá Apple eru nokkrar
leturtegundir innbyggðar, þar á meðal
þrjár eftir einn og sama manninn. Tvær
eru við hann kenndar: skrifletrið Zapf
Chancery og merkjafonturinn Zapf Ding-
bats, en þriðja letrið er sýnu frægast og
heitir Palatino. Höfundurinn er Hermann
Zapf, Þjóðverji sem fáir draga í efa að sé
merkasti letursmiður sem nú er á lífi. Og
þyki mönnum það ekki nóg þá má geta
þess að hann er einnig að flestra dómi
fremsti skrifari á seinni hluta aldarinnar.
Vinur minn Gunnlaugur SE Briem telur
jafnvel að hann sé mesti skrautskrifari
allra tíma.
Zapf hefur sumsé markað djúp spor bæði
í kallígrafíu og týpógrafíu aldarinnar og
því er sú spurning nærtæk hvernig tengsl-
um þessara þátta sé háttað í verki hans. Má
greina áhrif skrifarans hjá leturgerðar-
manninum? Skrautskrift er list, um það er
ekki deilt, en eiga kallígrafísk áhrif heima í
leturgerð? Þarf letur ekki umfram allt að
hafa notagildi, skiptir fríðleiki þess nokkru
máli, er ekki nóg að það sé læsilegt? Um
þetta eru menn ekki á eitt sáttir, en þetta
eru spurningar sem vert er að velta fyrir
sér þó hér sé ekki rúm til að ræða þær af
neinu viti.
Hermann Zapf fæddist í Núrnberg í
Þýskalandi 1918 og varð því 75 ára í fyrra.
Kornungur tók hann að leggja sig eftir
skrautskrift, þegar hann hafði séð sýningu
á verkum eftir Rudolf Koch sem var einn
fremsti skrifari og leturgerðarmaður Þjóð-
verja á fyrstu áratugum aldarinnar. Arang-
ur Zapfs varð brátt ótrúlegur, og þeim mun
ótrúlegri sem hann naut engrar tilsagnar í
listinni.
f stríðinu fékkst Zapf við kortagerð en
varð listrænn stjórnandi hjá Stempel-
letursmiðjunni fljótlega eftir að því lauk.
Hann vakti fyrst verulega athygli 1949
fyrir skriftarbók sem hann hafði lokið við í
upphafi stríðsins og var einn samfelldur
óður til skriftar og leturs og orðsins listar.
Nýtt letur var á inngangi bókarinnar,
kennt við ítalska 16. aldar skrifarann
Palatino, sem síðan var gefið út ári síðar.
Það var endurreisnarletur (garaldi) með
greinilegum áhrifum frá skrift einsog sjá
mátti á ýmsum stöfum, td. X, x og Y; með-
al annarra einkenna má nefna að innrými
stafa á borð við a, e og g var mjög mikið í
samanburði við helstu garalda einsog
Garamond og Bembo. Skáletrið var
óvenju lítið hallandi og áberandi ,fallegt'.
Yfirleitt er skáletur mun miður læsilegt en
beina letrið en það verður naumast sagt
um PALATiNO-skáletrið. Enda er það oft
notað í samfelldu máli þegar þörf er á fal-
legu og læsilegu letri, meðal annars í kvik-
myndum og sjónvarpi. f samfelldum texta
er beina letrið dálítið vandmeðfarið, enda
hugsaði Zapf það ekki sem bókaletur held-
ur sem auglýsingaletur fyrst og fremst.
Hann hannaði því annað afbrigði, að ýmsu
leyti reglulegra, sem almennt bókaletur.
Það heitir Aldus og er notað á þessari
grein; því fylgja hásteflingar og lágstafa-
tölur en ekki feitt letur, enda þarf yfirleitt
ekki á því að halda við bókaprentun. Þrátt
fyrir þetta hefur Palatino alltaf verið eft-
irsótt bókaletur, og í fyrra taldist mér til að
það hefði verið þriðja algengasta letrið á ís-
lenskum bókum.
Letrið Melior af leturætt egypta sem
kom út 1954 var einnig verulega nýstár-
legt. Sporöskjuform setja mestan svip á
letrið; O-in eru einkar athyglisverð:
kannski er þar kominn sá „ferhyrndi
hringur" sem löngum hafði verið talið að
ekki væri til. Melior var hugsað fyrst og
fremst sem blaðaletur, það er ákaflega
læsilegt en hefur um leið yfir sér þennan
þokka sem alltaf virðist fylgja letri Zapfs.
Um 1952 fór Zapf að huga að leiðum til
að bræða saman antíkvu og steinskrift með
einhverjum hætti. Honum þótti lítið til
þeirrar steinskriftar koma sem mest var
notuð og vildi freista þess að gera nýja sem
væri bæði þokkafyllri og læsilegri. A ftalíu
fann hann áletranir frá 15. og 16. öld þar
sem stafir voru þverendalausir en höfðu
samt ýmis einkenni fornaleturs, bæði í
hlutföllum og annarri gerð. Þessum rann-
6
PRENTARINN 4/94