Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 14
Það tekur amk. þrjá mánuði að láta allt ganga upp og á þeim tíma þarf kannski að reka tvö heimili í einu. Einnig er erfitt að fá húsnæði hér. Ég myndi hvetja fólk til að undirbúa sig vel og eins er betra að þekkja einhvem sem býr á svæðinu. Gott er að eiga möguleika á að vera hjá vinum í einhvern tíma meðan verið er að athuga með vinnu því erfitt er að fá vinnu nema koma á staðinn og sýna sig. Það ræður enginn mann sem hringir frá öðru landi í vinnu óséðan. JV'ristinn Á. Halldórs- J\son er prentsmiður með 12 ára starfsreynslu ífaginu. Hann hefur lengst afstarfað hjá Lit- rófenernúíatvinnu- leit. Þaðhefurkomið upp í hugann við erfitt atvinnuástand hérlendis að leita útfyrir land- steinana að atvinnu. Hverjar eru ástæður þess að þú ert að flytja erlendis? Vegna betri tekjumöguleika og eins að at- vinnuhorfur hér eru slæmar. Hvert ert þú að hugsa um að fara? Ég flyt til Danmerkur um áramótin og fer til Árósa. Nokkrir vinir mínir eru á því svæði og hafa boðist til að hýsa mig til að Syrja með. Ertu búinn að fá vinnu? Nei, ég ætla að reyna að fá vinnu í faginu, en ef það gengur illa tek ég hvaða starfi sem er. Hvernig heldurðu að kjörin séu? Mér skilst að kjörin séu eitthvað betri en hér bjóðast og eins það að ég vonast til að fá fast starf. Hér er erfitt að fá meira en afleysingastörf eins og er. Hefur þú hug á að dvelja lengi erlendis? Ef ég fæ vinnu og líkar vel reikna ég með að verða lengi. Hvað ráðleggur þú fólki sem er að hugsa um að leita sér að vinnu erlendis? Láta verða af því og prófa. Olafur Örn Jónsson er 44 ára prent- smiður með 25 ára starfsreynslu. Hann flutti ásamt konu sinni og tveimur börnum til Svípjóðar árið 1990. Áður hafði hann starfað hjá Prentsmiðju Árna Valdemarssonar sem verkstjóri og í eitt ár hjá G. Ben. prentstofu pegar hann ákvað aðflytja. Hverjar voru ástæður þess að þú fluttir er- lendis og Svíþjóð varð fyrir valinu? Fyrst og fremst ævintýraþrá. Okkur hafði lengi langað að prófa að búa erlendis. Svíþjóð varð fyrir valinu vegna þess að atvinnuhorfur voru bestar þar. Þegar við ákváðum að láta verða af því að fara erlendis talaði ég við nokkra félaga mína sem höfðu verið erlendis og fékk upplýsingar hjá þeim hvernig best væri að snúa sér. Hvernig gekk að fá vinnu? Ég sendi umsóknir á nokkur fyrirtæki héðan frá Islandi og var boðaður í viðtal hjá fyrirtæki í Vaxjö sem var í eigu Smálandspóstsins. Félagi minn bjó þar og lagði inn fyrir mig gott orð og lét þá vita að umsókn væri væntanleg. Ég var ráðinn á staðnum í lok viðtalsins og kostnað vegna þess greiddi fyrirtækið. Hvaða starfi gengdir þú? Ég starfaði sem skeytingarmaður, fyrst hjá þessu fyrirtæki sem ég var ráðinn hjá en fljót- lega var það selt og nýir eigendur lögðu það niður nokkru síðar. I framhaldi af því fékk ég starf hjá lítilli prentsmiðju sem var að hefja störf og verkstjórinn minn sem ég hafði áður bauð mér starfið. Þar starfaði ég þar til í sumar þegar ég réð mig til starfa í Prentsmiðjunni Odda. Hvernig var aðbúnaður starfsmanna? Aðbúnaður var mjög góður í fyrirtækinu sem ég vann fyrst hjá, en afar slæmur hjá því síðara. Þegar það fyrirtæki hóf störf var það í lagerhúsnæði sem var alls ekki ákjósanlegt til þessa reksturs. Loftræsting var engin og allar aðstæður mjög slæmar. Svo langt gekk það stundum að starfsmenn voru komnir á fremsta hlunn með að ganga út. Félagið kom og tók staðinn út og krafðist úrbóta en þeim var lítið sinnt og eingöngu smáatriði voru löguð sem litla peninga kostuðu. Hvernig voru kjörin? Ég lækkaði í launum þegar ég flutti út. I byrj- un var ég með 11.600 Skr. á mánuði en undir lokin var ég með 14.000 Skr.. Það er sambæri- legt 140.000 kr. íslenskra og u.þ.b. það sama út- borgað. Hver var helsti munur varðandi aðbúnað og kjör milli Islands og Svíþjóðar? Kjörin eru svipuð en aukavinna var engin úti. Skattakerfið var þannig upp byggt að auka- vinnan fór öll í skatta þannig að menn taka frekar frí út á aukavinnuna. Kerfið er mjög fast í skorðum og Svíar eru mjög skipulagðir í sín- um útgjöldum. Það er lagt sérstaklega fyrir varðandi húsnæði, ferðalög ofl. Þegar sveiflur í launum eru ekki fyrir hendi er auðveldara að gera áætlanir fram í tímann. Húsnæði leigði ég og það var nokkuð gott fyrirkomulag á því. Það er að mestu í eigu sveitarfélaga, bygginga- félaga eða verkalýðsfélaga og svo lengi sem maður stendur í skilum og vill leigja getur maður verið á sama staðnum. Varðandi aðbúnað á vinnustað er hann mis- munandi og fyrirtækið, sem ég var lengst hjá, ekki lýsandi dæmi um ástandið. Stjórnun var ekki góð þar. Mismunandi er hvað aNinnurek- endur gera fyrir sitt starfsfólk. Þó er hefð fyrir því að fyrirtæki bjóða starfsmönnum til jóla- hlaðborðs árlega. Þá er aðeins um starfsmenn að ræða ekki maka þeirra. Eins gefa sum fyrir- tæki peninga í jólagjafir en það er ekki algilt. Hafðir þú ávinning af dvölinni í Svíþjóð? Já, ég hafði heilmikinn ávinning. Fyrst og fremst að svala ævintýraþránni, kynnast menn- ingu annarra þjóða og eins að ferðast. Við ferð- uðumst um Svíþjóð, til Hollands, Þýskalands og Danmerkur. Norðurlöndin hafa orðið manni kærari. Hvers vegna fluttir þú til baka? Heimþráin var orðin mikil. I byrjun var ákveðið að gefa þessu tvö til þrjú ár og eftir þann tíma vorum við orðin sátt við að huga að heimferð. Við hugsuðum þetta ekki öðruvísi en að við værum ferðalangar og myndum halda heim síðar. Það hvarflaði ekki að okkur að setj- ast að. Þegar ekki kemur dropi úr lofti í fleiri vikur og vindur ekki blæs fer maður að sakna ís- lenska veðurfarsins og vill fá rigningu og rok, 14 PRENTARim 4/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.