Prentarinn - 01.12.1995, Page 10

Prentarinn - 01.12.1995, Page 10
Veisluglaðir prentstjórar Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fyrstu prentsmiðju- stjórará íslandi voru að sjálfsögðu Hóla- biskuparnirJón Arason og Guð- brandur Þorláksson á 16. og 17. öld. Margfjallað hefur verið um útgáfustarf þeirra, en hérskal lítillega íhugað hvernig þeir muni hafa hagað jólahaldi sínu fyrir utan kirkjuleg skyldustörf. Um þessháttar atriði er afar sjaldan skrifað í annálum eða öðrum sagnaritum á fyrri öldum. Frásagnir af hversdagslífi eða árvissum viðburðum þóttu lítið erindi eiga á dýrt bókfell eða pappír. Samt slæðist þvílík vitneskja stundum eins og óvartinn íheimildir. Andrés '95 \ ^ í j r1? i ! Til eru nokkur samtíma kvæði um Jón biskup Arason. Eitt er lof- kvæði eftir Ólaf Tómasson lög- réttumann, um fimmtíu erindi. Þar segir í 6. vísu: Veitt varjafnan veisla stór með virðing heima á Hólum þegar sveitin söng í kór sínar tíðirájólum var stofan ajfólki full. Hann réð skenkja herlegt öl hverjum vopna ull. Áflestri var þar fæðu völ frá eg það betra en gull. Ljóst er að hér er talað um veislu í biskupsstofu fyrir eða eftir messu í dómkirkjunni. Hún er full af gestum og biskup veitir hverj- um manni öl og úrval matar. Ekki var það samt einungis á jólum sem Jón biskup reyndist ærið veisluglaður. Svo er sagt um brúðkaupsveislu Þórunnar dóttur hans og Isleifs Sigurðssonar sýslu- manns á Grund í Eyjafirði sem haldin var á Hólum árið 1533: Var það mál manna að ekki mundi á Hólum hafa virðulegra brúðkaup drukkið verið. Kvað þá biskup Jón margafallega ölvísu sem góðir menn skrifuðu þar eftir honum. Gaf þá biskup fátækufólki er að staðn- um kom mikla ölmusu er menn héldu ekki hefði vantað á 900 á landsvísu sem var bæði í smjörum, vaðmálum, skæðaskinni ogfiski samt öðrum þarflegum aurum. Ekkert viðlíka kvæði er til um Guðbrand biskup en af tilviljun er svo sagt frá þeirri venju Guð- brands að halda mikla veislu á ný- ársdag, vegna þess að við slíkt tækifæri átti smáatvik eitt sinn að hafa orðið upphaf að alræmdri óvild milli hans og Jóns Jónssonar lögmanns: Siðvani biskups var að halda árlega vinaveislu heima á Hólum átta dag jóla og bauð þar til helstu mönnum í nálægustu héruðum. Varla hafa biskupar sjálfir staðið í prentsmiðjunni við setningu og pressu. Þar réð verkstjóri eða yfir- prentari. Þeir menn hafa samt naumast haft ráð á að halda mörg- um öðrum veislu en sjálfum sér jafnvel þótt þeir hefðu fullan vilja til. Prentsmiðjan á Hólum var flutt suður í Skálholt seint á 17. öld. Að- alprentari hennar hét Jón Snorra- son, og hann lenti að minnsta kosti einu sinni í klandri vegna brigsl- yrða í ölæði við Guðmund prests- son á Torfastöðum árið 1703. Vitni að atburðinum voru tvær vinnu- konur prestsins sem voru að mjólka kýr á stöðli þegar Jón reif í hár unga mannsins, varpaði hon- um til jarðar og atyrti meðal ann- ars á þennan hátt: 10 PRENTARINN 4/95

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.