Prentarinn - 01.12.1995, Qupperneq 16

Prentarinn - 01.12.1995, Qupperneq 16
með langan könnunarlista og bera vandlega saman hvað hlutirnir kosta. Það verður að skoða hlutina vel og reikna dæmið til enda. Menn verða að undirbúa sig vel og gera sér grein fyrir hvar þeir standa. íslendingar hafa engan forgang og verða að stilla sér í röð með öðrum. Mér finnst fjölmiðlar hafa dregið upp alltof ljósa mynd af því að flytja erlendis, að það eigi að leysa öll mál. Þeir ættu að taka við- töl við eitthvað af þessu fólki sem hefur lagt allt sitt undir, flutt út illa undirbúið og snúið aftur nokkrum vikum seinna stórskuldugt og fullt vonbrigða. Hvers vegna fluttuð þið erlendis? Ástæða þess að við fluttum erlendis var ein- göngu til að reyna eitthvað nýtt. Ég hafði verið 10 ár að prenta heima og okkur langaði að prufa og slóum því til og fluttum. Af hverju Danmörk? Við völdum Kaupmannahöfn vegna þess að við þekkjum fólk sem býr hér sem hjálpaði okkur af stað t.d. með húsnæði fyrstu dagana. Einnig höfðum við bæði verið hér oft áður og líkað mjög vel við borgina. Hvernig gekk að fá vinnu? Mér gekk ótrúlega vel að fá vinnu. Þegar ég fór af stað í atvinnuleit eftir að ég var fluttur í íbúðina sem við búum í tók einungis tvo daga að fá góða vinnu. Mér bauðst vinna á tveimur stöðum og gat því valið hvort starfið mér leist betur á. En ég vil taka fram að fólki gengur misvel að fá vinnu og ég held að heppnin hafi verið með mér. Hvaða starfi gegnir þú í fyrirtækinu? Ég starfa sem prentari á 5 lita Heidelberg Speedmaster og við erum tveir prentarar á vél- inni, en engir aðstoðarmenn vinna í prentsmiðj- unni. Stundum er maður með lærling með sér. Hvaða ávinning hefur þú haft af dvölinni? Ég tel mig hafa mjög mikinn ávinning af starfinu. í fyrsta lagi er ég að vinna við Speedmaster í fyrsta sinn sem útbúin er CP tronic búnaði, sem við höfum ekki haft á Is- landi áður. Einnig læri ég önnur vinnubrögð hér en heima. Og síðast en ekki síst lærir maður tungumálið og annað lífsmunstur. Hvemig er aðbúnaður starfsmanna og hver eru kjörin? Aðbúnaður starfsmanna er misjafn hér eins og annarsstaðar. Ég get einungis dæmt um að- búnað á mínum vinnustað. Hann er fyrsta flokks, enda erum við í nýju húsnæði með góða loftræstingu og öflugt rakakerfi. Eins og ég sagði var ég mjög heppinn með vinnustað, góð tæki, góð aðstaða og góðir vinnufélagar. Kjörin hér eru betri en heima eins og alþjóð veit. Ég hef fylgst með blöðum að heiman og sé að mik- ið er rætt um launamun milli landanna. Ég hef 27.500 Dkr. á mánuði fyrir 37 stunda vinnu- viku. Vaktaálag bætist síðan við heildarlaunin en það er 300 Dkr. á viku fyrir dagvakt en 500 Dkr. á viku fyrir kvöldvakt. Það sem vakti undmn mína þegar ég byrjaði, átti ég fund með framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins og trúnaðarmanni félagsins og hann gekk úr skugga um að samningurinn sem við mig var gerður væri sambærilegur og við aðra starfs- menn fyrirtækisins. Þ.e. að laun væm þau sömu og byrjunarlaun annara prentara í smiðjunni. Er mikill munur á milli íslands og Dan- mörku varðandi þessa þætti? Munur á aðbúnaði er ekki mikill í flestum til- fellum held ég. Launamunur er mikill og ekki síst í sambandi við aukavinnu. Greitt er 100% álag á dagvinnu í aukavinnu. Þannig gefur aukavinnutíminn ca. 4000 kr. íslenskar. Annars er ekki mikið um aukavinnu en samt meira en ég bjóst við. Eins taka menn oft frí út á auka- vinnu. T.d. vinna á laugardegi gefur þér tvo daga í frí virka daga. Einnig er munur á hve allt er afslappaðra hér en heima, menn rólegri en skipulagðari. Hefur þú hug á að dvelja lengi í Dan- mörku? Áður en við fómm út töluðum við um að vera u.þ.b. tvö ár úti og koma til baka áður en dóttir okkar kæmist á skólaaldurinn. En allt er óákveðið í þessum málum. Hvað ráðleggur þú fólki sem er að hugsa um að leita sér að vinnu erlendis? Ég ráðlegg þeim sem hugsa sér til hreyfings erlendis að vera vel undirbúna. T.d. með alla pappíra á hreinu, menntun, starfsreynslu og meðmæli. Helst allt á viðkomandi tungumáli. Það þýðir ekkert að koma illa undirbúinn og halda að allt komi af sjálfu sér. Það er hörku- vinna að finna sér íbúð og vinnu í nýju landi, og getur tekið tíma að koma sér vel fyrir. Marg- ir hafa komið hér og rekið sig á ýmsar hindran- ir. Málið er að maður fær ekkert uppí hendum- ar nema hafa fyrir því. T.d. er áríðandi að geta bjargað sér í tungumálinu, það er ekki vel iiðið að tala ensku. Maður á að tala dönsku ef maður býr í Danmörku. (Sfendum ödum jétayömonnum feátu jó(a~ oq nýánfvecjur B félag bókagerðarmanna Þórður Sveinsson er 29 ára gamall prentari,fjölskyldumað- ur með konu og eitt barn. Fjölskyldan flutti til Danmerkur í maí s.l. Hann hefur 11 ára starfsreynslu sem offset- prentari. Lengst af starfaði hann hjá Kassa- gerð Reykjavíkur og nú síðast hjá G. Ben. Eddu prentstofu. 16 PRENTARINN 4/95

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.