Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 5
endurbæta þurfi nemendabókhald deildarinnar þannig að auðvelt sé að nota það við áætlana- gerð og til að fylgjast með gangi tilraunarinnar. Niðurstöður Það fer ekki á milli mála að niðurstaðan er þessi: • Styrkur iðnnámsins felst í vinnustaðanám- inu, það virðist vera vandað. • Brotalamir virðast vera við skipulagningu og framkvæmd námsins í skólanum. Helsta nýjungin sem tilraunanámið felur í sér er að á vinnustað skuli unnið eftir sérstakri námskrá og eiga sérstakir eftirlitskennarar að fylgjast með því. Þetta fyrirkomulag hefur tryggt fjölbreytni þeirra verkefna sem nemar vinna að á vinnustöðum. Nemendur eru greini- lega mjög ánægðir með vinnustaðanám sitt og samskipti við leiðbeinendur þar. Stjómun námsins er að mati skýrsluhöfund- ar ábótavant og er lagt til að skýra ábyrgð skólastjómar annars vegar og stýrihóps hins vegar. Ábyrgð á kennsluháttum, kennsluáætl- imum og kennsluskrám sé í höndum skólans en stjómun, markmiðssetning og skipulagning náms í heild í höndum stýrihóps. Ennfremur er lagt til að eftirlit með framkvæmd tilrauna- starfsins verði aukið og að faghópar verði kennurum til virkrar aðstoðar við gerð kennsluskrár og kennsluáætlana og val náms- gagna. Nauðsynlegt er talið að fá utanaðkomandi aðstoð til kennslu þeirra námsgreina sem ekki liggja á sérsviði deildarinnar og lagt er til að samþætting áfanga verði bundin við fyrstu önn. Mikilvægast er þó að þrátt fyrir ábendingar um ýmsa agnúa sem þurfi að sníða af, þá legg- ur Hagsýslan til að tilraunin verði framlengd um tvö ár og eftir þann tíma verði framtíðar- skipan námsins ákveðin. SKÝRSLA GEERTS ALLERMAND Til viðbótar úttekt Hagsýslunnar var Geert Allermand, dönskum kennslusérfræðingi, falið að fara sérstaklega ofan í saumana á þemakennslu við bókiðnadeildina, kennslu- háttum og faglegu starfi í deildinni. Geert hefur komið mjög við sögu í tilrauninni frá upphafi. Hann leiðbeindi á vikulöngu nám- skeiði fyrir kennara bókiðngreina í ágúst 1993 og hitti þá einnig flesta leiðbeinendur á vinnustöðum, einnig hélt hann nokkura daga námskeið í maí 1994 og voru þá sérstaklega tekin fyrir þau vandamál sem komið höfðu upp við fyrstu framkvæmd tilraunarinnar. Þá var einnig haldinn fundur með leiðbeinend- um á vinnustöðum. Þemakennsla Áður en lengra er haldið er rétt að gera örstutta grein fyrir því í hverju þemakennsla felst. Mik- ilvægustu atriðin felast í því að nemendur til- einki sér fæmi eða þekkingu með því að takast á við skilgreind verkefni eða vandamál sem krefjast úrlausnar, þar sem jafnvel nokkrar námsgreinar em kenndar í einu í stað þess að skipta þeim upp og aðgreina í stundaskrá. Þetta felur alls ekki í sér að kennarinn hættí að kenna og sendi nemendur út í bæ að leita lausna. Þvert á móti hefur þemakennari í fleiri hom að líta en hefðbundinn töflukennari. Leið- sagnarhlutverk hans er mun meira, hann þarf að gefa ráð, spyrja réttra spuminga, láta nem- endur horfast í augu við viðfangsefnið, aðstoða við samstarf o.fl. Ef vel er á haldið leiðir þetta til þess að nemendur öðlast fæmi í því að vinna með öðmm og að leysa vandamál, en þetta em einmitt hæfniskröfur sem sífellt verða háværari á vinnumarkaði. Ábendingar Geert bendir á nokkur atriði sem hann telur að gætu orðið tíl bóta í skólastarfinu: • Auka þarf vægi handverksins á kostnað hönnunar. Hann telur þau verkefni sem nemum er ætlað að leysa á fyrstu stigum námsins of flókin. Lausnimar virðast ráð- ast öðm fremur af því hvað vélar og forrit geta, en hvað rökstyðja megi í faglegu til- liti. Markmið skólans sé þrátt fyrir allt að mennta grafíska handverksmenn í prent- iðnaði með traust fagleg vinnubrögð og hæfni, en ekki grafíska hönnuði. Stýra þurfi verkefnum með þetta í huga. • Rétt væri að athuga hvort verkefni nem- anna bæri að skilgreina nánar - fá verkefni utan að. • Mikilvægt er að kennarahópurinn fái í heild skýrari mynd af hlutverki sínu sem leiðbeinendur nemanna og hvað í því felst. Takast þurfi á við hugsanlegan efa, and- stöðu eða ósamkomulag í kennarahópn- um. Kennarahópurinn öðlist traustan sam- eiginlegan gmndvöll fyrir framkvæmd kennslunnar í stað mismunandi túlkana og leiða tíl að leiðbeina nemunum. • Gera þarf ráðstafanir til þess að þeir nem- endur sem em duglegir fái ætíð verkefni við hæfi. Tími má aldrei fara til spillis. • Nemamir þurfa á stuðningi og kennslu að halda í skipulagningu og meginatriðum þemanámsaðferðarinnar. Lögð er áhersla á að þemakennsla er aðferð til að læra, en ekki til að útfæra það sem þegar er lært. Áður en þemakennslan hefst telur Geert rétt að undirbúa nemendur betur undir þemanámið, þannig að þeir geti gert sér grein fyrir því hvar byrja skal, hvar þeir geti leitað upplýsinga, hvaða vandamál þeir eiga að leysa o.fl. Faglegt starf í bókiðnadeildinni Á þeim tíma sem tílraunin hefur staðið yfir, hafa aðrir þættir en eiginleg kennsla verið skoðaðir og hefur Geert tekið virkan þátt í því. Um er að ræða þætti sem með beinum eða óbeinum hætti hafa áhrif á starfshæfni bók- iðnadeildarinnar og vom teknir til gaumgæfi- legrar athugunar á námskeiði með kennurum í maí 1994 þar sem Geert var leiðbeinandi. í lok þess námskeiðs var tekið saman vinnuplagg með nokkmm markmiðum og verkefnum sem kennarahópurinn varð ásáttur um að væm framundan. Þegar Geert kom í október 1995 til að vinna að úttekt sinni fór hann með kennur- um aftur yfir þennan verkefnalista. Um niður- stöðuna segir Geert: „Margt jákvætt virðist tengjast þemakennsl- unni, en öllu alvarlegri virðist staðan vera þeg- ar litíð er á kennarahópinn sem teymi eða deild. Þegar farið var yfir vinnuplaggið frá 1994 kom í ljós að mjög ómarkvisst hafði verið unnið að því að framfylgja þeim markmiðum, sem hópurinn hafði sjálfur „skilgreint" sem mikilvæg tíl að vinna gegn þeim vanda sem tengdust ímynd deildarinnar, ásamt kennslu- fræðilegum og skipulagslegum vanda, sem deildin þurftí að kljást við." Geert telur að hvað leiðsögn varðar, þá hafi PRENTARINN 4/95 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.