Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 11
Helvítis þjófssonurinn þinn, helvít- is útburðarsonurinn þinn, helvítis útburðarungi, helvítis kartnaglar- sonurinn þinn, helvítis lnmdur, farðu suður í Garðahraun, ég skyldi hafa brotið í þér eitthvert bölvað beinið, hefði mér ekki hamlað verið, þú ert skömm og svívirðing bæði í guðs augliti og manna, ég ætlaði að finna þig í morgun en það dugir ég fann þig núna. Presturinn Jón Gíslason kærði þessa framkomu prentarans en ekki virðast mikil eftirmál hafa orðið enda bað Jón nafna sinn af- sökunar: Svo og bað auðmjúklega í lögréttu Jón Snorrason kennimanninn sr. Jón Gíslason fyrirgefningar hefði hann áðurnefnd orð í sínum drykkjuskap talað til hans sonar Guðmundar, sem hann ekkert til myndi og aldrei viljað talað hafa, er prestinum eða syni hans Guð- mundi mætti til blygðar vera, og engin rök til þeirra vissi. Fyrsta íslenska prentsmiðjan sem ekki var undir stjóm biskupa var í Hrappsey og síðar Leirár- görðum. A báðum stöðum var yf- irprentari lengst af Guðmundur Jónsson Skagfjörð. Hann virðist hafa verið nokkur glaumgosi á yngri ámm en var eftirsóttur veislugestur vegna þess að hann þótti fjörmikill, gáfaður, gaman- samur og orðheppinn og hlífði jafnvel ekki húsbónda sínum Magnúsi Stephensen prentsmiðju- eiganda við glensyrðum. Auk þess hafði hann ágæta söngrödd og var því fenginn til að vera forsöngvari í veislum. FBM einn af stofnaðilum Starfs- menntafélagsins Ein slík var á Leirá 1796. Magn- ús Stephensen hafði lofað deyjandi manni að útvega aldraðri ekkju hans eiginmann. Það gekk í brös- um því hún þótti einkar ólystileg þótt efnuð væri. Loks fékk Magn- ús einn þjón sinn til eiginorðs við hana og bauðst til að kosta brúð- kaupsveisluna. Hann lét meðal annars prenta fimm brúðarvers á þrem blöðum og átti Guðmundur Skagfjörð að syngja fyrir. Versin hétu: Þér mikli guð sé mesti prís Oss ber kristnum orku neyta Kvennaskál: Skaparinn leit þá nýsköpuðu jörðu Ölvísa: Vínber spretta á vorrijörðu Bóndabragur: Eg er svo frór, eg er svo hýr Minna varð þó úr veislunni en ætlað var því sama dag gerði því- líkt steypiregn og vatnavexti að einungis fáir gestanna komust heim að Leirá. Heimildir: Biskupa sögur II Annálar IV Biskupasögur jóns Halldórssonar II Alþingisbækur IX Blanda I Sæmundur Árnason skrifar undir stofnsamning Starfsmenntafélagsins f. h. FBM. Til hliðar stendur Kalman de Fontenay formaður Félags grafískra teiknara og bíður eftir að komast að. Þann 18. október sl. var Starfs- menntafélagið stofnað. Stofnaðil- ar á Starfsmenntaþingi vom 42 talsins. Tilgangur félagsins er að efla starfsmenntun í landinu og er samstarfsvettvangur stofnana, félagasamtaka, skóla, samtaka, fyrirtækja eða starfshópa sem vinna að starfsmenntamálum eða vilja láta starfsmenntamál sig varða. Á þinginu voru lög félagsins samþykkt og jafnframt kosið í stjórn félagsins. Eftirtaldir vom kosnir: Ágúst H. Ingþórsson, Sammennt, formaður. Meðstjóm- endur: Guðbrandur Magnússon, Prenttæknistofnun, Ingvar Ás- mundsson, Sambandi Iðn- menntaskóla, Helgi Steinar Karls- son, Múrarafélagi Reykjavíkur og Ingi Bogi Bogason, Samtökum Iðnaðarins. Strax eftir stofnun félagsins og kosningu í stjórn voru kynnt fyrstu verkefni Starfsmenntafé- lagsins og auglýst eftir fleiri verk- efnahópum. M.a. vom settir hóp- ar í Margmiðlun, Myndvinnslu í tölvum, Nám í grafískri hönnun, Gæðastjómun í starfsmenntun, Framtíðarþörf iðnaðar fyrir menntun, Kynning á endur- menntun í iðnaði, Þróun nám- skeiðs fyrir ófaglært aðstoðarfólk ofl. Mikil svörun varð hjá flestum verkefnahópum en óskað var eft- ir að félagar skráðu sig í þá hópa sem áhugi væri fyrir. Þegar hafa margir hópar tekið til starfa og áhugi fyrir hendi á mörgum mál- efnum. Félag bókagerðarmanna er einn af stofnaðilum félagsins en of langt mál er að telja upp alla þá aðila sem að Starfsmenntafé- laginu standa, en rétt er að geta nokkurra þeirra: Prenttækni- stohrun, Blaðamamrafélag Is- lands, Félag grafískra teiknara, Ljósmyndarafélagið og Samtök iðnaðarins. Ákveðið var á stofnfundinum að gefa þeim, sem áhuga hefðu, tækifæri á að gerast stofnfélagar Starfsmenntafélagsins til fyrsta fundar Fulltrúaráðs. PRENTARINN 4/95 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.