Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 2
prentarinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Margret Friðriksdóttir Páll Ólafsson Pétur Ágústsson Sölvi Ólafsson. Fréttaskot og annað efni er vel þegið og eins óskir og ábendingar lesenda til ritnefndar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Gill Sans, Palatino, HelveticaCond., Adobe Garamond ofl. Blaðið er prentað á Ikonofix special matt 130 gr. Prentvinnsla: ODDI hf. Forsíðuna á Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður á Morgunblaðinu. Hugmyndin var hans framlag í forsíðusamkeppni Prentarans og var valin ein aftjórum bestu hugmyndunum. 2 PRENTARINN 4/95 Þriðja hver bók prentuð erlendis Georg Páll Skúlason Félag bókagerðar- manna hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1995. Könnunin sýnir aukn- ingu á prentun erlendis úr22,2% í 30,8% frá árinu áður. í þeirri tölu er innifalið allt samprent þ.e. bækur sem prentaðar eru erlendis á mörgum tungumálum samtímis. Ekki eru ná- kvæmar upplýsingar hve stór hluti er þess eðlis. Það er talsvert áhyggjuefni fyrir prentiðnaðinn hér á landi hve mikil aukning er frá ári til árs á prentun bóka erlendis. Nauðsyn- legt er að gera allt sem í okkar valdi stendur til að snúa þessari þróun við. FBM hefur starfað ásamt öðrum samtökum sem láta sig bókina varða í Bókasambandi Islands, en sambandið hefur verið með átak reglulega til að hvetja fólk til að gefa bókinni frekari gaum. Rætt hefur verið þar að koma á umræðuhópi sem hefði það að markmiði að finna leiðir til að bæta úr þessu. Heildarfjöldi bóka samkvæmt bókatíðindum eru 367. I þessari könnim var skoðað jafnframt eftir flokkum bóka hvert hlutfall er milli prentaðra bóka hérlendis og erlendis. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim saman- burði: Bamabækur alls 102.67 prent- aðar erlendis eða 65.7% og 35 prentaðar á íslandi eða 34,3%. Skáldverk íslensk og þýdd eru alls 86. Þar af eru 69 prentuð á ís- landi eða 80,2% og 19,8% erlendis eða 17 titlar. Aðrar bækur sem ekki flokkast undir ofangreinda flokka eru alls 179.150 eru prentaðar á Islandi eða 83,8% og 16,2% erlendis eða 29 bækur. Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi: ísland 254 bækur 69,2% Portúgal 19 bækur 5,2% Singapore 15 bækur 4,1% Svíþjóð 10 bækur 2,7% Ítalía 9 bækur 2,5% Danmörk 7 bækur 1,9% England 6 bækur 1,6% Hong kong 5 bækur 1,4% Þýskaland 5 bækur 1,4% Skotland 4 bækur 1,1% Belgía 3 bækur 0,8% Noregur 3 bækur 0,8% Kína 2 bækur 0,5% Slóvenía 2 bækur 0,5% Önnur lönd 23 bækur 6,3% samtals 367 bækur 100% Prentun innanlands

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.