Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 15
jafnvel storm. í sumar var ég að fletta Morgun- blaðinu, en ég var áskrifandi að helgarblöðun- um, og sá að Prentsmiðjan Oddi var að auglýsa eftir fólki. Ég sló til og sótti um og sé ekki eftir því að vera kominn heim. Hvernig var heimkoman, ertu kominn til að vera? Hún var góð, reyndar kváði fólk þegar mað- ur kom og spurði hvemig stæði á því að við værum að koma þegar allir hinir eru að fara. Það er einnig nokkuð dýrt að standa í búferla- flutningum, en alveg klárt að við emm komin til að vera. Hvað viltu ráðleggja fólki sem hugar að at- vinnu erlendis? Ég myndi segja að mikilvægt sé að undirbúa sig vel og vita útí hvað fólk er að fara. Skapa sér tengiliði til að fá upplýsingar um húsnæði, atvinnumöguleika ofl. Gera ráð fyrir að brúa bilið fjárhagslega meðan breytingamar ganga yfir. Hafa alla pappíra í lagi og hafa sem mest vottað um manns eigin bakgrunn s.s. prófskír- teini, vottorð frá yfirvöldum, læknisvottorð, yf- irlýsingu frá tryggingafélagi um persónulega stöðu ofl. í mörgum tilfellum á að vera hægt að flytja réttindi sín á milli landa en maður verður sjálfur að standa í því. Eins þarf að skrá sig formlega inn í landið og tengja sig við kerfið. Ég hvet fólk eindregið til að ganga vel frá málum sínum heima fyrir og forðast að brenna brýr að baki sér þegar farið er, því á endanum koma flestir heim aftur. Tón m i Tómas Frosti Sæ- mundsson er 42ja ára prentsmiður. Hann tók sig upp ásamtfjöl- skytdu sinni, eiginkonu og tveim dætrum og flutti til Noregs. Þar dvöldu pau íprettán ár og par afstarfaði Tómas viðfagið í ellefu ár. Fjöl- skyldan flutti búferlum á ný í september síðastliðnum, og nú var stefnan tekin heim á ný. Hverjar vom ástæður þess að þú fluttir utan og hvers vegna varð Noregur fyrir valinu? Konan mín hafði heimsótt ættingja sína í Noregi og leist mjög vel á sig. Okkur langaði að breyta til svo við höfðum samband við vini úti til að spyrjast fyrir um möguleika og var bent á að fara til Stavanger. Þar var töluverður upp- gangur á þessum tíma. Ég fór svo í vikuferð til Stavanger að kanna aðstæður, leist vel á mig, svo við slóum til og fluttum. Hvernig gekk þér að fá vinnu? Ég var ekkert að binda mig við fagið og fyrstu tvö árin vann ég ýmis störf. Var meðal annars við uppsetningu borpalla í Norðursjón- um. Þegar þeirri vinnu var að ljúka, þá var það einn vinnufélagi minn sem benti mér á dagþlað þar sem auglýst var eftir prentsmið. Þetta reyndist vera starf í prentsmiðju, staðsett í smá- bæ skammt frá Stavanger. Þama var hefðbund- in framleiðsla en einnig unnið blað sem kom út þrisvar í viku. Á þessum stað vann ég svo næstu ellefu árin við setningu, umbrot og um tíma í skeytingu. Þróunin var svipuð og þér, maður byrjaði á Combigrafic, þaðan á Norsk Data og síðast yfir á Mac þar sem brotið var um í Quark Xpress. Hvemig var aðbúnaður á þínum vinnustað? Aðbúnaður var mjög góður. Þetta var frekar lítill staður og andrúmsloftið var frjálslegt og gott. Þarna var til dæmis engin stimpilklukka, mætingin var hins vegar 95-96%, lítil veikindi og stundvísi í fyrirrúmi. Hvemig voru kjörin? Kjörin voru alveg þokkaleg. Bókagerðar- menn em ágætlega launaðir miðað við sam- bærilegar stéttir. Eg hafði um það bil 190.000. íkr. í laun á mánuði fyrir dagvinnu sem gerir um 120.000 nettó. Maður komst ágætlega af á þessum launum. Yfirvinna var sjaldgæf, nema á álagstímum sem voru í maí og fyrir jól. Yfir- vinnulaunin voru 100% álag á dagcúnnutaxta eða menn gátu tekið það út í fríi. Hver fannst þér vera helsti munur varðandi aðbúnað og kjör milli landanna? Við komum heim í september síðastliðnum og komumst fljótt að því að launin hér eru hreint og beint hlægileg. Það virðist líka enn vera lenska hér að vinna sem mesta aukavinnu og enginn maður með mönnum nema vilja taka þátt í því. I Noregi er mikill vinnuagi, miklu meira frí og þeir greiða mannsæmandi laun. Þar þekkist þeldur ekki þetta fyrirbæri sem hér kollríður öllum félagsmóral, launaleyndin. Stéttarfélagið gefur reglulega út statestik varð- andi meðallaun innan hverrar starfsgreinar, svo menn eiga auðvelt með að fylgjast með eigin stöðu varðandi launaþróun. Hafðir þú ávinning af dvölinni í Noregi? Það er mjög hollt að reyna fyrir sér í öðru landi, en það tekur líka heilmikið á. Maður lær- ir að treysta á sjálfan sig því maður stekkur ekki til fjölskyldu eða vina ef eitthvað bjátar á. Ég tel mig mjög heppinn, við hjónin vorum samhent og staðráðin í að láta hlutina ganga upp svo breytingamar þjöppuðu okkur saman, en ég þekki líka dæmi um að álagið hafi splundrað fjölskyldum. Það að búa og ferðast erlendis víkkar sjóndeildarhringinn. Ég hef mikla ánægju af ferðalögum og við höfum ferð- ast gríðarlega mikið á þessum árum en það er mun einfaldara mál en héðan af hólminum. Hvers vegna snéruð þið heim á ný? Það er heimþráin. Maður hittir íslendinga út um víða veröld og allir eiga þeir það sameigin- legt að langa heim. Hvernig var heimkoman, ertu alkominn? Það var algjört „kúltúrsjokk" að koma hing- að aftur og tómt rugl efnahagslega séð. Það tekur örugglega eitt til tvö ár að jafna sig á breytingunum. Kerfið er svo alveg sér kapítuli út af fyrir sig, furðulega seinvirkt og stein- runnið. Það er brýnt fyrir mönnum að vera með alla pappíra á hreinu þegar þeir fara er- lendis, að þá gangi hlutirnir fljótt og eðlilega fyrir sig, en hér virðist það engu máli skipta, ég fullyrði að það tekur þrjá mánuði að kom- ast inn í kerfið á nýjan leik. Ég átti til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum á íslandi því ég var búinn að vera meira en fimm ár úti. Ég átti hinsvegar rétt í Noregi en varð að vera þar staddur til að geta fengið þær greiddar. Þetta hefur líka þær afleiðingar að maður þarf til dæmis að greiða fullt verð fyrir lyf og heil- brigðisþjónustu því maður tilheyrir ekki al- mannatry ggingakerfinu. Hvort við séum alkomin, þá var það auðvit- að stefnan. Það er heilmikið mál að flytja bú- ferlum með fjölskyldu á milli landa, en ég er í ársleyfi frá starfi mínu úti, svo við höfum ekki brennt allar brýr að baki okkur. Hvað viltu ráðleggja fólki sem hugar að starfsleit erlendis? Ef um fjölskyldufólk er að ræða, ráðlegg ég eindregið að annar aðilinn fari út á undan PREHTAHIHti 4/95 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.