Prentarinn - 01.12.1995, Síða 18

Prentarinn - 01.12.1995, Síða 18
Afram stelpur - við viljum, þorum og getum víst! Sólveig Jónasdóttir Það er gott til þess að vita að framundan er heil auð síða - þar sem ég, f þetta sinn, get látið móðann mása. Ég vil byrja á þvíað óska okkur FBM-konum til hamingju með þessa, okkar eigin, sérstöku kvennasíðu. Síðan sem hlotið hefur hið táknræna heiti „rifið úr síðunni“ með tilvís- un beint í sköpunar- söguna er hér með tekin í notkun sem vettvangur kvenna- umræðu. Sú næsta sem færað rífastá síðunni verður væntanlega einhver allt önnur málglöð FBM-kona - en nú má ég! Eins og öllum er kunnugt erum við Islendingar frægir fyrir að láta ótrúlegustu hluti yfir okkur ganga af yfirvöldum, hvort sem um stjórnvöld eða bara atvinnurek- endur er að ræða. Við hópumst gjarnan saman á eldhúsbekknum eða í kaffistofum til að nöldra og kvarta hvort við annað og hvort undan öðru. Þannig fáum við auð- vitað nauðsynlega útrás en erum engu bættari á eftir. Þetta held ég að sé því miður sérstaklega áber- andi með okkur konur. Svo virðist sem það sé konum erfiðara, ein- hverra hluta vegna (og enn sem komið er!) að berjast fyrir réttind- um sínum og standa upp í hárinu á vaidboðurum. Þetta stendur þó til bóta, sérstaklega hjá okkur FBM-konum því nafnlausi kvennaklúbburinn er kjörinn 4 vettvangur til að rotta sig saman og púrra hver aðra upp í slaginn. Það kallar nefnilega á samstöðu og tekur dágóðan tíma að venjast þeirri tilhugsun að við konur eigum aðeins skilið það allra besta og ekki nóg með, við verðum (og megum) sjálfar að ná í það! Nýjustu fréttir um launamisrétti í þjóðfélaginu sýna að við erum alls ekki eins langt á veg komnar og við héldum. Kvenforseti í tólf ár og jafnréttislög í rúm tuttugu eru ekki iengur nægilega sterk meðöl. Nú er grasrótin okkar eina hálmstrá. Verkalýðsbarátta og bar- átta fyrir jafnrétti eru málaflokkar sem fara einstaklega vel saman. Á báðum vígstöðvum er verið að berjast fyrir bættari kjörum og áhersla lögð á einstaklinginn og rétt hans til að lifa mannsæmandi lífi. Réttlátari skipting lífsgæða er málefni sem allir láta sig varða og mismunun vegna kynferðis er nokkuð sem ekki má líða innan verkalýðsfélags. Á þessu geta ver- ið ýmsar hliðar og ekki allar jafn auðveldar viðfangs, launajafnrétti er lögfest en svo virðist sem konur séu verr metnir starfskraftar en karlar. Mismunurinn getur komið fram í ýmsum myndum t.d. sporslum og titlum. Að minu mati er launaleynd stórt vandamál í jafnlaunabaráttu kynjanna, því konur eiga erfiðara um vik með að rétta sinn hlut ef staða þeirra er ekki nægilega skýr - veist þú t.d. hvað náunginn við hliðina á þér er með í laun? Stað- reyndin er sú að launaleynd er hvergi að finna í neinum reglum né samningum og ef litið er til ná- grannalandanna er þetta úrelt fyr- irbæri. Leyndin hefur aftur á móti verið krafa vinnuveitandans og þjónar honum eingöngu. Þetta eru mál sem vert er að athuga betur. Launakannanir á raunlaunum þ.e. greiddum launum og sporslum auk opinnar umræðu, held ég að sé besta vopnið. Með gerð slíkra launakannana má reikna út meðal- laun sem nýtast launþegum jafnt sem atvinnurekendum til viðmið- unar. Síðasta launakönnun sem gerð var á vegum FBM er frá sept- ember 1991 og sýnir vel þann mikla mismun á greiddum laun- um sem viðgengst í félaginu. Svo dæmi sé tekið voru hæstu laun fyrir textainnritun þá 126.564 krónur en þau lægstu 70.292 krón- ur, munurinn er um 45%. Hvemig kynin skiptast síðan niður á þenn- an skala vannst mér ekki tími til að skoða en líklega þarf enginn ' að spyrja að því í alvöru! Það verður fróðlegt fyrir okkur konur að sjá næstu raunlaunakönnun FBM sem vonandi verður gerð fljótlega, þangað til verðum við að grípa til annarra vopna; umræð- unnar! Við skulum að lokum hafa í huga að jákvæður hugsanaháttur er leið sem dugar oft vel; það met- ur enginn þann að verðleikum sem ekki kann að meta sig sjálfur. 18 PRENTARiNN 4/95

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.