Prentarinn - 01.04.1994, Side 5

Prentarinn - 01.04.1994, Side 5
að offsetprentunar en stærsti hluti aukningarinnar verður á nýjum markaði. Tölvulitprentun hentar vel í upplögum frá 100 til 1500. Ef upp- lögin eru stærri borgar sig að off- setprenta, en minni verkefni væri hagkvæmast að ljósrita í litljósrit- unarvélum á borð við Canon CLC. Það kom fram í máli margra fyr- irlesara að skoða bæri þessa tækni sem úttakstæki fyrir tölvur og að- eins þeir sem hefðu full tök á tölvutækni og gagnaflæði gætu með góðu móti fengist við tölvu- prentun. Það væri ástæðan fyrir því að prentarar almennt kæmu þama lítið við sögu. Það eru fyrst og fremst tvær prentvélar sem berjast um mark- aðinn fyrir tölvulitprentun, Chromapress og Indigo. Þær eru dýrar, Chromapress vélin var sögð kosta um 23 milljónir króna. „Ef þú bíður nógu lengi verður þessi þjónusta verðlaus," var svar- ið þegar ég spurði hvort ekki borg- aði sig að bíða þar til tækin lækk- uðu í verði. „Þeir sem endalaust velta því fyrir sér hvort það sé þess virði að standa í þessu munu staðna," sagði Larry Chism frá Moore rannsóknarstofnuninni. „Aðeins þeir, sem hella sér strax út í þetta og prófa sig áfram, ná árangri." Því var haldið fram að innan skamms yrði ekki þörf fyrir iðnað- armenn í prentun heldur kunn- áttusama tæknimenn. Þá skoðun styður að á Agfa tæknisýningunni sýndi Roland nýja gerð af sex lita offsetprentvél sem er hugbúnaðar- stýrð að miklu leyti. Það er þ\ú sama hvert litið er: prentarar án tölvukunnáttu verða í aukahlut- verkum í framtíðinni. Sjálfvirkni og stýritækni mun greinilega halda innreið sína í offsetprentun í auknum mæli og leiða tii þess að störfum fækki umtalsvert. Bókband við pöntun Hröð þróun í tölvuprentun og Ijós- ritun ýtir undir þróun ýmissa véla í bókbandi sem gera kleift að af- greiða við pöntun það sem áður tók daga og vikur að gera. Fram til þessa hefur ekki verið urn aðra möguleika að ræða en að líma kjöl eða hefta en nú beinist athyglin að möguleikum á harðspjöldum þannig að hægt verði að búa til harðspjaldabækur við pöntun. RepKover kerfið frá Otabind er að- ferð sem margir binda vonir við að nái að hasla sér völl á þessu sviði en um hana hefur m.a. verið fjall- að á námskeiðum Prenttækni- stofnunar um brot og broh'élar. Almennt er talið að hröð þróun verði á sviði bókbands-við-pöntun á næstu árum, eftir því sem tækni við prentun-við-pöntun fleygir fram. Sá tími gæti komið að í bókabúðum yrðu aðeins sýnishorn af bókum, og tölvur þar sem menn veldu sér bók sem þeir fengju prentaða og bundna í búðinni. Hver veit. Samantekt Breytingum fylgja bæði ógnanir og möguleikar. Prentmiðlar hafa sannarlega ekki sungið sitt síðasta, en æ fleiri möguleikar skapast í út- gáfu tölvugagna. Hefðbundinn prentiðnaður minnkar. Útgáfuiðn- aður blæs út. Öll störf munu krefj- ast ítarlegrar tölvu- og tæknikunn- áttu. Fáir munu vinna í fram- leiðslu, margir í þjónustu og sam- skiptum. Gæði felast í því að prenta það sem viðskiptavinurinn vill, þegar hann vill, þar sem hann vill. Við eigum nú um þrjá kosti að velja: 1) Láta sem ekkert sé. 2) Fylgjast með og bíða átekta. 3) Prófa nýja möguleika. Prentarar framtíðarinnar (?) við tdlvuskjá Chromapress litprentvélarinnar, en prentvélin sjálf er í bakgrunni. hugtak komið til skjalanna sem er „pre-publishing" („fyrir útgáfu"), sem mætti því kalla útgáfusmíð. Með þessu er átt við að ekki er endilega sjálfgefið að útgáfa hafi í för með sér prentun heldur koma aðrir möguleikar æ oftar til greina, t.d. geisladiskar og gagnagrunnar tengdir alþjóðatöh'unetum á borð við Internet. Má þar nefna lýsandi dæmi að nú þegar eru fleiri al- fræðisöfn seld á geisladiskum en bókum. „Aður gátu setjarar haft fram- færi sitt af því að setja texta vegna þess að almenningur gat það ekki. Nú er sú tækni almenningseign og því ekkert upp úr henni að hafa lengur. Það gildir að finna svið, þar sem þörf er fagkunnáttu, og ekki eru aðgengileg almenningi. Af slíku getur fyrirtækið haft tekj- ur og starfsmenn framfæri," sagði Jack Powers, útgefandi og fyrrum setjari. Miklar breytingar hjá prenturum Hingað til hafa prentarar getað andað rólega á meðan prentsmiðir hafa gengið í gegnum hverja bylt- inguna á fætur annarri. En nú er röðin komin að prentuninni. Sú tækni, sem hér á landi hefur verið nefnd „prentun við pöntun" (print on demand), verður æ öflugri og tekur yfir meira af prenh'erki. Nú- orðið eru til vélar sem gera kleift að prenta bæði í svart/hvítu og fjórlit alls kyns smáprent á meðan viðskiptavinurinn bíður. Hér á landi hafði Prentsmiðjan Oddi hf. forgöngu urn kaup á Xerox Ijósrit- unan'él og Steindórsprent-Guten- berg hf. íý'lgdi fast á eftir. Þau tæki, sem þar eru, gefa okkur hug- mynd um það sem málið snýst um. A Agfa sýningunni var sýnd endurbætt útgáfa af Chromapress tölvuprentvélinni, sem ljósritar á streng ríflega þúsund eintök á klukkutíma í fjórum litum báðum megin. Slíkar vélar eru þegar komnar í notkun víða um heim og áætlar Agfa að um 200 verði komnar í gagnið fyrir árslok 1995. Prentun við pöntun snýst um það að prenta það sem viðskipta- vinurinn vill þegar hann vill það, þannig að hann þurfi ekki hafa neina prentgripi á lager heldur láti prenta jafnóðum eftir þörfum. Með þessu móti er hægt að breyta texta og myndum eftir aðstæðum. Helstu viðskiptavinir tölvuprent- unar hafa verið ferðaskrifstofur, fasteignasalar og uppboðshaldar- ar. Aætlað er að þessi markaður sé núna um 9% af heildarmarkaði en muni fram til aldamóta vaxa í 20%. Að hluta verður það á kostn- PRMTARINH 4/94 5

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.